Tækni Dohop notuð í brautryðjandi þjónustu á Gatwick flugvelli Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 15:38 Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop. Vísir/Stefán Karlsson Ný brautryðjandi þjónusta sem Gatwick flugvöllurinn í London býður nú upp byggir á tækni íslensku flugleitarvélarinnar Dohop. GatwickConnects, sem fór í loftið á föstudaginnn tryggir farþega gegn seinkunum og aflýstum flugum þegar farþegar nýta sér tengiflug í gegnum flugvöllinn. Kostnaður þjónustunnar er 27,5 pund, jafnvirði 5400 íslenskum krónum. Innifalið í henni er nýr flugmiði á áfangastað ef flug fellur niður, fyrir engan aukakostnað, auk matar og hótelherbergis ef þörf er á. Þjónustan nýtir tækni frá Dohop. „Það sem gerir Dohop leitina og leitarniðurstöðurnar einstakar er að við getum fundið „self-connect“ lausnir. Þegar þú leitar að áfangastað þangað sem er ekki beint flug, þá finnum við lausnir þar sem þú getur keypt tvo flugmiða hjá mismunandi flugfélögum til þess að komast á áfangastað á lægra verði. Hins vegar eru þeir ekki tengdir þannig að ef annað flugið er seint þá lendirðu í því að þú þarft að bóka þig sjálfur upp á nýtt í hitt flugið.“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Með GatwickConnects eru miðarnir þó tengdir og farþeginn tryggður áfram. Davíð segir þjónustuna fara vel af stað, fyrsta bókunin var á laugardaginn og hefur þeim farið fjölgandi síðan þá. Flugfélögin sem taka þátt til að byrja með eru WOW Air, Norwegian Air og easyJet. „Mögulegar tengileiðir með þessum flugfélögum eru mörg þúsund, en við erum bara að bjóða upp á 20 til 30 leiðir núna,“ segir Davíð. Hann býst þó fastlega við að fleiri flugfélög munu bætast í þjónustuna og að flugleiðum í boði muni fjölga. Hann bendir á að nú þegar tengja margir Íslendingar sig í gegnum Gatwick með WOW Air til London og svo áfram með easyJet. Nú geta þeir nýtt sér þessa þjónustu. Nýja þjónustan hefur nú þegar hlotið mikla umfjöllun í breskum fjölmiðlum, meðal annars hjá the Telegraph og the Independent. Þar segir meðal annars að með nýju þjónustunni geti farþegar sparað allt að 900 pundum, jafnvirði 177 þúsund króna. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Ný brautryðjandi þjónusta sem Gatwick flugvöllurinn í London býður nú upp byggir á tækni íslensku flugleitarvélarinnar Dohop. GatwickConnects, sem fór í loftið á föstudaginnn tryggir farþega gegn seinkunum og aflýstum flugum þegar farþegar nýta sér tengiflug í gegnum flugvöllinn. Kostnaður þjónustunnar er 27,5 pund, jafnvirði 5400 íslenskum krónum. Innifalið í henni er nýr flugmiði á áfangastað ef flug fellur niður, fyrir engan aukakostnað, auk matar og hótelherbergis ef þörf er á. Þjónustan nýtir tækni frá Dohop. „Það sem gerir Dohop leitina og leitarniðurstöðurnar einstakar er að við getum fundið „self-connect“ lausnir. Þegar þú leitar að áfangastað þangað sem er ekki beint flug, þá finnum við lausnir þar sem þú getur keypt tvo flugmiða hjá mismunandi flugfélögum til þess að komast á áfangastað á lægra verði. Hins vegar eru þeir ekki tengdir þannig að ef annað flugið er seint þá lendirðu í því að þú þarft að bóka þig sjálfur upp á nýtt í hitt flugið.“ segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Með GatwickConnects eru miðarnir þó tengdir og farþeginn tryggður áfram. Davíð segir þjónustuna fara vel af stað, fyrsta bókunin var á laugardaginn og hefur þeim farið fjölgandi síðan þá. Flugfélögin sem taka þátt til að byrja með eru WOW Air, Norwegian Air og easyJet. „Mögulegar tengileiðir með þessum flugfélögum eru mörg þúsund, en við erum bara að bjóða upp á 20 til 30 leiðir núna,“ segir Davíð. Hann býst þó fastlega við að fleiri flugfélög munu bætast í þjónustuna og að flugleiðum í boði muni fjölga. Hann bendir á að nú þegar tengja margir Íslendingar sig í gegnum Gatwick með WOW Air til London og svo áfram með easyJet. Nú geta þeir nýtt sér þessa þjónustu. Nýja þjónustan hefur nú þegar hlotið mikla umfjöllun í breskum fjölmiðlum, meðal annars hjá the Telegraph og the Independent. Þar segir meðal annars að með nýju þjónustunni geti farþegar sparað allt að 900 pundum, jafnvirði 177 þúsund króna.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira