Tekjur Isavia 22 milljarðar Stefán Árni Pálsson skrifar 20. mars 2015 16:25 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. mynd/aðsend Tekjur Isavia á árinu 2014 námu rúmlega 22 milljörðum króna en þetta kom fram á aðalfundi Isavia sem haldinn var í dag á Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Á fundinum var farið yfir rekstur og afkomu félagsins á árinu og ársskýrsla fyrir árið 2014 kynnt. Isavia annast rekstur allra flugvalla og flugleiðsöguþjónustu á Íslandi og er eitt af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Tekjurnar jukust um rúmlega tvö milljarða króna frá árinu 2013 eða um 11,5 prósent milli ára. Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði nam 3.328 milljónum króna og jókst um 511 milljónir milli ára. Heildarafkoma Isavia var jákvæð um 2.197 milljónir króna sem er um 1.020 milljónum króna lakari afkoma en árið 2013. Þessi munur stafar af gengisáhrifum en gengistap, aðallega vegna erlendra langtímalána nam um 164 milljónum króna árið 2014 á meðan félagið var með gengishagnað upp á um 1.573 milljónir árið 2013. Afkoma félagsins er betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.Betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir Heildareignir samstæðunnar námu rúmlega fjörutíu milljarða króna í árslok og þar af eru rúmlega 31 milljarður tilkominn vegna varanlegra rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 41,8% í árslok samanborðið við 43,1% árið á undan. Hafa verður í huga að fjárhæð langtímalána um síðustu áramót er hærri um sem nemur 3,7 milljörðum króna vegna ádráttar á hluta af tæplega 5 milljarða króna langtímaláni sem félagið tryggði sér í lok síðasta árs hjá Norræna Fjárfestingabankanum, en sú tilhögun hefur áhrif til lækkunar á eiginfjárhlutfallinu. Það lán verður nýtt til afkastaaukandi fjárfestinga á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Eiginfjárhlutfallið hefur hækkað umtalsvert frá stofnun félagsins árið 2010, þegar það var 24,6%. Rekstur samstæðunnar skilaði áfram góðu sjóðstreymi, en handbært fé frá rekstri árið 2014 nam 4.628 milljónum króna sem er aukning um 596 milljónir frá fyrra ári. Í tilkynningunni segir að frá stofnun Isavia hafi afkomu félagsins verið ráðstafað til uppbyggingar sem skilað hefur heilbrigðum rekstri og góðu þjónustustigi. Félagið mun ekki greiða arð vegna ársins 2014 fremur en undanfarin ár enda mikið uppbyggingarstarf framundan hjá félaginu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Ákvörðun um að endurfjárfesta afkomu ársins í uppbyggingu og verðmætasköpun innan félagsins er einkar vel til þess fallin að styðja enn frekar við vöxt ferðaþjónustunnar. „Ljóst er að Isavia gegnir þýðingarmiklu hlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Félagið þarf að ráðast í miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir á komandi árum til þess að mæta auknum fjölda erlendra ferðamanna. Mörg tækifæri eru framundan og þeim fylgja stórar ákvarðanir. Ríkisvaldið, sem fer með eignarhald á Isavia og er stór þjónustukaupandi, stendur því frammi fyrir stórum ákvörðunum, ekki eingöngu hvað varðar framtíðaruppbyggingu Keflavíkurflugvallar heldu einnig hvað varðar þjónustustig í flugsamgöngum innanlands til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Dótturfélög Isavia eru Fríhöfnin og hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems. Fríhöfnin hefur hlotið margar viðurkenningar og var á árinu 2014 valin besta fríhöfn Evrópu, annað árið í röð. Þá tók Þorgerður Þráinsdóttir við sem nýr framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Um 150 manns starfa hjá félaginu. Tern Systems hefur í yfir 25 ár hannað og framleitt hugbúnað til flugumferðarstjórnar og þjálfunar flugumferðarstjóra og er með kerfi uppsett og í notkun hér á landi og víða í Evrópu, Asíu og Afríku. Hjá fyrirtækinu starfa 41 manns auk þess sem mikið af þekkingu og reynslu er sótt til móðurfélagsins eftir þörfum og verkefnum. Framkvæmdastjóri er Tómas