Marel fækkar starfsmönnum um 150 Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2015 17:21 Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel. Vísir/anton brink. Marel ætlar að fækka starfsmönnum sínum um 150 vegna frekari einföldunar og hagræðingar í rekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var Kauphöllinni eftir lokun markaðar í dag. Þar er um að ræða störf í Bandaríkjunum og Singapore. Í tilkynningunni segir að Marel muni í gegnum allt ferlið styðja við þá starfsmenn sem aðgerðirnar hafa áhrif á.Ráðist verður í viðamiklar breytingar sem nánar er gert grein fyrir hér að neðan: • Vöruframboð félagsins hefur verið endurskoðað með það að markmiði að auka slagkraftinn á þeim sviðum þar sem félagið hefur skýrt samkeppnisforskot og sterka markaðsstöðu. Á þeim grundvelli mun félagið hætta framleiðslu á frystum í Singapore. Félagið mun engu að síður bjóða áfram frysta í vörulínum sínum með samstarfssamningi við leiðandi framleiðendur á því sviði. Undirbúningur þessara aðgerða er þegar hafinn og búist er við að framleiðslueiningunni í Singapore verði að fullu lokað fyrir mitt ár 2015. Kostnaður þessu tengdur er bókaður sem einskiptiskostnaður í fjórða ársfjórðungi 2014 en búast má við ávinningi fyrir félagið og auknum rekstarhagnaði frá og með seinni helmingi þessa árs. • Framleiðslustarfsemi Marel í Des Moines, Iowa verður sameinuð starfseiningu félagsins í Gainesville, Georgíu. Markmiðið með þessum fyrirhuguðu breytingum er samþætting í rekstri starfseininganna sem mun styrkja samkeppnisstöðu félagsins. Aðgerðin er til samræmis við þá stefnu félagsins að hámarka framleiðslukerfið og auka áherslu á stærri einingar þar sem mismunandi iðnaðir koma saman undir einu þaki. Flutningar á framleiðslustarfsemi frá Des Moines til Gainesville munu hefjast í janúar 2015 og verður aðgerðinni að fullu lokið fyrir árslok 2015. Kostnaðurinn sem af aðgerðinni hlýst verður bókaður sem einskiptiskostnaður í fyrsta ársfjórðungi 2015 og ávinningsins verður vart frá og með árinu 2016. • Þessu til viðbótar tilkynnir Marel nú um fjárfestingu í nýrri nýsköpunarmiðstöð í Des Moines sem sinnir einkum lausnum fyrir kjötiðnað og fyrir frekari vinnslu matvæla. Nýja nýsköpunarmiðstöðin mun leysa af hólmi núverandi starfsstöð og stefnt er að sölu á landi og byggingum þar á móti nýrri fjárfestingu. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar þessara breytinga muni starfsemi Marel í Bandaríkjunum samanstanda af: framleiðslueiningu í Gainesville, framleiðslueiningu í Seattle, Washington, sölu- og þjónustumiðstöð í Lenexa, Kansas og að lokum nýsköpunarmiðstöð í Des Moines. Allar fjórar einingarnar muni halda áfram sölu- og þjónustustarfsemi. Eftir breytingarnar verða starfsmenn Marel í Bandaríkjunum um 600 og munu þeir þjónusta Bandaríkjamarkað sem er í örum vexti um þessar mundir. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Marel ætlar að fækka starfsmönnum sínum um 150 vegna frekari einföldunar og hagræðingar í rekstri félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var Kauphöllinni eftir lokun markaðar í dag. Þar er um að ræða störf í Bandaríkjunum og Singapore. Í tilkynningunni segir að Marel muni í gegnum allt ferlið styðja við þá starfsmenn sem aðgerðirnar hafa áhrif á.Ráðist verður í viðamiklar breytingar sem nánar er gert grein fyrir hér að neðan: • Vöruframboð félagsins hefur verið endurskoðað með það að markmiði að auka slagkraftinn á þeim sviðum þar sem félagið hefur skýrt samkeppnisforskot og sterka markaðsstöðu. Á þeim grundvelli mun félagið hætta framleiðslu á frystum í Singapore. Félagið mun engu að síður bjóða áfram frysta í vörulínum sínum með samstarfssamningi við leiðandi framleiðendur á því sviði. Undirbúningur þessara aðgerða er þegar hafinn og búist er við að framleiðslueiningunni í Singapore verði að fullu lokað fyrir mitt ár 2015. Kostnaður þessu tengdur er bókaður sem einskiptiskostnaður í fjórða ársfjórðungi 2014 en búast má við ávinningi fyrir félagið og auknum rekstarhagnaði frá og með seinni helmingi þessa árs. • Framleiðslustarfsemi Marel í Des Moines, Iowa verður sameinuð starfseiningu félagsins í Gainesville, Georgíu. Markmiðið með þessum fyrirhuguðu breytingum er samþætting í rekstri starfseininganna sem mun styrkja samkeppnisstöðu félagsins. Aðgerðin er til samræmis við þá stefnu félagsins að hámarka framleiðslukerfið og auka áherslu á stærri einingar þar sem mismunandi iðnaðir koma saman undir einu þaki. Flutningar á framleiðslustarfsemi frá Des Moines til Gainesville munu hefjast í janúar 2015 og verður aðgerðinni að fullu lokið fyrir árslok 2015. Kostnaðurinn sem af aðgerðinni hlýst verður bókaður sem einskiptiskostnaður í fyrsta ársfjórðungi 2015 og ávinningsins verður vart frá og með árinu 2016. • Þessu til viðbótar tilkynnir Marel nú um fjárfestingu í nýrri nýsköpunarmiðstöð í Des Moines sem sinnir einkum lausnum fyrir kjötiðnað og fyrir frekari vinnslu matvæla. Nýja nýsköpunarmiðstöðin mun leysa af hólmi núverandi starfsstöð og stefnt er að sölu á landi og byggingum þar á móti nýrri fjárfestingu. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar þessara breytinga muni starfsemi Marel í Bandaríkjunum samanstanda af: framleiðslueiningu í Gainesville, framleiðslueiningu í Seattle, Washington, sölu- og þjónustumiðstöð í Lenexa, Kansas og að lokum nýsköpunarmiðstöð í Des Moines. Allar fjórar einingarnar muni halda áfram sölu- og þjónustustarfsemi. Eftir breytingarnar verða starfsmenn Marel í Bandaríkjunum um 600 og munu þeir þjónusta Bandaríkjamarkað sem er í örum vexti um þessar mundir.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira