Getur Ísland orðið seðlalaust land? ingvar haraldsson skrifar 9. apríl 2015 10:43 Sigurbjörg segir mikilvægt að varaleið verði til staðar ef kerfishrun verður í myntlausu landi. Mikla kosti hefði í för með sér að gera Ísland að seðla- og myntlausu landi að mati Sigurbjargar Benediktsdóttur viðskiptafræðings sem nýlega skrifað lokaritgerð við Háskólann á Akureyri sem bar nafnið „Ísland seðlalaust land.“ „Það myndi sporna gríðarlega gegn svartri atvinnustarfsemi sem hefði mikinn ávinning í för með sér,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg segir aðgerðina tæknilega framkvæmanlega. „Ísland gæti orðið seðlalaust land upp að vissu marki, við virðumst stefna í þá átt og tæknilega er það líklega framkvæmanlegt. Með tilkomu snjallsíma er t.d. hægt að sinna ýmsum viðskiptum þar sem ekki hentar að nota greiðslukort, eins og að borga í stöðumæla og strætó með símanum og notkunarmöguleikarnir alltaf að aukast,“segir Sigurbjörg. Andstaða almennings helsta fyrirstaðan Sigurbjörg segir að tilraunir hafi verið gerðar með seðlalaus væði í Noregi á árunum 1995 til 1998. Það hafi hins vegar ekki gengið sem skyldi. „Vankantarnir voru tæknilegs eðlis og óþolinmæði notenda í kjölfar þess en tækninni hefur farið töluvert fram síðan þá,“ segir hún. Hún segir þó að afstaða samfélagsins séu það sem helst komi í veg fyrir að af þessum áformum verði. „Helsta fyrirstaðan er líklega sú að almenningur og samfélagið er ekki tilbúið í að stíga skrefið til fulls. Í lokaritgerðinni minni gerði ég meðal annars könnun hjá almenningi og kom þar fram að almenningur er ekki tilbúin að sleppa því alveg að nota reiðufé, vill hafa möguleikann en notar samt greiðslukort mikið meira við greiðslu á vörum og þjónustu,“ segir Sigurbjörg og bætir við að Seðlabankinn hafi einnig lagalega skyldu til þess að viðhalda seðlum og mynt í landinu.Yngstu kynslóðirnar gætu stigið skrefið til fulls Sigurbjörg bendir þó á að yngstu kynslóðir Íslendinga þekki ekkert annað en heim snjallsíma og tölvutækni. Þær gætu orðið lykillinn að því að gera Ísland að seðlalausu landi. „Þannig nást líka út huglægar hindranir eins og að fólki finnist betra að höndla með reiðufé og tilfinningin að maður eyði minna ef maður sé að nota pening frekar en kort,“ segir Sigurbjörg. Ef stíga eigi skrefið til fulls þurfi einnig að vera tryggt að greiðslukerfið virki áfram hrynji tölvu- eða bankakerfi. „Það þyrfti að baktryggja varaleið ef rafræni heimurinn skyldi klikka, þá er ég að tala um tölvukerfið og allt sem að því fylgir. Það væri hægt með útgáfu rafeyris sem Seðlabankanum er heimilt,“ segir hún. Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Mikla kosti hefði í för með sér að gera Ísland að seðla- og myntlausu landi að mati Sigurbjargar Benediktsdóttur viðskiptafræðings sem nýlega skrifað lokaritgerð við Háskólann á Akureyri sem bar nafnið „Ísland seðlalaust land.“ „Það myndi sporna gríðarlega gegn svartri atvinnustarfsemi sem hefði mikinn ávinning í för með sér,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg segir aðgerðina tæknilega framkvæmanlega. „Ísland gæti orðið seðlalaust land upp að vissu marki, við virðumst stefna í þá átt og tæknilega er það líklega framkvæmanlegt. Með tilkomu snjallsíma er t.d. hægt að sinna ýmsum viðskiptum þar sem ekki hentar að nota greiðslukort, eins og að borga í stöðumæla og strætó með símanum og notkunarmöguleikarnir alltaf að aukast,“segir Sigurbjörg. Andstaða almennings helsta fyrirstaðan Sigurbjörg segir að tilraunir hafi verið gerðar með seðlalaus væði í Noregi á árunum 1995 til 1998. Það hafi hins vegar ekki gengið sem skyldi. „Vankantarnir voru tæknilegs eðlis og óþolinmæði notenda í kjölfar þess en tækninni hefur farið töluvert fram síðan þá,“ segir hún. Hún segir þó að afstaða samfélagsins séu það sem helst komi í veg fyrir að af þessum áformum verði. „Helsta fyrirstaðan er líklega sú að almenningur og samfélagið er ekki tilbúið í að stíga skrefið til fulls. Í lokaritgerðinni minni gerði ég meðal annars könnun hjá almenningi og kom þar fram að almenningur er ekki tilbúin að sleppa því alveg að nota reiðufé, vill hafa möguleikann en notar samt greiðslukort mikið meira við greiðslu á vörum og þjónustu,“ segir Sigurbjörg og bætir við að Seðlabankinn hafi einnig lagalega skyldu til þess að viðhalda seðlum og mynt í landinu.Yngstu kynslóðirnar gætu stigið skrefið til fulls Sigurbjörg bendir þó á að yngstu kynslóðir Íslendinga þekki ekkert annað en heim snjallsíma og tölvutækni. Þær gætu orðið lykillinn að því að gera Ísland að seðlalausu landi. „Þannig nást líka út huglægar hindranir eins og að fólki finnist betra að höndla með reiðufé og tilfinningin að maður eyði minna ef maður sé að nota pening frekar en kort,“ segir Sigurbjörg. Ef stíga eigi skrefið til fulls þurfi einnig að vera tryggt að greiðslukerfið virki áfram hrynji tölvu- eða bankakerfi. „Það þyrfti að baktryggja varaleið ef rafræni heimurinn skyldi klikka, þá er ég að tala um tölvukerfið og allt sem að því fylgir. Það væri hægt með útgáfu rafeyris sem Seðlabankanum er heimilt,“ segir hún.
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun