NBA: James Harden skoraði 50 stig í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2015 07:30 James Harden. Vísir/Getty James Harden auglýsti sig vel í nótt í baráttunni um að vera kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á þessu tímabili. Harden var með 50 stig og 10 fráköst þegar Houston Rockets vann 118-108 heimasigur á Denver Nuggets. Houston Rockets hélt þarna upp á tuttugu ára afmæli meistaraliðs félagsins frá 1994 og 1995 og það virtist hafa góð áhrif á Harden að sjá menn eins og Hakeem Olajuwon og Clyde Drexler í stúkunni. Harden hefur aldrei áður skorað svona mikið í einum leik og hann var fyrsti leikmaður Houston Rockets til að skora fimmtíu stig síðan að Hakeem Olajuwon skoraði 51 stig á móti Boston Celtics 18. janúar 1996. Harden hafði mest áður skorað 46 stig í einum leik. Þetta var sjöundi leikur hans á tímabilinu þar sem hann skorar 40 stig eða meira. Hann hefur líka 29 sinnum skorað 30 stig eða meira.Brandan Wright var með 16 stig og 7 varin skot þegar Phoenix Suns vann 74-72 sigur á New Orleans Pelicans sem lék án stjörnuleikmanns síns Anthony Davis. New Orleans er þar með einum leik á eftir Oklahoma City Thunder í baráttunni um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.Gordon Hayward var með 22 stig og Trey Burke kom með 17 stig inn af bekknum þegar Utah Jazz vann 80-73 sigur á Los Angeles Lakers. Þetta var fimmtugasta tapið á tímabilinu hjá Lakers. Utah Jazz liðið er aftur á móti búið að vinna 12 af 14 leikjum sínum frá Stjörnuleikshelginni.Zach LaVine skoraði 6 af 20 stigum sínum í framlengingu þegar Minnesota Timberwolves vann 95-92 sigur á New York Knicks í uppgjöri tveggja lélegustu liða deildarinnar. Minnesota var búið að tapa sex leikjum í röð en hefur nú unnið einum leik meira en New York. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Timberwolves og nýliðinn Andrew Wiggins var með 20 stig.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Minnesota Timberwolves 92-95 (framlenging) Houston Rockets - Denver Nuggets 118-108 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 74-72 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 73-80 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
James Harden auglýsti sig vel í nótt í baráttunni um að vera kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á þessu tímabili. Harden var með 50 stig og 10 fráköst þegar Houston Rockets vann 118-108 heimasigur á Denver Nuggets. Houston Rockets hélt þarna upp á tuttugu ára afmæli meistaraliðs félagsins frá 1994 og 1995 og það virtist hafa góð áhrif á Harden að sjá menn eins og Hakeem Olajuwon og Clyde Drexler í stúkunni. Harden hefur aldrei áður skorað svona mikið í einum leik og hann var fyrsti leikmaður Houston Rockets til að skora fimmtíu stig síðan að Hakeem Olajuwon skoraði 51 stig á móti Boston Celtics 18. janúar 1996. Harden hafði mest áður skorað 46 stig í einum leik. Þetta var sjöundi leikur hans á tímabilinu þar sem hann skorar 40 stig eða meira. Hann hefur líka 29 sinnum skorað 30 stig eða meira.Brandan Wright var með 16 stig og 7 varin skot þegar Phoenix Suns vann 74-72 sigur á New Orleans Pelicans sem lék án stjörnuleikmanns síns Anthony Davis. New Orleans er þar með einum leik á eftir Oklahoma City Thunder í baráttunni um áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar.Gordon Hayward var með 22 stig og Trey Burke kom með 17 stig inn af bekknum þegar Utah Jazz vann 80-73 sigur á Los Angeles Lakers. Þetta var fimmtugasta tapið á tímabilinu hjá Lakers. Utah Jazz liðið er aftur á móti búið að vinna 12 af 14 leikjum sínum frá Stjörnuleikshelginni.Zach LaVine skoraði 6 af 20 stigum sínum í framlengingu þegar Minnesota Timberwolves vann 95-92 sigur á New York Knicks í uppgjöri tveggja lélegustu liða deildarinnar. Minnesota var búið að tapa sex leikjum í röð en hefur nú unnið einum leik meira en New York. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Timberwolves og nýliðinn Andrew Wiggins var með 20 stig.Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Minnesota Timberwolves 92-95 (framlenging) Houston Rockets - Denver Nuggets 118-108 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 74-72 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 73-80 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn