Mikilvægt að opinber fyrirtæki virði samkeppnisreglur Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2015 15:50 Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Vísir/Valli Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir mikilvægt að opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppnisréttarins. Enda reyni í vaxandi mæli á tilvik þar sem einkaaðilar eru í samkeppni við hið opinbera. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sorpa bs. hafi gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá var Sorpa dæmd til að greiða 45 milljóna króna sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Töldu opinbert félag ekki ekki undir samkeppnislögum Þar segir að málavextir hafi verið þeir að Sorpa hafði veitt eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs., hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, s.s. sorphirðufyrirtækjum. Þrátt fyrir að fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. „Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga sína í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.“ Þá ákvörðun kærði Sopa Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem staðfesti ákvörðunina. Þá fór Sorpa með málið fyrir dómstóla og byggði meðal annars á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög, þar sem um væri að ræða almannaþjónustu sem sveitarfélögum væri skylt að veita. „Að mati héraðsdóms hafði þetta brot Sorpu raskað möguleikum annarra aðila til að keppa við hið opinbera fyrirtæki. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Sorpu um niðurfellingu eða lækkun sektar. Var í því sambandi meðal annars bent á að brot Sorpu hefðu ekki verið smávægilegt og að fyrirtækið hefði ekki haft gildar ástæður til að telja sig undanþegið samkeppnislögum.“Fagna niðurstöðunni Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu héraðsdóms. „Það verður að teljast með öllu ólíðandi að fyrirtæki í almenningseigu misnoti sér stöðu sína á markaði með þessum hætti“, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Umhverfi í sorphirðu og meðhöndlun úrgangs hefur breyst hratt og æ algengara er að slík starfsemi þrífist í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Mikil samkeppni ríkir á sorphirðumarkaði. Það er því afar mikilvægt að fyrirtæki, sem er í eigu sveitarfélaga og með markaðsráðandi stöðu virði leikreglur samkeppnisréttarins. Slík starfsemi á að sjálfsögðu ekki að vera undanskilin ákvæðum samkeppnislaga.“ Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir mikilvægt að opinber fyrirtæki virði leikreglur samkeppnisréttarins. Enda reyni í vaxandi mæli á tilvik þar sem einkaaðilar eru í samkeppni við hið opinbera. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að Sorpa bs. hafi gerst sek um misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þá var Sorpa dæmd til að greiða 45 milljóna króna sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI.Töldu opinbert félag ekki ekki undir samkeppnislögum Þar segir að málavextir hafi verið þeir að Sorpa hafði veitt eigendum sínum, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Sorpstöð Suðurlands bs., hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, s.s. sorphirðufyrirtækjum. Þrátt fyrir að fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. „Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga sína í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.“ Þá ákvörðun kærði Sopa Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, sem staðfesti ákvörðunina. Þá fór Sorpa með málið fyrir dómstóla og byggði meðal annars á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög, þar sem um væri að ræða almannaþjónustu sem sveitarfélögum væri skylt að veita. „Að mati héraðsdóms hafði þetta brot Sorpu raskað möguleikum annarra aðila til að keppa við hið opinbera fyrirtæki. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Sorpu um niðurfellingu eða lækkun sektar. Var í því sambandi meðal annars bent á að brot Sorpu hefðu ekki verið smávægilegt og að fyrirtækið hefði ekki haft gildar ástæður til að telja sig undanþegið samkeppnislögum.“Fagna niðurstöðunni Samtök iðnaðarins fagna þessari niðurstöðu héraðsdóms. „Það verður að teljast með öllu ólíðandi að fyrirtæki í almenningseigu misnoti sér stöðu sína á markaði með þessum hætti“, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. „Umhverfi í sorphirðu og meðhöndlun úrgangs hefur breyst hratt og æ algengara er að slík starfsemi þrífist í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Mikil samkeppni ríkir á sorphirðumarkaði. Það er því afar mikilvægt að fyrirtæki, sem er í eigu sveitarfélaga og með markaðsráðandi stöðu virði leikreglur samkeppnisréttarins. Slík starfsemi á að sjálfsögðu ekki að vera undanskilin ákvæðum samkeppnislaga.“
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent