Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2015 13:00 Seðlabankinn staðfestir fyrri yfirlýsingar um vaxtahækkun vegna launahækkana. Aðgerðir ríkisstjórnar kalla líka á vaxtahækkanir að óbreyttu. vísir/gva Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana í haust eftir að bankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentustig í morgun. Nýgerðir kjarasamningar og ófjármagnaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við þá réðu mestu um ákvörðun bankans. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í tengslum við vaxtahækkunina í morgun segir að þótt verðbólga sé enn lítil hafi verðbólguhorfur versnað verulega miðað við síðustu spá bankans og verðbólguvæntingar hafi áfram hækkað. Nú séu horfur á að verðbólga verði meiri en bankinn spáði í maí, sem rekja megi til þess að þegar hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir í spá bankans. Stýrivextir verða 5 prósent eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. En Peningastefnunefndin lætur ekki nægja að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur nú heldur boðar röð vaxtahækkana frá með ágústmánuði. „Já það er lang líklegast að svo verði. Það fer náttúrlega eftir framvindunni eins og alltaf. Í hvaða mæli launahækkanirnar fara út í verðlagið og hvort það verður launaskrið í framhaldinu. Hvað gerist varðandi gengið, hvað gerist varðandi innlenda eftirspurn, slakinn í hagkerfinu breytist í spennu og hvað hratt gerist það,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Auðvitað taki ákvarðanir bankans mið af aðstæðum hverju sinni en yfirgnæfandi líkur séu á frekari vaxtahækkunum þótt ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá hafa aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Þær aðgerðir séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað sem við náttúrlega vonum þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að sumar af nýkynntum aðgerðum stjórnvalda sem miði að því að búa í haginn fyrir losun fjármagnshafta muni afla ríkissjóði tekna. Mikilvægt sé að þeim verði ráðstafað þannig að þær verði ekki til að auka enn frekar á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem til þessa hafi verið óvirkt. Á fundi með fréttamönnum í morgun sagðist seðlabankastjóri ekki hafa miklar áhyggjur af þessu þar sem allir virtust sammála um að nýta þetta fjármagn til lækkunar skulda ríkissjóðs. En peningastefnunefndin muni fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefði. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana í haust eftir að bankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentustig í morgun. Nýgerðir kjarasamningar og ófjármagnaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við þá réðu mestu um ákvörðun bankans. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í tengslum við vaxtahækkunina í morgun segir að þótt verðbólga sé enn lítil hafi verðbólguhorfur versnað verulega miðað við síðustu spá bankans og verðbólguvæntingar hafi áfram hækkað. Nú séu horfur á að verðbólga verði meiri en bankinn spáði í maí, sem rekja megi til þess að þegar hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir í spá bankans. Stýrivextir verða 5 prósent eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. En Peningastefnunefndin lætur ekki nægja að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur nú heldur boðar röð vaxtahækkana frá með ágústmánuði. „Já það er lang líklegast að svo verði. Það fer náttúrlega eftir framvindunni eins og alltaf. Í hvaða mæli launahækkanirnar fara út í verðlagið og hvort það verður launaskrið í framhaldinu. Hvað gerist varðandi gengið, hvað gerist varðandi innlenda eftirspurn, slakinn í hagkerfinu breytist í spennu og hvað hratt gerist það,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Auðvitað taki ákvarðanir bankans mið af aðstæðum hverju sinni en yfirgnæfandi líkur séu á frekari vaxtahækkunum þótt ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá hafa aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Þær aðgerðir séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað sem við náttúrlega vonum þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að sumar af nýkynntum aðgerðum stjórnvalda sem miði að því að búa í haginn fyrir losun fjármagnshafta muni afla ríkissjóði tekna. Mikilvægt sé að þeim verði ráðstafað þannig að þær verði ekki til að auka enn frekar á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem til þessa hafi verið óvirkt. Á fundi með fréttamönnum í morgun sagðist seðlabankastjóri ekki hafa miklar áhyggjur af þessu þar sem allir virtust sammála um að nýta þetta fjármagn til lækkunar skulda ríkissjóðs. En peningastefnunefndin muni fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefði.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira