Danskir fjölmiðlar eru grimmari en þeir íslensku 9. mars 2015 11:30 Guðmundur í yfirheyrslu hjá dönsku pressunni. vísir/eva björk Þegar HM í Katar lauk flaug Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Danmerkur, heim til Íslands og tók sér algjört frí frá handbolta. Guðmundur er þekktur vinnuþjarkur og fríið stóð því ekki nema í viku. „Síðan fór ég að greina leikina frá HM. Ég er búinn að horfa margoft á alla leikina okkar. Ég tek þá kerfi fyrir kerfi. Ég er búinn að greina okkar leik í þaula," sagði Guðmundur við Ekstrabladet.Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður með varnarleikinn á mótinu og þá sérstaklega samvinnu Toft-bræðranna fyrir miðri vörninni. „Ég er mjög ánægður hvernig mér gekk að dreifa álaginu á mótinu. Nánast allir spiluðu mikið og það veitti ekki af því það var spilað þétt. Leikmennirnir voru alltaf ferskir," sagði Guðmundur en hélt svo uppi gagnrýni sinni á að hætta með milliriðla og fara beint í útsláttarkeppni.Guðmundur líflegur á HM.vísir/eva björkSjá einnig: HM er eins og bikarkeppni Guðmundur segist hafa gert sér grein fyrir því að pressan yrði mikil á honum í nýju starfi og að hann þyrfti að glíma við meiri pressu frá fjölmiðlum en þegar hann þjálfaði Ísland. „Handbolti er stór íþrótt í Danmörku og því voru margir fjölmiðlar á mótinu. Það eru forréttindi fyrir íþróttina og ég bjóst við mikilli pressu. Það eru vissulega margir sérfræðingar sem vilja tjá sig um allt en það sem máli skiptir er að það sé gert á faglegum nótum," sagði Guðmundur en fannst honum dönsku fjölmiðlarnir ósanngjarnir í hans garð? „Ég hugsa ekki mikið um það. Ég einbeiti mér að minni vinnu. Það er munur á íslensku fjölmiðlunum og þeim dönsku. Dönsku fjölmiðlamennirnir eru grimmari. Það er í fínu lagi. Ég hef gaman af því að ræða málin en stundum fannst mér eins og fjölmiðlarnir væru of neikvæðir. Ég upplifði það sérstaklega eftir leikinn við Þjóðverja."Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Guðmundur breytti út af venjunni fyrir leikinn gegn Íslandi. Þá gaf hann ekki einstaklingsviðtöl heldur mætti bara á blaðamannafund. „Það var mjög sérstakur leikur fyrir mig því ég þjálfaði íslenska liðið í mörg ár. Ég vildi ekki tala of mikið um leikinn og ég gaf íslensku fjölmiðlamönnunum ekki heldur viðtöl. Ég vildi einbeita mér að leiknum." Handbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Þegar HM í Katar lauk flaug Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Danmerkur, heim til Íslands og tók sér algjört frí frá handbolta. Guðmundur er þekktur vinnuþjarkur og fríið stóð því ekki nema í viku. „Síðan fór ég að greina leikina frá HM. Ég er búinn að horfa margoft á alla leikina okkar. Ég tek þá kerfi fyrir kerfi. Ég er búinn að greina okkar leik í þaula," sagði Guðmundur við Ekstrabladet.Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Guðmundur segist hafa verið mjög ánægður með varnarleikinn á mótinu og þá sérstaklega samvinnu Toft-bræðranna fyrir miðri vörninni. „Ég er mjög ánægður hvernig mér gekk að dreifa álaginu á mótinu. Nánast allir spiluðu mikið og það veitti ekki af því það var spilað þétt. Leikmennirnir voru alltaf ferskir," sagði Guðmundur en hélt svo uppi gagnrýni sinni á að hætta með milliriðla og fara beint í útsláttarkeppni.Guðmundur líflegur á HM.vísir/eva björkSjá einnig: HM er eins og bikarkeppni Guðmundur segist hafa gert sér grein fyrir því að pressan yrði mikil á honum í nýju starfi og að hann þyrfti að glíma við meiri pressu frá fjölmiðlum en þegar hann þjálfaði Ísland. „Handbolti er stór íþrótt í Danmörku og því voru margir fjölmiðlar á mótinu. Það eru forréttindi fyrir íþróttina og ég bjóst við mikilli pressu. Það eru vissulega margir sérfræðingar sem vilja tjá sig um allt en það sem máli skiptir er að það sé gert á faglegum nótum," sagði Guðmundur en fannst honum dönsku fjölmiðlarnir ósanngjarnir í hans garð? „Ég hugsa ekki mikið um það. Ég einbeiti mér að minni vinnu. Það er munur á íslensku fjölmiðlunum og þeim dönsku. Dönsku fjölmiðlamennirnir eru grimmari. Það er í fínu lagi. Ég hef gaman af því að ræða málin en stundum fannst mér eins og fjölmiðlarnir væru of neikvæðir. Ég upplifði það sérstaklega eftir leikinn við Þjóðverja."Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu Guðmundur breytti út af venjunni fyrir leikinn gegn Íslandi. Þá gaf hann ekki einstaklingsviðtöl heldur mætti bara á blaðamannafund. „Það var mjög sérstakur leikur fyrir mig því ég þjálfaði íslenska liðið í mörg ár. Ég vildi ekki tala of mikið um leikinn og ég gaf íslensku fjölmiðlamönnunum ekki heldur viðtöl. Ég vildi einbeita mér að leiknum."
Handbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira