Zymetech hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands ingvar haraldsson skrifar 9. apríl 2015 11:46 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra afhenti Ágústu Guðmundsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands og rannsóknastjóra Zymetech, verðlaunin á Grand hótel í morgun. Líftæknifyrirtækið Zymetech hlaut í morgun Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2015. Zymetech er íslenskt líftæknifyrirtæki sem vinnur að rannsóknum, þróun, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf. Zymetech nýtir meltingarensím úr Norður-Atlantshafsþorski og hefur tekist að skapa verðmæta viðbótarafurð úr hráefni sem í gegnum tíðina hefur að langmestu leyti verið fargað. Í tilkynningu segir að með þessu hefur fyrirtækið þróað afurð sem margfaldar virði þorsksins. Zymetech framleiðir margs konar húð- og snyrtivörur sem seldar eru undir ýmsum vörumerkjum samstarfsaðila fyrirtækisins, auk Pensim áburðarins sem er sennilega þekktasta vara þeirra hér á landi. Fyrirtækið vinnur nú að þróun lækningavara til meðhöndlunar á sértækum húðkvillum á borð við bólgur, útbrot, sprungna húð og til sáragræðinga. Nýjasta afurð Zymetech er lækningavaran PreCold, munnúði til varnar kvefi. Klínískar rannsóknir eru sagðar benda til þess að fækka megi veikindadögum af völdum kvefs um allt að helming ef munnúðinn er notaður reglulega meðan einkenni kvefsins vara eða sem fyrirbyggjandi. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Líftæknifyrirtækið Zymetech hlaut í morgun Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2015. Zymetech er íslenskt líftæknifyrirtæki sem vinnur að rannsóknum, þróun, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf. Zymetech nýtir meltingarensím úr Norður-Atlantshafsþorski og hefur tekist að skapa verðmæta viðbótarafurð úr hráefni sem í gegnum tíðina hefur að langmestu leyti verið fargað. Í tilkynningu segir að með þessu hefur fyrirtækið þróað afurð sem margfaldar virði þorsksins. Zymetech framleiðir margs konar húð- og snyrtivörur sem seldar eru undir ýmsum vörumerkjum samstarfsaðila fyrirtækisins, auk Pensim áburðarins sem er sennilega þekktasta vara þeirra hér á landi. Fyrirtækið vinnur nú að þróun lækningavara til meðhöndlunar á sértækum húðkvillum á borð við bólgur, útbrot, sprungna húð og til sáragræðinga. Nýjasta afurð Zymetech er lækningavaran PreCold, munnúði til varnar kvefi. Klínískar rannsóknir eru sagðar benda til þess að fækka megi veikindadögum af völdum kvefs um allt að helming ef munnúðinn er notaður reglulega meðan einkenni kvefsins vara eða sem fyrirbyggjandi. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira