Viðskipti innlent

Gullleitarfyrirtæki gjaldþrota

Sæunn Gísladóttir skrifar
North Atlantic Mining Associates hugðist hefja gullvinnslu í Þormóðsdal.
North Atlantic Mining Associates hugðist hefja gullvinnslu í Þormóðsdal. Vísir/Getty
Skiptum er lokið á félaginu North Atlantic Mining Associates, sem úrskurðað var gjaldþrota þann 20. febrúar 2014. Kröfur í búið námu 65,3 milljónum króna, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag. Engar eignir fundist í búinu og var því skiptum lokið 30. nóvember 2015, að því er segir í Lögbirtingarblaðinu.

Félagið ætlaði að hefja gullvinnslu í Þormóðsdal. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson var framkvæmdastjóri félagsins hér á landi. Vísir greindi frá því í sumar að annað fyrirtæki sem hann er í forsvari fyrir hafi sótt um leyfi til gullleitar á Íslandi.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×