Portland reif sig upp gegn Memphis og sýndi karakter með því að gefast ekki upp þó svo liðið væri 3-0 undir í einvígi liðanna.
Milwaukee spriklaði hraustlega gegn Chicago og hleypti því einvígi upp með sigri í Chicago.
Michael Carter-Williams skoraði 22 stig fyrir Milwaukee í leiknum og Khris Middleton var með 21. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Bulls.
Næsti leikur er í Milwaukee og þar geta heimamenn þvingað fram oddaleik.
Úrslit (staðan í einvíginu):
Portland-Memphis 99-92 (1-3)
Brooklyn-Atlanta 120-115 (2-2)
Chicago-Milwaukee 88-94 (3-2)