Viðskipti innlent

Vodafone og Nova fá að reka sameiginlegt dreifikerfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nova og Vodafone eru á meðal stærstu fjarskiptafyrirtækjanna.
Nova og Vodafone eru á meðal stærstu fjarskiptafyrirtækjanna. vísir
Vodafone og Nova er heimilt að stofna samrekstrarfélag um rekstur á dreifikerfi félaganna. Samkeppniseftirlitið samþykkti í dag beiðni Vodafone og Nova um veitingu undanþágu frá samkeppnislögum vegna þessa.

Engin breyting yrði á samkeppni félaganna á fjarskiptamarkaði, þar sem samreksturinn myndi einungis varða sameiginlegt eignarhald dreifikerfisins.

Póst- og fjarskiptastofnun hafði áður veitt Vodafone og Nova heimild til að samnýta tíðniheimildir félaganna fyrir veitingu 2G, 3G og 4G þjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×