Kevin Durant fór mikinn er Oklahoma City vann Utah, 104-98, í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt.
Durant hafði reyndar hægt um sig framan af leik en skoraði 29 af 31 stigi sínu í síðari hálfleik er Oklahoma náði að þvinga fram framlengingu eftir að hafa lent mest sextán stigum undir í leiknum.
Russell Westbrook, sem var með 25 stig, ellefu fráköst og fimm stoðsendingar í leiknum, gaf svo tóninn snemma í framlenginguni og Oklahoma City kláraði leikinn.
Gordon Hayward skoraði fyrstu og einu körfu Utan í framlengingunni þegar 8,6 sekúndur voru eftir af leiknum.
Dwayne Wade var hetja Miami sem vann nauman sigur á Memphis, 100-97. Hann kom sínu liði yfir þegar 22 sekúndur voru eftir en það var í fyrsta sinn í leiknum sem Miami náði forystunni.
Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Miami, sem hafði tapað þremur leikjum í röð. Miami lenti einnig mest sextán stigum undir í sínum leik.
Jeff Green skoraði 26 stig fyrir Memphis sem skoraði ekki stig síðustu tvær og hálfa mínútu leiksins.
Úrslit næturinnar:
Phoenix - Minnesota 108-101
Miami - Memphis 100-97
Toronto - Philadelphia 96-76
Oklahoma City - Utah 104-98
Oklahoma City vann í framlengingu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn




Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn
