Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2015 13:00 Seðlabankinn staðfestir fyrri yfirlýsingar um vaxtahækkun vegna launahækkana. Aðgerðir ríkisstjórnar kalla líka á vaxtahækkanir að óbreyttu. vísir/gva Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana í haust eftir að bankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentustig í morgun. Nýgerðir kjarasamningar og ófjármagnaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við þá réðu mestu um ákvörðun bankans. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í tengslum við vaxtahækkunina í morgun segir að þótt verðbólga sé enn lítil hafi verðbólguhorfur versnað verulega miðað við síðustu spá bankans og verðbólguvæntingar hafi áfram hækkað. Nú séu horfur á að verðbólga verði meiri en bankinn spáði í maí, sem rekja megi til þess að þegar hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir í spá bankans. Stýrivextir verða 5 prósent eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. En Peningastefnunefndin lætur ekki nægja að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur nú heldur boðar röð vaxtahækkana frá með ágústmánuði. „Já það er lang líklegast að svo verði. Það fer náttúrlega eftir framvindunni eins og alltaf. Í hvaða mæli launahækkanirnar fara út í verðlagið og hvort það verður launaskrið í framhaldinu. Hvað gerist varðandi gengið, hvað gerist varðandi innlenda eftirspurn, slakinn í hagkerfinu breytist í spennu og hvað hratt gerist það,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Auðvitað taki ákvarðanir bankans mið af aðstæðum hverju sinni en yfirgnæfandi líkur séu á frekari vaxtahækkunum þótt ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá hafa aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Þær aðgerðir séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað sem við náttúrlega vonum þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að sumar af nýkynntum aðgerðum stjórnvalda sem miði að því að búa í haginn fyrir losun fjármagnshafta muni afla ríkissjóði tekna. Mikilvægt sé að þeim verði ráðstafað þannig að þær verði ekki til að auka enn frekar á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem til þessa hafi verið óvirkt. Á fundi með fréttamönnum í morgun sagðist seðlabankastjóri ekki hafa miklar áhyggjur af þessu þar sem allir virtust sammála um að nýta þetta fjármagn til lækkunar skulda ríkissjóðs. En peningastefnunefndin muni fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefði. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana í haust eftir að bankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentustig í morgun. Nýgerðir kjarasamningar og ófjármagnaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við þá réðu mestu um ákvörðun bankans. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í tengslum við vaxtahækkunina í morgun segir að þótt verðbólga sé enn lítil hafi verðbólguhorfur versnað verulega miðað við síðustu spá bankans og verðbólguvæntingar hafi áfram hækkað. Nú séu horfur á að verðbólga verði meiri en bankinn spáði í maí, sem rekja megi til þess að þegar hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir í spá bankans. Stýrivextir verða 5 prósent eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. En Peningastefnunefndin lætur ekki nægja að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur nú heldur boðar röð vaxtahækkana frá með ágústmánuði. „Já það er lang líklegast að svo verði. Það fer náttúrlega eftir framvindunni eins og alltaf. Í hvaða mæli launahækkanirnar fara út í verðlagið og hvort það verður launaskrið í framhaldinu. Hvað gerist varðandi gengið, hvað gerist varðandi innlenda eftirspurn, slakinn í hagkerfinu breytist í spennu og hvað hratt gerist það,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Auðvitað taki ákvarðanir bankans mið af aðstæðum hverju sinni en yfirgnæfandi líkur séu á frekari vaxtahækkunum þótt ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá hafa aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Þær aðgerðir séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað sem við náttúrlega vonum þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að sumar af nýkynntum aðgerðum stjórnvalda sem miði að því að búa í haginn fyrir losun fjármagnshafta muni afla ríkissjóði tekna. Mikilvægt sé að þeim verði ráðstafað þannig að þær verði ekki til að auka enn frekar á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem til þessa hafi verið óvirkt. Á fundi með fréttamönnum í morgun sagðist seðlabankastjóri ekki hafa miklar áhyggjur af þessu þar sem allir virtust sammála um að nýta þetta fjármagn til lækkunar skulda ríkissjóðs. En peningastefnunefndin muni fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefði.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira