Leikur San Antonio Spurs og Chicago Bulls var sögulegur.
Spurs vann leikinn 116-105 og það án þess að fá alvöru framlag frá Tim Duncan.
Duncan hitti nefnilega ekki einu skoti utan af velli ofan í körfuna og tók hann átta skot á 28 mínútum. Þetta er í fyrsta skipti í 1.310 NBA-leikjum sem Duncan skorar ekki að minnsta kosti einu sinni utan af velli.
Hann setti niður þrjú víti af fjórum, tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum.
Duncan er að verða 39 ára gamall en þrátt fyrir það er hann enn öflugur þó svo hann spili ekki jafn mikið og hann gerði áður.
