Alcoa hafnar ásökunum um að koma sér undan skattgreiðslum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. febrúar 2015 20:36 Alcoa Fjarðaál. Vísir/Valli Talsmaður Alcoa hafnar því að fyrirtækið reyni að koma sér undan því að greiða skatta á Íslandi. Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði í Kastljósi í gær að gervilán sem tekin væru í þeim tilgangi að komast hjá tekjuskattsgreiðslum og vísaði hún þar til gríðarhárra vaxtagreiðslna sem farið hafa frá Alcoa til systurfélags í Lúxemborg vegna skulda. Í athugasemd við frétt Vísis frá því í gærkvöldi um ummæli Evu Joly segir Dagmar Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að Alcoa greiði árlega um 1,5 milljarð króna í skatta og opinber gjöld. Þá sé fjárfestingasamningur fyrirtækisins við stjórnvöld skýr hvað varðar heimild til lántöku frá móðurfélaginu skýr.Sjá einnig: Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum „Því fer fjarri að fyrirtækið sé að reyna að koma sér undan því að greiða skatta,“ segir hún í athugasemd sinni. „Það að fyrirtækið greiði ekki enn sem komið er tekjuskatt er hluti af eðlilegu ferli og orsakast af gríðarstórri fjárfestingu.“ Dagmar segir að frá upphafi hafi verið ljóst að fjármagna þyrfti þá dýru framkvæmd sem bygging Fjarðaáls var og að heimild Alcoa á Íslandi til lántöku frá móðurfélagi sínu hafi verið skýr í fjárfestingasamningi sem félagið gerði við íslensk stjórnvöld árið 2003. „Samningurinn var samþykktur á Alþingi og ekkert ófyrirséð hefur gerst við framkvæmd hans eða fjármögnun á Íslandi. Alcoa hefur virt samninginn í einu og öllu,“ segir hún. Fyrir liggur að Fjarðaál hefur ekki greitt tekjuskatt hér á landi síðan 2003 vegna mikillar skuldsetningar félagsins. „Með batnandi afkomu mun fyrirtækið væntanlega skipa sér ofarlega á lista tekjuskattsgreiðenda á Íslandi þegar fram líða stundir, að auki við það mikla framlag sem kemur frá fyrirtækinu nú þegar eftir aðeins fárra ára starfsemi,“ segir Dagmar. Tengdar fréttir Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum "Það er bannað að nota fölsuð lán til þess að komast hjá skatti,“ segir Eva Joly. 17. febrúar 2015 20:44 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Talsmaður Alcoa hafnar því að fyrirtækið reyni að koma sér undan því að greiða skatta á Íslandi. Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði í Kastljósi í gær að gervilán sem tekin væru í þeim tilgangi að komast hjá tekjuskattsgreiðslum og vísaði hún þar til gríðarhárra vaxtagreiðslna sem farið hafa frá Alcoa til systurfélags í Lúxemborg vegna skulda. Í athugasemd við frétt Vísis frá því í gærkvöldi um ummæli Evu Joly segir Dagmar Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að Alcoa greiði árlega um 1,5 milljarð króna í skatta og opinber gjöld. Þá sé fjárfestingasamningur fyrirtækisins við stjórnvöld skýr hvað varðar heimild til lántöku frá móðurfélaginu skýr.Sjá einnig: Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum „Því fer fjarri að fyrirtækið sé að reyna að koma sér undan því að greiða skatta,“ segir hún í athugasemd sinni. „Það að fyrirtækið greiði ekki enn sem komið er tekjuskatt er hluti af eðlilegu ferli og orsakast af gríðarstórri fjárfestingu.“ Dagmar segir að frá upphafi hafi verið ljóst að fjármagna þyrfti þá dýru framkvæmd sem bygging Fjarðaáls var og að heimild Alcoa á Íslandi til lántöku frá móðurfélagi sínu hafi verið skýr í fjárfestingasamningi sem félagið gerði við íslensk stjórnvöld árið 2003. „Samningurinn var samþykktur á Alþingi og ekkert ófyrirséð hefur gerst við framkvæmd hans eða fjármögnun á Íslandi. Alcoa hefur virt samninginn í einu og öllu,“ segir hún. Fyrir liggur að Fjarðaál hefur ekki greitt tekjuskatt hér á landi síðan 2003 vegna mikillar skuldsetningar félagsins. „Með batnandi afkomu mun fyrirtækið væntanlega skipa sér ofarlega á lista tekjuskattsgreiðenda á Íslandi þegar fram líða stundir, að auki við það mikla framlag sem kemur frá fyrirtækinu nú þegar eftir aðeins fárra ára starfsemi,“ segir Dagmar.
Tengdar fréttir Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum "Það er bannað að nota fölsuð lán til þess að komast hjá skatti,“ segir Eva Joly. 17. febrúar 2015 20:44 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum "Það er bannað að nota fölsuð lán til þess að komast hjá skatti,“ segir Eva Joly. 17. febrúar 2015 20:44