Danskir fjölmiðlar eru grimmari en þeir íslensku 9. mars 2015 11:30 Guðmundur í yfirheyrslu hjá dönsku pressunni. vísir/eva björk Þegar HM í Katar lauk flaug Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Danmerkur, heim til Íslands og tók sér algjört frí frá handbolta. Guðmundur er þekktur vinnuþjarkur og fríið stóð því ekki nema í viku. „Síðan fór ég að greina leikina frá HM. Ég er búinn að horfa margoft á alla leikina okkar. Ég tek þá kerfi fyrir kerfi. Ég er búinn að greina okkar leik í þaula," sagði Guðmundur við Ekstrabladet.Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður með varnarleikinn á mótinu og þá sérstaklega samvinnu Toft-bræðranna fyrir miðri vörninni. „Ég er mjög ánægður hvernig mér gekk að dreifa álaginu á mótinu. Nánast allir spiluðu mikið og það veitti ekki af því það var spilað þétt. Leikmennirnir voru alltaf ferskir," sagði Guðmundur en hélt svo uppi gagnrýni sinni á að hætta með milliriðla og fara beint í útsláttarkeppni.Guðmundur líflegur á HM.vísir/eva björkSjá einnig: HM er eins og bikarkeppni Guðmundur segist hafa gert sér grein fyrir því að pressan yrði mikil á honum í nýju starfi og að hann þyrfti að glíma við meiri pressu frá fjölmiðlum en þegar hann þjálfaði Ísland. „Handbolti er stór íþrótt í Danmörku og því voru margir fjölmiðlar á mótinu. Það eru forréttindi fyrir íþróttina og ég bjóst við mikilli pressu. Það eru vissulega margir sérfræðingar sem vilja tjá sig um allt en það sem máli skiptir er að það sé gert á faglegum nótum," sagði Guðmundur en fannst honum dönsku fjölmiðlarnir ósanngjarnir í hans garð? „Ég hugsa ekki mikið um það. Ég einbeiti mér að minni vinnu. Það er munur á íslensku fjölmiðlunum og þeim dönsku. Dönsku fjölmiðlamennirnir eru grimmari. Það er í fínu lagi. Ég hef gaman af því að ræða málin en stundum fannst mér eins og fjölmiðlarnir væru of neikvæðir. Ég upplifði það sérstaklega eftir leikinn við Þjóðverja."Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Guðmundur breytti út af venjunni fyrir leikinn gegn Íslandi. Þá gaf hann ekki einstaklingsviðtöl heldur mætti bara á blaðamannafund. „Það var mjög sérstakur leikur fyrir mig því ég þjálfaði íslenska liðið í mörg ár. Ég vildi ekki tala of mikið um leikinn og ég gaf íslensku fjölmiðlamönnunum ekki heldur viðtöl. Ég vildi einbeita mér að leiknum." Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Þegar HM í Katar lauk flaug Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Danmerkur, heim til Íslands og tók sér algjört frí frá handbolta. Guðmundur er þekktur vinnuþjarkur og fríið stóð því ekki nema í viku. „Síðan fór ég að greina leikina frá HM. Ég er búinn að horfa margoft á alla leikina okkar. Ég tek þá kerfi fyrir kerfi. Ég er búinn að greina okkar leik í þaula," sagði Guðmundur við Ekstrabladet.Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður með varnarleikinn á mótinu og þá sérstaklega samvinnu Toft-bræðranna fyrir miðri vörninni. „Ég er mjög ánægður hvernig mér gekk að dreifa álaginu á mótinu. Nánast allir spiluðu mikið og það veitti ekki af því það var spilað þétt. Leikmennirnir voru alltaf ferskir," sagði Guðmundur en hélt svo uppi gagnrýni sinni á að hætta með milliriðla og fara beint í útsláttarkeppni.Guðmundur líflegur á HM.vísir/eva björkSjá einnig: HM er eins og bikarkeppni Guðmundur segist hafa gert sér grein fyrir því að pressan yrði mikil á honum í nýju starfi og að hann þyrfti að glíma við meiri pressu frá fjölmiðlum en þegar hann þjálfaði Ísland. „Handbolti er stór íþrótt í Danmörku og því voru margir fjölmiðlar á mótinu. Það eru forréttindi fyrir íþróttina og ég bjóst við mikilli pressu. Það eru vissulega margir sérfræðingar sem vilja tjá sig um allt en það sem máli skiptir er að það sé gert á faglegum nótum," sagði Guðmundur en fannst honum dönsku fjölmiðlarnir ósanngjarnir í hans garð? „Ég hugsa ekki mikið um það. Ég einbeiti mér að minni vinnu. Það er munur á íslensku fjölmiðlunum og þeim dönsku. Dönsku fjölmiðlamennirnir eru grimmari. Það er í fínu lagi. Ég hef gaman af því að ræða málin en stundum fannst mér eins og fjölmiðlarnir væru of neikvæðir. Ég upplifði það sérstaklega eftir leikinn við Þjóðverja."Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Guðmundur breytti út af venjunni fyrir leikinn gegn Íslandi. Þá gaf hann ekki einstaklingsviðtöl heldur mætti bara á blaðamannafund. „Það var mjög sérstakur leikur fyrir mig því ég þjálfaði íslenska liðið í mörg ár. Ég vildi ekki tala of mikið um leikinn og ég gaf íslensku fjölmiðlamönnunum ekki heldur viðtöl. Ég vildi einbeita mér að leiknum."
Handbolti Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira