Búast við tíu milljörðum til hluthafa ingvar haraldsson skrifar 18. febrúar 2015 12:44 Þrjú stærstu félögin í Kauphöll Íslands, Icelandair, Össur og Marel, hafa þegar birt uppgjör fyrir árið 2014. Uppgjör Össurar og Marels voru ágæt að mati greiningardeildarinnar en afkomuspá Icelandair var töluvert lakari en margir markaðsaðilar höfðu væntingar. vísir/gva Búist er við því að 10 milljarðar íslenskra króna falli hluthöfum hlutafélaga í Kauphöll Íslands í skaut á næstunni í gegnum arðgreiðslur og gegnum kaup fyrirtækjanna á eigin bréfum á þessu ári. Þetta kemur fram í greiningu greiningardeildar Íslandsbanka. Greiningardeildin telur auknar arðgreiðslur félaga vera merki um hversu ólíkur hlutabréfamarkaðurinn sé í dag miðað við árin fyrir hrun. „Félög eru ekki í útrás eða að vaxa með öðrum hætti og koma því í auknum mæli fjármunum áfram til hluthafa.“Þrír stærstu leggja til talsverðan arð Þrjú stærstu félögin í Kauphöll Íslands, Icelandair, Össur og Marel, hafa þegar birt uppgjör fyrir árið 2014. Uppgjör Össurar og Marels voru ágæt að mati greiningardeildarinnar en afkomuspá Icelandair var töluvert lakari en margir markaðsaðilar höfðu væntingar. Þær væntingar voru hugsanlega óraunhæfar vegna gengis evrunnar og mikillar samkeppni á flugmarkaði samkvæmt greiningunni.Hagar munu birta uppgjör sitt í maí.vísir/valliFélögin þrjú hafa öll lagt til talsverðar arðgreiðslur á þessu ári. „Stjórn Icelandair, Össur og Marel hafa þegar birt tillögu að arðgreiðslu en ákvörðunarvald er í höndum hluthafafundar. Stjórn Össurar leggur til 0,12 danskra krónu greiðslu á hlut eða sem svarar 14% hagnaðar. Stjórn Icelandair leggur til að samtals verði greiddir 2,5 milljarðar króna í arð eða 0,5 krónur á hlut. Stjórn Marel leggur til að greiddar verði 0,48 evrur á hlut eða samtals 3,5 milljónir evra í arð. Gróft áætlað eru þessi félög því samtals að greiða um 4 milljarða króna í arð,“ segir í greiningunni. Von á frekari arðgreiðslum á næstunni Þá er einnig búist við því að þau fjölmörgu fyrirtæki sem muni birta uppgjör á næstu tveimur vikum greiði hluthöfum myndarlegan arð. „Reginn greiðir þó væntanlega ekki arð enda félagið enn að stækka og Vodafone heldur væntanlega frekar áfram að koma fjármunum áfram til hluthafa með hóflegum endurkaupum eigin bréfa. Flestir hafa væntingar um myndarlegar arðgreiðslur frá tryggingarfélögunum enda boðar arðgreiðslustefna þeirra útgreiðslu bróður hluta hagnaðar. Þá gaf tilkynning með síðasta uppgjöri Haga til kynna að félagið hygðist breyta að einhverju marki stefnu sinni hvað varðaði ráðstöfun fjármuna og er því möguleiki á að þeir muni í auknum mæli ráðstafa þeim til hluthafa.“ Hagar birta þó ekki sitt uppgjör fyrr en í maí. Þá er gert ráð fyrir að þrjú félög verði skráð á árinu, Reitir, Eik og Skipti sem er móðurfélag Símans. „Leiða má líkur að því Reitir stækki ekki mikið meira og verði því arðgreiðslufélag, líklegra er að Eik vilji stækka en slíkur vöxtur myndi væntanlega tefja arðgreiðslur. Erfiðara er að segja til með Skipti án þess að þekkja fjárfestingarþörf en félagið stækkar þó varla og því líkur á að einhverjum fjármunum verði komið til hluthafa,“ segir í greiningu Íslandsbanka Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Búist er við því að 10 milljarðar íslenskra króna falli hluthöfum hlutafélaga í Kauphöll Íslands í skaut á næstunni í gegnum arðgreiðslur og gegnum kaup fyrirtækjanna á eigin bréfum á þessu ári. Þetta kemur fram í greiningu greiningardeildar Íslandsbanka. Greiningardeildin telur auknar arðgreiðslur félaga vera merki um hversu ólíkur hlutabréfamarkaðurinn sé í dag miðað við árin fyrir hrun. „Félög eru ekki í útrás eða að vaxa með öðrum hætti og koma því í auknum mæli fjármunum áfram til hluthafa.“Þrír stærstu leggja til talsverðan arð Þrjú stærstu félögin í Kauphöll Íslands, Icelandair, Össur og Marel, hafa þegar birt uppgjör fyrir árið 2014. Uppgjör Össurar og Marels voru ágæt að mati greiningardeildarinnar en afkomuspá Icelandair var töluvert lakari en margir markaðsaðilar höfðu væntingar. Þær væntingar voru hugsanlega óraunhæfar vegna gengis evrunnar og mikillar samkeppni á flugmarkaði samkvæmt greiningunni.Hagar munu birta uppgjör sitt í maí.vísir/valliFélögin þrjú hafa öll lagt til talsverðar arðgreiðslur á þessu ári. „Stjórn Icelandair, Össur og Marel hafa þegar birt tillögu að arðgreiðslu en ákvörðunarvald er í höndum hluthafafundar. Stjórn Össurar leggur til 0,12 danskra krónu greiðslu á hlut eða sem svarar 14% hagnaðar. Stjórn Icelandair leggur til að samtals verði greiddir 2,5 milljarðar króna í arð eða 0,5 krónur á hlut. Stjórn Marel leggur til að greiddar verði 0,48 evrur á hlut eða samtals 3,5 milljónir evra í arð. Gróft áætlað eru þessi félög því samtals að greiða um 4 milljarða króna í arð,“ segir í greiningunni. Von á frekari arðgreiðslum á næstunni Þá er einnig búist við því að þau fjölmörgu fyrirtæki sem muni birta uppgjör á næstu tveimur vikum greiði hluthöfum myndarlegan arð. „Reginn greiðir þó væntanlega ekki arð enda félagið enn að stækka og Vodafone heldur væntanlega frekar áfram að koma fjármunum áfram til hluthafa með hóflegum endurkaupum eigin bréfa. Flestir hafa væntingar um myndarlegar arðgreiðslur frá tryggingarfélögunum enda boðar arðgreiðslustefna þeirra útgreiðslu bróður hluta hagnaðar. Þá gaf tilkynning með síðasta uppgjöri Haga til kynna að félagið hygðist breyta að einhverju marki stefnu sinni hvað varðaði ráðstöfun fjármuna og er því möguleiki á að þeir muni í auknum mæli ráðstafa þeim til hluthafa.“ Hagar birta þó ekki sitt uppgjör fyrr en í maí. Þá er gert ráð fyrir að þrjú félög verði skráð á árinu, Reitir, Eik og Skipti sem er móðurfélag Símans. „Leiða má líkur að því Reitir stækki ekki mikið meira og verði því arðgreiðslufélag, líklegra er að Eik vilji stækka en slíkur vöxtur myndi væntanlega tefja arðgreiðslur. Erfiðara er að segja til með Skipti án þess að þekkja fjárfestingarþörf en félagið stækkar þó varla og því líkur á að einhverjum fjármunum verði komið til hluthafa,“ segir í greiningu Íslandsbanka
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent