Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar í fyrra, er enn frá vegna meiðsla og er ekki vitað hvenær hann getur spilað á nýjan leik.
Sam Presti, framkvæmdarstjóri Oklahoma City Thunder, tilkynnti í dag að félagið hafi ákveðið að gefa Durant algjöra hvíld og er ekki vitað hversu lengi hann verður frá.
„Honum hefur ekki tekist að jafna sig eins fljótt og við óskuðum okkur,“ sagði Presti í dag.
Durant hefur verið að glíma við óþægindi síðan hann fór í aðgerð í október á fæti vegna brákaðs beins. Skrúfa þurfti beinið saman og olli skrúfan óþægindum sem varð til þess að hann fór í aðra aðgerð fyrir tæpum mánuði síðan.
Síðan þá hefur hann aukið álagið hægt og rólega en nú hefur komið í ljós að vandinn er ekki leystur og Durant finnur enn fyrir óþægindum.
Durant hefur spilað samtals 27 leiki á tímabilinu og er með 25,4 stig, 6,6 fráköst og 4,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Oklahoma City er í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppni vesturdeildarinnar og situr þar í áttunda sæti.
Durant enn lengur frá

Tengdar fréttir

Durant: Hefði betur haldið kjafti
"Má ég einu sinni vera svekktur og reiður?“ spyr körfuboltasnillingurinn.

Durant við blaðamenn: Þið vitið ekki neitt
Einn besti körfuboltamaður heims, Kevin Durant, fór ekki leynt með álit sitt á blaðamönnum í gær er hann þurfti að hitta þá í aðdraganda stjörnuleiksins.

Durant frá í að minnsta kosti viku
Oklahoma þarf að komast af í NBA-deildinni næstu dagana án síns besta manns, Kevin Durant.

Durant frá í 6-8 vikur vegna meiðsla
Mikið áfall fyrir Oklahoma City Thunder í baráttunni í hinni sterku Vesturdeild.

Durant sneri aftur með látum | Myndbönd
Skoraði 44 stig er Oklahoma City vann Phoenix í framlengdum leik.