Tækni Dohop notuð í brautryðjandi þjónustu á Gatwick flugvelli Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 15:38 Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop. Vísir/Stefán Karlsson Ný brautryðjandi þjónusta sem Gatwick flugvöllurinn í London býður nú upp byggir á tækni íslensku flugleitarvélarinnar Dohop. GatwickConnects, sem fór í loftið á föstudaginnn tryggir farþega gegn seinkunum og aflýstum flugum þegar farþegar nýta sér tengiflug í gegnum flugvöllinn. Kostnaður þjónustunnar er 27,5 pund, jafnvirði 5400 íslenskum krónum. Innifalið í henni er nýr flugmiði á áfangastað ef flug fellur niður, fyrir engan aukakostnað, auk matar og hótelherbergis ef þörf er á. Þjónustan nýtir tækni frá Dohop. „Það sem gerir Dohop leitina og leitarniðurstöðurnar einstakar er að við getum fundið „self-connect“ lausnir. Þegar þú leitar að áfangastað þangað sem er ekki beint flug, þá finnum við lausnir þar sem þú getur keypt tvo flugmiða hjá mismunandi flugfélögum til þess að komast á áfangastað á lægra verði. Hins vegar eru þeir ekki tengdir þannig að ef annað flugið er seint þá lendirðu í því að þú þarft að bóka þig sjálfur upp á nýtt í hitt flugið.“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Með GatwickConnects eru miðarnir þó tengdir og farþeginn tryggður áfram. Davíð segir þjónustuna fara vel af stað, fyrsta bókunin var á laugardaginn og hefur þeim farið fjölgandi síðan þá. Flugfélögin sem taka þátt til að byrja með eru WOW Air, Norwegian Air og easyJet. „Mögulegar tengileiðir með þessum flugfélögum eru mörg þúsund, en við erum bara að bjóða upp á 20 til 30 leiðir núna,“ segir Davíð. Hann býst þó fastlega við að fleiri flugfélög munu bætast í þjónustuna og að flugleiðum í boði muni fjölga. Hann bendir á að nú þegar tengja margir Íslendingar sig í gegnum Gatwick með WOW Air til London og svo áfram með easyJet. Nú geta þeir nýtt sér þessa þjónustu. Nýja þjónustan hefur nú þegar hlotið mikla umfjöllun í breskum fjölmiðlum, meðal annars hjá the Telegraph og the Independent. Þar segir meðal annars að með nýju þjónustunni geti farþegar sparað allt að 900 pundum, jafnvirði 177 þúsund króna. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Ný brautryðjandi þjónusta sem Gatwick flugvöllurinn í London býður nú upp byggir á tækni íslensku flugleitarvélarinnar Dohop. GatwickConnects, sem fór í loftið á föstudaginnn tryggir farþega gegn seinkunum og aflýstum flugum þegar farþegar nýta sér tengiflug í gegnum flugvöllinn. Kostnaður þjónustunnar er 27,5 pund, jafnvirði 5400 íslenskum krónum. Innifalið í henni er nýr flugmiði á áfangastað ef flug fellur niður, fyrir engan aukakostnað, auk matar og hótelherbergis ef þörf er á. Þjónustan nýtir tækni frá Dohop. „Það sem gerir Dohop leitina og leitarniðurstöðurnar einstakar er að við getum fundið „self-connect“ lausnir. Þegar þú leitar að áfangastað þangað sem er ekki beint flug, þá finnum við lausnir þar sem þú getur keypt tvo flugmiða hjá mismunandi flugfélögum til þess að komast á áfangastað á lægra verði. Hins vegar eru þeir ekki tengdir þannig að ef annað flugið er seint þá lendirðu í því að þú þarft að bóka þig sjálfur upp á nýtt í hitt flugið.“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Með GatwickConnects eru miðarnir þó tengdir og farþeginn tryggður áfram. Davíð segir þjónustuna fara vel af stað, fyrsta bókunin var á laugardaginn og hefur þeim farið fjölgandi síðan þá. Flugfélögin sem taka þátt til að byrja með eru WOW Air, Norwegian Air og easyJet. „Mögulegar tengileiðir með þessum flugfélögum eru mörg þúsund, en við erum bara að bjóða upp á 20 til 30 leiðir núna,“ segir Davíð. Hann býst þó fastlega við að fleiri flugfélög munu bætast í þjónustuna og að flugleiðum í boði muni fjölga. Hann bendir á að nú þegar tengja margir Íslendingar sig í gegnum Gatwick með WOW Air til London og svo áfram með easyJet. Nú geta þeir nýtt sér þessa þjónustu. Nýja þjónustan hefur nú þegar hlotið mikla umfjöllun í breskum fjölmiðlum, meðal annars hjá the Telegraph og the Independent. Þar segir meðal annars að með nýju þjónustunni geti farþegar sparað allt að 900 pundum, jafnvirði 177 þúsund króna.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira