Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Tíu milljarðar í auglýsingar

Eigendur auglýsingastofa segja að fáar atvinnugreinar séu eins háðar væntingum og hagsveiflum og þeirra. Markaðurinn er að breytast mikið. Tölur Birtingahússins benda til að sjónvarpið haldi sínum hlut í birtingum. Að minnsta kosti tíu milljörðum er varið í birtingu auglýsinga á ári.

Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám.

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ekkert liggja á að selja. Hann vill að bankinn verði leiðandi í því að bjóða Íslendingum betri kjör.

Georg Andersen framkvæmdastjóri Inkasso er í svipmyndinni.

Þá eru Stjórnarmaðurinn og Skjóðan á sínum stað. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×