Viðskipti innlent

Tæplega 800 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gjaldþrotum einkahlutafélaga fækkaði um 14 prósent árið 2014 frá fyrra ári.
Gjaldþrotum einkahlutafélaga fækkaði um 14 prósent árið 2014 frá fyrra ári. vísir/vilhelm
Nýskráðum einkahlutafélögum á árinu 2014 fjölgaði um sex prósent samanborið við fyrra ár. Alls voru 2.050 ný félög skráð á árinu. Mest fjölgun nýskráninga var í flokknum sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi, eða sem nemur 33 prósentum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagstofu Íslands.

Þá fækkaði gjaldþrotum einkahlutafélaga um 14 prósent árið 2014 frá fyrra ári. Alls voru 795 fyrirtæki tekin gjaldþrotaskipta á árinu, samanborið við 920 árið áður. Gjaldþrotum í flokknum fasteignaviðskipti hefur fækkað mest, eða um 36 prósent. 


Tengdar fréttir

Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta

Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum.

Ístak Ísland auglýst til sölu

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur auglýst Ístak Ísland ehf., eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, til sölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×