Ísavía segir Samkeppniseftirlitið á villigötum Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2015 13:50 Talsmaður Ísavía segir Samkeppniseftirlitið beina tilmælum sínum um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til rangra aðila. Félagið úthluti ekki afgreiðslutímunum og sé ekki heimilt samkvæmt dómsúrskurðum að breyta þeim. Samkeppniseftirlitið hefur birt nýjan úrskurð vegna afgreiðslutíma flugfélaga á háannatímum Keflavíkurflugvallar á morgnana og síðdegis. En WOW Air kvartaði til eftirlitsins þar sem það taldi Ísavía hygla Icelandair við úthlutun tímanna. Samkeppniseftirlitið beinir því til innanríkisráðherra og Samgöngustofu að grípa til aðgerða vegna samkeppnishindrana sem tengist úthlutun afgreiðslutímanna. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Ísavía segir fjölda afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli ákvarðaða út frá afkastagetu flugvallarins. Úthlutunin fari fram eftir samræmdum EES reglum sem innleiddar hafi verið hér á landi í samræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins. Samkvæmt reglunum sé úthlutunin á höndum sjálfstæðs samræmingarstjóra í Evrópu sem hafi úthlutað afgreiðslutímum í samræmi við þær reglur sem um úthlutun afgreiðslutíma gilda. Yfirvöld eða flugvallarrekendur viðkomandi landa megi ekki hafa afskipti af ákvörðunum hans varðandi úthlutunina og megi ekki breyta þeim úthlutunarreglum. Guðni segir Ísavía því ekki hafa brotið neinar reglur. „Það hefur einmitt verið úrskurðað um það af áfrýjunarnefnd samkeppnismála, héraðsdómi EFTA dómstólnum og Hæstarétti á öllum stigum þessa máls að það hafi verið farið eftir settum reglum við úthlutun afgreiðslutíma,“ segir Guðni. Það sé mjög skýrt kveðið á um það í úrskurði Samkeppniseftirlitsins að farið sé eftir þessum reglum. „En ef Samkeppniseftirlitið hefur eitthvað við þessar reglur að athuga ætti það að beina því til Evrópusambandsins þaðan sem þessar reglur koma. Til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Það ætti frekar að beina þessum tilmælum til þeirra heldur en þeirra sem fara eftir reglunum,“ segir Guðni Sigurðsson. Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira
Talsmaður Ísavía segir Samkeppniseftirlitið beina tilmælum sínum um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli til rangra aðila. Félagið úthluti ekki afgreiðslutímunum og sé ekki heimilt samkvæmt dómsúrskurðum að breyta þeim. Samkeppniseftirlitið hefur birt nýjan úrskurð vegna afgreiðslutíma flugfélaga á háannatímum Keflavíkurflugvallar á morgnana og síðdegis. En WOW Air kvartaði til eftirlitsins þar sem það taldi Ísavía hygla Icelandair við úthlutun tímanna. Samkeppniseftirlitið beinir því til innanríkisráðherra og Samgöngustofu að grípa til aðgerða vegna samkeppnishindrana sem tengist úthlutun afgreiðslutímanna. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Ísavía segir fjölda afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli ákvarðaða út frá afkastagetu flugvallarins. Úthlutunin fari fram eftir samræmdum EES reglum sem innleiddar hafi verið hér á landi í samræmi við skuldbindingar íslenska ríkisins. Samkvæmt reglunum sé úthlutunin á höndum sjálfstæðs samræmingarstjóra í Evrópu sem hafi úthlutað afgreiðslutímum í samræmi við þær reglur sem um úthlutun afgreiðslutíma gilda. Yfirvöld eða flugvallarrekendur viðkomandi landa megi ekki hafa afskipti af ákvörðunum hans varðandi úthlutunina og megi ekki breyta þeim úthlutunarreglum. Guðni segir Ísavía því ekki hafa brotið neinar reglur. „Það hefur einmitt verið úrskurðað um það af áfrýjunarnefnd samkeppnismála, héraðsdómi EFTA dómstólnum og Hæstarétti á öllum stigum þessa máls að það hafi verið farið eftir settum reglum við úthlutun afgreiðslutíma,“ segir Guðni. Það sé mjög skýrt kveðið á um það í úrskurði Samkeppniseftirlitsins að farið sé eftir þessum reglum. „En ef Samkeppniseftirlitið hefur eitthvað við þessar reglur að athuga ætti það að beina því til Evrópusambandsins þaðan sem þessar reglur koma. Til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Það ætti frekar að beina þessum tilmælum til þeirra heldur en þeirra sem fara eftir reglunum,“ segir Guðni Sigurðsson.
Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira