Meira selt af skóm en fötum fyrir jólin Sæunn Gísladóttir skrifar 14. desember 2015 10:52 Fataverslun minnkaði um 3,1 prósent í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Í upphafa jólaverslunar í nóvember minnkaði fataverslun um 3,1 prósent í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Skóverslun jókst hins vegar um 9,3 prósent, þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Upphaf jólaverslunnar skiptist í tvö horn eftir tegundum. Á meðan aðeins 0,4% nafnaukning varð í veltu dagvöruverslana frá sama mánuði í fyrra, jókst sala á minni raftækjum um 39,5% og 19,8% aukning varð á sölu stórra raftækja. Sú nýjung hjá mörgum íslenskum verslunum að bjóða vörur á tilboðsverði á Svörtum föstudegi (Black Friday) í lok nóvember virðist hafa skilað mismikilli veltuaukningu eftir tegundum verslana. Á meðan heimilistæki og húsbúnaður seldist í miklum mæli var ekki sama ris í sölu á nauðsynjum eins og matvöru og fatnaði. Fataverslun minnkaði um 3,1% í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Verð á fötum var 3,1% lægra en fyrir ári síðan samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar og jókst velta fataverslana því um 0,3 að raunvirði. Þannig virðist ljóst að aðgerðir ýmissa fataverslana, sem fólust í verðlækkun á fötum til að hvetja til aukinna kaupa, hafi ekki skilað sér í heildina tekið. Skýringuna má e.t.v. leita í auknum kaupum á fötum frá útlöndum, ýmist í gegnum netverslanir eða í ferðum landsmanna til útlanda. Þó landsmenn hafi verið tregir til fatakaupa í upphafi jólaverslunarinnar verður hið sama ekki sagt um skóverslun, sem jókst í nóvember um 9,3% að nafnvirði. Verð á skóm hækkaði lítillega nóvember. Uppgangur hefur verið í byggingarvöruverslun að undanförnu: Í nóvember var veltan 10,1% meiri að nafnvirði en í nóvember í fyrra. Ef velta í byggingavöru síðustu sex mánaða er borin saman við veltu á sama tímabil í fyrra sést að hún hefur aukist um 8,6% að nafnvirði í ár og 10,1% að raunvirði. Að baki þessari aukningu eru bæði nýbyggingar og endurnýjun á eldra húsnæði. Athygli vekur að sala farsíma í síðasta mánuði dróst saman um 1,4% frá í nóvember í fyrra. Þetta þýðir samt ekki að landsmenn séu hættir að endurnýja snjalltæki sín - öðru nær. Ástæða minni sölu nú en í fyrra er sú að í samanburðarmánuðinum í fyrra varð sprenging í sölu farsíma. Í þeim mánuði jókst salan um 141% frá árinu þar á undan. Ef sala á snjallsímum síðustu sex mánaða er borin saman við sömu sex mánuði í fyrra sést að veltan í ár hefur aukist um 30,9% að nafnvirði og 35,6% að raunvirði á þessu tímabili. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Í upphafa jólaverslunar í nóvember minnkaði fataverslun um 3,1 prósent í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Skóverslun jókst hins vegar um 9,3 prósent, þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Upphaf jólaverslunnar skiptist í tvö horn eftir tegundum. Á meðan aðeins 0,4% nafnaukning varð í veltu dagvöruverslana frá sama mánuði í fyrra, jókst sala á minni raftækjum um 39,5% og 19,8% aukning varð á sölu stórra raftækja. Sú nýjung hjá mörgum íslenskum verslunum að bjóða vörur á tilboðsverði á Svörtum föstudegi (Black Friday) í lok nóvember virðist hafa skilað mismikilli veltuaukningu eftir tegundum verslana. Á meðan heimilistæki og húsbúnaður seldist í miklum mæli var ekki sama ris í sölu á nauðsynjum eins og matvöru og fatnaði. Fataverslun minnkaði um 3,1% í nóvember í samanburði við sama mánuð í fyrra að nafnvirði. Verð á fötum var 3,1% lægra en fyrir ári síðan samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar og jókst velta fataverslana því um 0,3 að raunvirði. Þannig virðist ljóst að aðgerðir ýmissa fataverslana, sem fólust í verðlækkun á fötum til að hvetja til aukinna kaupa, hafi ekki skilað sér í heildina tekið. Skýringuna má e.t.v. leita í auknum kaupum á fötum frá útlöndum, ýmist í gegnum netverslanir eða í ferðum landsmanna til útlanda. Þó landsmenn hafi verið tregir til fatakaupa í upphafi jólaverslunarinnar verður hið sama ekki sagt um skóverslun, sem jókst í nóvember um 9,3% að nafnvirði. Verð á skóm hækkaði lítillega nóvember. Uppgangur hefur verið í byggingarvöruverslun að undanförnu: Í nóvember var veltan 10,1% meiri að nafnvirði en í nóvember í fyrra. Ef velta í byggingavöru síðustu sex mánaða er borin saman við veltu á sama tímabil í fyrra sést að hún hefur aukist um 8,6% að nafnvirði í ár og 10,1% að raunvirði. Að baki þessari aukningu eru bæði nýbyggingar og endurnýjun á eldra húsnæði. Athygli vekur að sala farsíma í síðasta mánuði dróst saman um 1,4% frá í nóvember í fyrra. Þetta þýðir samt ekki að landsmenn séu hættir að endurnýja snjalltæki sín - öðru nær. Ástæða minni sölu nú en í fyrra er sú að í samanburðarmánuðinum í fyrra varð sprenging í sölu farsíma. Í þeim mánuði jókst salan um 141% frá árinu þar á undan. Ef sala á snjallsímum síðustu sex mánaða er borin saman við sömu sex mánuði í fyrra sést að veltan í ár hefur aukist um 30,9% að nafnvirði og 35,6% að raunvirði á þessu tímabili.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira