Westbrook fór á kostum í sigri á Dallas | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 07:30 Russell Westbrook fór á kostum. vísir/epa NBA-deildin í körfubolta hófst aftur í nótt eftir vikulangt hlé vegna stjörnuleiksins sem fram fór síðasta sunnudag. Tveir leikir voru á dagskrá. Oklahoma City Thunder vann öruggan heimasigur á Dallas Mavericks, 104-89, þar sem leikstjórnandinn Russell Westbrook fór á kostum. Westbrook skoraði 34 stig í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hann hitti úr 9 skotum af 17 úr teignum og öllum 14 vítaskotunum sínum. Sjáðu Russell Westbrook í ham: Serge Ibaka virðist einnig vera að vakna til lífsins, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Ibaka skoraði 21 stig í leiknum og tók 22 fráköst, en hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í einum leik á tímabilinu. Þá skilaði Kevin Durant 12 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Með sigrinum komst Oklahoma-liðið upp í áttunda sætið í vestrinu, en það er með sama sigurhlutfall og Phoenix Suns. Ljóst er að liðin sem hafna í efstu sætum vestursins verða ekkert alltof ánægð með að mæta OKC í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Serge Ibaka með 22 fráköst: Los Angeles Clippers vann svo meistara San Antonio Spurs á heimavelli, 119-115, þar sem gamli maðurinn Tim Duncan var í miklu stuði fyrir tapliðið. Duncan skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og hitti úr 12 af 14 skotum sínum í teignum en það dugði ekki til. Hann tók meira að segja eitt þriggja stiga skot og sökkti því niður með stæl. Mikið og gott liðsframlag skilaði Clippers góðum sigri, en fjórir af fimm í byrjunarliðinu skoruðu yfir tíu stig sem og tveir varamenn. DeAndre Jordan skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Hann var erfiður viðureignar undir körfunni og fékk heil 28 vítaskot. Hann nýtti þó aðeins tíu af þeim. Chris Paul bætti við 22 stigum og 16 stoðsendingum og Jamal Crawford kom sterkur inn af bekknum og skoraði 26 stig. Clippers er í fimmta sæti vesturdeildarinnar.Tim Duncan með hamar á DeAndre Jordan: DeAndre Jordan getur líka troðið yfir menn: NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta hófst aftur í nótt eftir vikulangt hlé vegna stjörnuleiksins sem fram fór síðasta sunnudag. Tveir leikir voru á dagskrá. Oklahoma City Thunder vann öruggan heimasigur á Dallas Mavericks, 104-89, þar sem leikstjórnandinn Russell Westbrook fór á kostum. Westbrook skoraði 34 stig í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hann hitti úr 9 skotum af 17 úr teignum og öllum 14 vítaskotunum sínum. Sjáðu Russell Westbrook í ham: Serge Ibaka virðist einnig vera að vakna til lífsins, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Ibaka skoraði 21 stig í leiknum og tók 22 fráköst, en hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í einum leik á tímabilinu. Þá skilaði Kevin Durant 12 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Með sigrinum komst Oklahoma-liðið upp í áttunda sætið í vestrinu, en það er með sama sigurhlutfall og Phoenix Suns. Ljóst er að liðin sem hafna í efstu sætum vestursins verða ekkert alltof ánægð með að mæta OKC í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Serge Ibaka með 22 fráköst: Los Angeles Clippers vann svo meistara San Antonio Spurs á heimavelli, 119-115, þar sem gamli maðurinn Tim Duncan var í miklu stuði fyrir tapliðið. Duncan skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og hitti úr 12 af 14 skotum sínum í teignum en það dugði ekki til. Hann tók meira að segja eitt þriggja stiga skot og sökkti því niður með stæl. Mikið og gott liðsframlag skilaði Clippers góðum sigri, en fjórir af fimm í byrjunarliðinu skoruðu yfir tíu stig sem og tveir varamenn. DeAndre Jordan skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Hann var erfiður viðureignar undir körfunni og fékk heil 28 vítaskot. Hann nýtti þó aðeins tíu af þeim. Chris Paul bætti við 22 stigum og 16 stoðsendingum og Jamal Crawford kom sterkur inn af bekknum og skoraði 26 stig. Clippers er í fimmta sæti vesturdeildarinnar.Tim Duncan með hamar á DeAndre Jordan: DeAndre Jordan getur líka troðið yfir menn:
NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Sjá meira
Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00