Getur Ísland orðið seðlalaust land? ingvar haraldsson skrifar 9. apríl 2015 10:43 Sigurbjörg segir mikilvægt að varaleið verði til staðar ef kerfishrun verður í myntlausu landi. Mikla kosti hefði í för með sér að gera Ísland að seðla- og myntlausu landi að mati Sigurbjargar Benediktsdóttur viðskiptafræðings sem nýlega skrifað lokaritgerð við Háskólann á Akureyri sem bar nafnið „Ísland seðlalaust land.“ „Það myndi sporna gríðarlega gegn svartri atvinnustarfsemi sem hefði mikinn ávinning í för með sér,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg segir aðgerðina tæknilega framkvæmanlega. „Ísland gæti orðið seðlalaust land upp að vissu marki, við virðumst stefna í þá átt og tæknilega er það líklega framkvæmanlegt. Með tilkomu snjallsíma er t.d. hægt að sinna ýmsum viðskiptum þar sem ekki hentar að nota greiðslukort, eins og að borga í stöðumæla og strætó með símanum og notkunarmöguleikarnir alltaf að aukast,“segir Sigurbjörg. Andstaða almennings helsta fyrirstaðan Sigurbjörg segir að tilraunir hafi verið gerðar með seðlalaus væði í Noregi á árunum 1995 til 1998. Það hafi hins vegar ekki gengið sem skyldi. „Vankantarnir voru tæknilegs eðlis og óþolinmæði notenda í kjölfar þess en tækninni hefur farið töluvert fram síðan þá,“ segir hún. Hún segir þó að afstaða samfélagsins séu það sem helst komi í veg fyrir að af þessum áformum verði. „Helsta fyrirstaðan er líklega sú að almenningur og samfélagið er ekki tilbúið í að stíga skrefið til fulls. Í lokaritgerðinni minni gerði ég meðal annars könnun hjá almenningi og kom þar fram að almenningur er ekki tilbúin að sleppa því alveg að nota reiðufé, vill hafa möguleikann en notar samt greiðslukort mikið meira við greiðslu á vörum og þjónustu,“ segir Sigurbjörg og bætir við að Seðlabankinn hafi einnig lagalega skyldu til þess að viðhalda seðlum og mynt í landinu.Yngstu kynslóðirnar gætu stigið skrefið til fulls Sigurbjörg bendir þó á að yngstu kynslóðir Íslendinga þekki ekkert annað en heim snjallsíma og tölvutækni. Þær gætu orðið lykillinn að því að gera Ísland að seðlalausu landi. „Þannig nást líka út huglægar hindranir eins og að fólki finnist betra að höndla með reiðufé og tilfinningin að maður eyði minna ef maður sé að nota pening frekar en kort,“ segir Sigurbjörg. Ef stíga eigi skrefið til fulls þurfi einnig að vera tryggt að greiðslukerfið virki áfram hrynji tölvu- eða bankakerfi. „Það þyrfti að baktryggja varaleið ef rafræni heimurinn skyldi klikka, þá er ég að tala um tölvukerfið og allt sem að því fylgir. Það væri hægt með útgáfu rafeyris sem Seðlabankanum er heimilt,“ segir hún. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Mikla kosti hefði í för með sér að gera Ísland að seðla- og myntlausu landi að mati Sigurbjargar Benediktsdóttur viðskiptafræðings sem nýlega skrifað lokaritgerð við Háskólann á Akureyri sem bar nafnið „Ísland seðlalaust land.“ „Það myndi sporna gríðarlega gegn svartri atvinnustarfsemi sem hefði mikinn ávinning í för með sér,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg segir aðgerðina tæknilega framkvæmanlega. „Ísland gæti orðið seðlalaust land upp að vissu marki, við virðumst stefna í þá átt og tæknilega er það líklega framkvæmanlegt. Með tilkomu snjallsíma er t.d. hægt að sinna ýmsum viðskiptum þar sem ekki hentar að nota greiðslukort, eins og að borga í stöðumæla og strætó með símanum og notkunarmöguleikarnir alltaf að aukast,“segir Sigurbjörg. Andstaða almennings helsta fyrirstaðan Sigurbjörg segir að tilraunir hafi verið gerðar með seðlalaus væði í Noregi á árunum 1995 til 1998. Það hafi hins vegar ekki gengið sem skyldi. „Vankantarnir voru tæknilegs eðlis og óþolinmæði notenda í kjölfar þess en tækninni hefur farið töluvert fram síðan þá,“ segir hún. Hún segir þó að afstaða samfélagsins séu það sem helst komi í veg fyrir að af þessum áformum verði. „Helsta fyrirstaðan er líklega sú að almenningur og samfélagið er ekki tilbúið í að stíga skrefið til fulls. Í lokaritgerðinni minni gerði ég meðal annars könnun hjá almenningi og kom þar fram að almenningur er ekki tilbúin að sleppa því alveg að nota reiðufé, vill hafa möguleikann en notar samt greiðslukort mikið meira við greiðslu á vörum og þjónustu,“ segir Sigurbjörg og bætir við að Seðlabankinn hafi einnig lagalega skyldu til þess að viðhalda seðlum og mynt í landinu.Yngstu kynslóðirnar gætu stigið skrefið til fulls Sigurbjörg bendir þó á að yngstu kynslóðir Íslendinga þekki ekkert annað en heim snjallsíma og tölvutækni. Þær gætu orðið lykillinn að því að gera Ísland að seðlalausu landi. „Þannig nást líka út huglægar hindranir eins og að fólki finnist betra að höndla með reiðufé og tilfinningin að maður eyði minna ef maður sé að nota pening frekar en kort,“ segir Sigurbjörg. Ef stíga eigi skrefið til fulls þurfi einnig að vera tryggt að greiðslukerfið virki áfram hrynji tölvu- eða bankakerfi. „Það þyrfti að baktryggja varaleið ef rafræni heimurinn skyldi klikka, þá er ég að tala um tölvukerfið og allt sem að því fylgir. Það væri hægt með útgáfu rafeyris sem Seðlabankanum er heimilt,“ segir hún.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira