Héraðsdómur samþykkir nauðasamning Glitnis ingvar haraldsson skrifar 8. desember 2015 11:27 Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson kynntu nauðsamningsfrumvarp Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. vísir/anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt nauðasamningsfrumvarp Glitnis. Frá þessu er greint á heimasíðu Glitnis en nauðasamningsfrumvarpið var tekið fyrir í Héraðsdómi síðasta föstudag. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis segir að næst verði nauðasamningsfrumvarpið tekið fyrir í Bandaríkjunum þann 15. desember því slitameðferðin sé viðurkennd þar í landi. Í kjölfarið þurfi svo endanlegt samþykki Seðlabanka Íslands á undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft. Í kjölfarið verði hægt að greiða kröfuhöfum út í samræmi við nauðasamninginn. Gangi allt að óskum sé gæti það orðið fyrir áramót.Viðstaddir fylgdust með af athygli í Héraðsdómi á föstudaginn.vísir/antonGreiða um 520 milljarða út strax Reiknað er með að fyrsta greiðslan nemi um 520 milljörðum króna og verði greidd út í evrum, dollurum, pundum og norskum krónum. Þá mun Glitnir greiða jafnvirði 223 milljarða króna í stöðugleikaframlag til ríkisins en þar er stærsta eignin 95 prósenta hlutur í Íslandsbanka. Heildareignir Glitnis nema tæplega þúsund milljörðum króna. Samkvæmt nauðasamningsfrumvarpinu er gert ráð fyrir að kröfuhafar fái ríflega 30 prósent upp í kröfur umfram 3,5 milljónir króna en allar kröfur að þeirri upphæð verða greiddar út að fullu. Þá mun Glitnir gefa út skuldabréf, sem og hlutabréf, í nýju eignaumsýslufélagi til kröfuhafa Glitnis. Á næsta ári er svo stefnt að því að greiða 110 milljarða af skuldabréfinu og svo áfram næstu árin. Endanlegar upphæðirnar ráðast af því hversu vel gengur að ávaxta eignir Glitnis sem eftir standa að loknum nauðasamningum. Nauðsamningsfrumvarp Kaupþings var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og nauðsamningsfrumvarp Landsbankans verður tekið fyrir þann 15. desember. Tengdar fréttir Kröfuhafar allra banka búnir að samþykkja nauðasamninga Kröfuhafar Kaupþings hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. 24. nóvember 2015 16:40 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt nauðasamningsfrumvarp Glitnis. Frá þessu er greint á heimasíðu Glitnis en nauðasamningsfrumvarpið var tekið fyrir í Héraðsdómi síðasta föstudag. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis segir að næst verði nauðasamningsfrumvarpið tekið fyrir í Bandaríkjunum þann 15. desember því slitameðferðin sé viðurkennd þar í landi. Í kjölfarið þurfi svo endanlegt samþykki Seðlabanka Íslands á undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft. Í kjölfarið verði hægt að greiða kröfuhöfum út í samræmi við nauðasamninginn. Gangi allt að óskum sé gæti það orðið fyrir áramót.Viðstaddir fylgdust með af athygli í Héraðsdómi á föstudaginn.vísir/antonGreiða um 520 milljarða út strax Reiknað er með að fyrsta greiðslan nemi um 520 milljörðum króna og verði greidd út í evrum, dollurum, pundum og norskum krónum. Þá mun Glitnir greiða jafnvirði 223 milljarða króna í stöðugleikaframlag til ríkisins en þar er stærsta eignin 95 prósenta hlutur í Íslandsbanka. Heildareignir Glitnis nema tæplega þúsund milljörðum króna. Samkvæmt nauðasamningsfrumvarpinu er gert ráð fyrir að kröfuhafar fái ríflega 30 prósent upp í kröfur umfram 3,5 milljónir króna en allar kröfur að þeirri upphæð verða greiddar út að fullu. Þá mun Glitnir gefa út skuldabréf, sem og hlutabréf, í nýju eignaumsýslufélagi til kröfuhafa Glitnis. Á næsta ári er svo stefnt að því að greiða 110 milljarða af skuldabréfinu og svo áfram næstu árin. Endanlegar upphæðirnar ráðast af því hversu vel gengur að ávaxta eignir Glitnis sem eftir standa að loknum nauðasamningum. Nauðsamningsfrumvarp Kaupþings var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og nauðsamningsfrumvarp Landsbankans verður tekið fyrir þann 15. desember.
Tengdar fréttir Kröfuhafar allra banka búnir að samþykkja nauðasamninga Kröfuhafar Kaupþings hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. 24. nóvember 2015 16:40 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Sjá meira
Kröfuhafar allra banka búnir að samþykkja nauðasamninga Kröfuhafar Kaupþings hafa samþykkt frumvarp að nauðasamningi slitabúsins. 24. nóvember 2015 16:40