Davíð Þorsteinsson.Stjórn félagsins Fjármálaráðherra fer með eignarhald félagsins fyrir hönd ríkissjóðs. Í stjórn voru kosin Theódóra Þorsteinsdóttir, Ingimundur Sigurpálsson, Matthías Páll Imsland, Sigrún Traustadóttir og Ragnar Óskarsson.Ingimundur Sigurpálsson stjórnarformaður fer yfir skýrslu stjórnar.mynd/aðsendÍ varastjórn voru kosin Friðbjörg Matthíasdóttir, Jens Garðar Helgason, Jón Norðfjörð, Sigurbjörn Trausti Vilhjálmsson og Tryggvi Haraldsson. „Þegar Isavia var stofnað árið 2010 var eiginfjárhlutfallið 24,6% og fjárhagslegur styrkleiki hins nýstofnaða félags því ekki sérstaklega mikill. Í lok árs 2014 stóð eiginfjárhlutfallið hins vegar í 41,8% sem er eftirtektarverður árangur. Það eru aðallega tvær ástæður fyrir þessum árangri. Í fyrsta lagi hefur félagið yfir að ráða úrvals starfsfólki sem hefur unnið frábært starf við að byggja upp tekjumyndun, viðhalda kostnaðaraðhaldi og sýna fádæma þjónustulund sem bæði tekið er eftir og hefur skilað félaginu verðlaunum á alþjóðavettvangi,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Í annan stað þá hefur fjármálaráðuneytið sem handhafi hlutabréfs Isavia staðið vel við bakið á félaginu og gefið því frið til að starfa innan þeirrar hugmyndafræði sem hlutafélagavæðingin byggir á, sem hefur skilað sér í félagi sem er markaðsdrifið og þjónustulundað.“ Hann segir að á sama tíma hafi handhafi hlutabréfsins haft á því skilning að uppbyggingin, m.a. á Keflavíkurflugvelli hafi ekki gefið tilefni til þess að félagið greiði arð, heldur hafi hagnaður ársins verið endurfjárfestur í félaginu og nýttur til uppbyggingar. „Enda hefur sú ákvörðun gert það að verkum að mikil verðmætasköpun hefur átt sér stað inn í félaginu. Afkoma ársins 2014 er góð og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá góða tekjumyndun úr þeirri grunnþjónustu sem félagið er að veita. Helstu viðfangsefni komandi ára eru að takast á við þann vöxt sem framundan er af skynsemi og með hagsmuni eiganda félagsins að leiðarljósi.“ Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Tekjur Isavia á árinu 2014 námu rúmlega 22 milljörðum króna en þetta kom fram á aðalfundi Isavia sem haldinn var í dag á Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Á fundinum var farið yfir rekstur og afkomu félagsins á árinu og ársskýrsla fyrir árið 2014 kynnt. Isavia annast rekstur allra flugvalla og flugleiðsöguþjónustu á Íslandi og er eitt af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Tekjurnar jukust um rúmlega tvö milljarða króna frá árinu 2013 eða um 11,5 prósent milli ára. Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði nam 3.328 milljónum króna og jókst um 511 milljónir milli ára. Heildarafkoma Isavia var jákvæð um 2.197 milljónir króna sem er um 1.020 milljónum króna lakari afkoma en árið 2013. Þessi munur stafar af gengisáhrifum en gengistap, aðallega vegna erlendra langtímalána nam um 164 milljónum króna árið 2014 á meðan félagið var með gengishagnað upp á um 1.573 milljónir árið 2013. Afkoma félagsins er betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.Betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir Heildareignir samstæðunnar námu rúmlega fjörutíu milljarða króna í árslok og þar af eru rúmlega 31 milljarður tilkominn vegna varanlegra rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 41,8% í árslok samanborðið við 43,1% árið á undan. Hafa verður í huga að fjárhæð langtímalána um síðustu áramót er hærri um sem nemur 3,7 milljörðum króna vegna ádráttar á hluta af tæplega 5 milljarða króna langtímaláni sem félagið tryggði sér í lok síðasta árs hjá Norræna Fjárfestingabankanum, en sú tilhögun hefur áhrif til lækkunar á eiginfjárhlutfallinu. Það lán verður nýtt til afkastaaukandi fjárfestinga á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Eiginfjárhlutfallið hefur hækkað umtalsvert frá stofnun félagsins árið 2010, þegar það var 24,6%. Rekstur samstæðunnar skilaði áfram góðu sjóðstreymi, en handbært fé frá rekstri árið 2014 nam 4.628 milljónum króna sem er aukning um 596 milljónir frá fyrra ári. Í tilkynningunni segir að frá stofnun Isavia hafi afkomu félagsins verið ráðstafað til uppbyggingar sem skilað hefur heilbrigðum rekstri og góðu þjónustustigi. Félagið mun ekki greiða arð vegna ársins 2014 fremur en undanfarin ár enda mikið uppbyggingarstarf framundan hjá félaginu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli. Ákvörðun um að endurfjárfesta afkomu ársins í uppbyggingu og verðmætasköpun innan félagsins er einkar vel til þess fallin að styðja enn frekar við vöxt ferðaþjónustunnar. „Ljóst er að Isavia gegnir þýðingarmiklu hlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Félagið þarf að ráðast í miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir á komandi árum til þess að mæta auknum fjölda erlendra ferðamanna. Mörg tækifæri eru framundan og þeim fylgja stórar ákvarðanir. Ríkisvaldið, sem fer með eignarhald á Isavia og er stór þjónustukaupandi, stendur því frammi fyrir stórum ákvörðunum, ekki eingöngu hvað varðar framtíðaruppbyggingu Keflavíkurflugvallar heldu einnig hvað varðar þjónustustig í flugsamgöngum innanlands til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Dótturfélög Isavia eru Fríhöfnin og hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems. Fríhöfnin hefur hlotið margar viðurkenningar og var á árinu 2014 valin besta fríhöfn Evrópu, annað árið í röð. Þá tók Þorgerður Þráinsdóttir við sem nýr framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. Um 150 manns starfa hjá félaginu. Tern Systems hefur í yfir 25 ár hannað og framleitt hugbúnað til flugumferðarstjórnar og þjálfunar flugumferðarstjóra og er með kerfi uppsett og í notkun hér á landi og víða í Evrópu, Asíu og Afríku. Hjá fyrirtækinu starfa 41 manns auk þess sem mikið af þekkingu og reynslu er sótt til móðurfélagsins eftir þörfum og verkefnum. Framkvæmdastjóri er Tómas Davíð Þorsteinsson.Stjórn félagsins Fjármálaráðherra fer með eignarhald félagsins fyrir hönd ríkissjóðs. Í stjórn voru kosin Theódóra Þorsteinsdóttir, Ingimundur Sigurpálsson, Matthías Páll Imsland, Sigrún Traustadóttir og Ragnar Óskarsson.Ingimundur Sigurpálsson stjórnarformaður fer yfir skýrslu stjórnar.mynd/aðsendÍ varastjórn voru kosin Friðbjörg Matthíasdóttir, Jens Garðar Helgason, Jón Norðfjörð, Sigurbjörn Trausti Vilhjálmsson og Tryggvi Haraldsson. „Þegar Isavia var stofnað árið 2010 var eiginfjárhlutfallið 24,6% og fjárhagslegur styrkleiki hins nýstofnaða félags því ekki sérstaklega mikill. Í lok árs 2014 stóð eiginfjárhlutfallið hins vegar í 41,8% sem er eftirtektarverður árangur. Það eru aðallega tvær ástæður fyrir þessum árangri. Í fyrsta lagi hefur félagið yfir að ráða úrvals starfsfólki sem hefur unnið frábært starf við að byggja upp tekjumyndun, viðhalda kostnaðaraðhaldi og sýna fádæma þjónustulund sem bæði tekið er eftir og hefur skilað félaginu verðlaunum á alþjóðavettvangi,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. „Í annan stað þá hefur fjármálaráðuneytið sem handhafi hlutabréfs Isavia staðið vel við bakið á félaginu og gefið því frið til að starfa innan þeirrar hugmyndafræði sem hlutafélagavæðingin byggir á, sem hefur skilað sér í félagi sem er markaðsdrifið og þjónustulundað.“ Hann segir að á sama tíma hafi handhafi hlutabréfsins haft á því skilning að uppbyggingin, m.a. á Keflavíkurflugvelli hafi ekki gefið tilefni til þess að félagið greiði arð, heldur hafi hagnaður ársins verið endurfjárfestur í félaginu og nýttur til uppbyggingar. „Enda hefur sú ákvörðun gert það að verkum að mikil verðmætasköpun hefur átt sér stað inn í félaginu. Afkoma ársins 2014 er góð og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá góða tekjumyndun úr þeirri grunnþjónustu sem félagið er að veita. Helstu viðfangsefni komandi ára eru að takast á við þann vöxt sem framundan er af skynsemi og með hagsmuni eiganda félagsins að leiðarljósi.“
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira