Alcoa hafnar ásökunum um að koma sér undan skattgreiðslum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. febrúar 2015 20:36 Alcoa Fjarðaál. Vísir/Valli Talsmaður Alcoa hafnar því að fyrirtækið reyni að koma sér undan því að greiða skatta á Íslandi. Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði í Kastljósi í gær að gervilán sem tekin væru í þeim tilgangi að komast hjá tekjuskattsgreiðslum og vísaði hún þar til gríðarhárra vaxtagreiðslna sem farið hafa frá Alcoa til systurfélags í Lúxemborg vegna skulda. Í athugasemd við frétt Vísis frá því í gærkvöldi um ummæli Evu Joly segir Dagmar Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að Alcoa greiði árlega um 1,5 milljarð króna í skatta og opinber gjöld. Þá sé fjárfestingasamningur fyrirtækisins við stjórnvöld skýr hvað varðar heimild til lántöku frá móðurfélaginu skýr.Sjá einnig: Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum „Því fer fjarri að fyrirtækið sé að reyna að koma sér undan því að greiða skatta,“ segir hún í athugasemd sinni. „Það að fyrirtækið greiði ekki enn sem komið er tekjuskatt er hluti af eðlilegu ferli og orsakast af gríðarstórri fjárfestingu.“ Dagmar segir að frá upphafi hafi verið ljóst að fjármagna þyrfti þá dýru framkvæmd sem bygging Fjarðaáls var og að heimild Alcoa á Íslandi til lántöku frá móðurfélagi sínu hafi verið skýr í fjárfestingasamningi sem félagið gerði við íslensk stjórnvöld árið 2003. „Samningurinn var samþykktur á Alþingi og ekkert ófyrirséð hefur gerst við framkvæmd hans eða fjármögnun á Íslandi. Alcoa hefur virt samninginn í einu og öllu,“ segir hún. Fyrir liggur að Fjarðaál hefur ekki greitt tekjuskatt hér á landi síðan 2003 vegna mikillar skuldsetningar félagsins. „Með batnandi afkomu mun fyrirtækið væntanlega skipa sér ofarlega á lista tekjuskattsgreiðenda á Íslandi þegar fram líða stundir, að auki við það mikla framlag sem kemur frá fyrirtækinu nú þegar eftir aðeins fárra ára starfsemi,“ segir Dagmar. Tengdar fréttir Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum "Það er bannað að nota fölsuð lán til þess að komast hjá skatti,“ segir Eva Joly. 17. febrúar 2015 20:44 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Talsmaður Alcoa hafnar því að fyrirtækið reyni að koma sér undan því að greiða skatta á Íslandi. Eva Joly, þingmaður á Evrópuþinginu, sagði í Kastljósi í gær að gervilán sem tekin væru í þeim tilgangi að komast hjá tekjuskattsgreiðslum og vísaði hún þar til gríðarhárra vaxtagreiðslna sem farið hafa frá Alcoa til systurfélags í Lúxemborg vegna skulda. Í athugasemd við frétt Vísis frá því í gærkvöldi um ummæli Evu Joly segir Dagmar Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að Alcoa greiði árlega um 1,5 milljarð króna í skatta og opinber gjöld. Þá sé fjárfestingasamningur fyrirtækisins við stjórnvöld skýr hvað varðar heimild til lántöku frá móðurfélaginu skýr.Sjá einnig: Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum „Því fer fjarri að fyrirtækið sé að reyna að koma sér undan því að greiða skatta,“ segir hún í athugasemd sinni. „Það að fyrirtækið greiði ekki enn sem komið er tekjuskatt er hluti af eðlilegu ferli og orsakast af gríðarstórri fjárfestingu.“ Dagmar segir að frá upphafi hafi verið ljóst að fjármagna þyrfti þá dýru framkvæmd sem bygging Fjarðaáls var og að heimild Alcoa á Íslandi til lántöku frá móðurfélagi sínu hafi verið skýr í fjárfestingasamningi sem félagið gerði við íslensk stjórnvöld árið 2003. „Samningurinn var samþykktur á Alþingi og ekkert ófyrirséð hefur gerst við framkvæmd hans eða fjármögnun á Íslandi. Alcoa hefur virt samninginn í einu og öllu,“ segir hún. Fyrir liggur að Fjarðaál hefur ekki greitt tekjuskatt hér á landi síðan 2003 vegna mikillar skuldsetningar félagsins. „Með batnandi afkomu mun fyrirtækið væntanlega skipa sér ofarlega á lista tekjuskattsgreiðenda á Íslandi þegar fram líða stundir, að auki við það mikla framlag sem kemur frá fyrirtækinu nú þegar eftir aðeins fárra ára starfsemi,“ segir Dagmar.
Tengdar fréttir Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum "Það er bannað að nota fölsuð lán til þess að komast hjá skatti,“ segir Eva Joly. 17. febrúar 2015 20:44 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Eva Joly segir Alcoa ekki mega nota glufu í skattalögum "Það er bannað að nota fölsuð lán til þess að komast hjá skatti,“ segir Eva Joly. 17. febrúar 2015 20:44