Staðan svipuð og í Þýskalandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Það er niðurstaða Greiningardeildar Arion banka að séu íslensku bankarnir bornir saman við banka af svipaðri stærð, þá sé vaxtamunurinn svipaður hér og í Þýskalandi, Hollandi, Bretlandi og Kanada en mun minni en í Bandaríkjunum. Vaxtamunur á Íslandi er sá sami og vaxtamunur í Þýskalandi, Bretlandi og Kanada séu bornir saman bankar af svipaðri stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar Greiningardeildar Arion banka á vaxtamun. Þar kemur fram að vaxtamunur íslenskra útlánastofnana, eða hlutfall hreinna vaxtatekna af heildareignum, er 2,3 prósent. Í rannsókn Greiningardeildarinnar var skoðað úrtak 135 banka sem eru á lista The Banker yfir 1.000 stærstu banka heims. Skoðaðir voru bankar sem voru nálægt íslensku bönkunum í stærð, með efnahagsreikninga á bilinu 450-2.300 milljarða króna. Umræðan um mikinn vaxtamun íslensku bankanna hefur verið áberandi á síðustu árum. Hann kom síðast til tals eftir að bankarnir birtu ársreikninga fyrir árið 2014 og þar áður í janúar, þegar hagfræðingur VR benti á í fjölmiðlum að vaxtamunurinn hefði aukist þegar vextir Seðlabanka Íslands voru lækkaðir í nóvember.Höskuldur ÓlafssonEf vaxtamunurinn er borinn saman við stærstu banka á Norðurlöndunum er hann sláandi. Þannig kemur til dæmis fram í kynningu Íslandsbanka á afkomu síðasta árs að vaxtamunur bankans hafi verið 3,0 prósent, en hjá SEB 1,0 prósent, hjá Swedbank var hann 1,3 prósent, hjá Danske Bank 0,7 prósent og hjá Nordea var hann 0,9 prósent. Vaxtamunurinn hjá Íbúðalánasjóði er 0,3 prósent. Hjá Landsbankanum er hann 2,4 prósent samkvæmt ársreikningi fyrir 2014 og hjá Arion er hann 2,8 prósent. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, segir óraunhæft að bera saman vaxtamun íslensku bankanna við þessa áðurnefndu banka á Norðurlöndunum. Stóru bankarnir á Norðurlöndunum eru allir á lista yfir 100 stærstu banka í Evrópu en íslensku bankarnir komast ekki á þann lista. Í úrtaki því sem Greiningardeild Arion styðst við í rannsókninni eru fjórir íslenskir bankar, Arion, Íslandsbanki, Landsbankinn og Íbúðalánasjóður, bornir saman við banka á Norðurlöndunum, í Evrópu og Bandaríkjunum sem eru af svipaðri stærð. Í samanburði við önnur Norðurlönd sést að vaxtamunur er mestur á Íslandi eða um 2,3 prósent. Hann er næstmestur í Danmörku eða um tvö prósent en minnstur í Finnlandi, eða 1,1 prósent. Að sama skapi er eiginfjárhlutfall íslensku bankanna hærra, vanskil eru meiri og hlutfall áhættuveginna eigna er hærra. Sé vaxtamunurinn borinn saman við vaxtamun í öðrum löndum sést að hann er 2,3, prósent í Þýskalandi og 2,2 prósent í Hollandi. Vaxtamunurinn er öllu minni í Portúgal eða 1,4 prósent og 1,2 prósent í Belgíu. Á Spáni er hann 0,8 prósent. Samkvæmt niðurstöðum Greiningardeildarinnar er vaxtamunur í Bretlandi 2,3 prósent, í Kanada er hann 2,2 prósent og í Bandaríkjunum 3,1 prósent. Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Vaxtamunur á Íslandi er sá sami og vaxtamunur í Þýskalandi, Bretlandi og Kanada séu bornir saman bankar af svipaðri stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar Greiningardeildar Arion banka á vaxtamun. Þar kemur fram að vaxtamunur íslenskra útlánastofnana, eða hlutfall hreinna vaxtatekna af heildareignum, er 2,3 prósent. Í rannsókn Greiningardeildarinnar var skoðað úrtak 135 banka sem eru á lista The Banker yfir 1.000 stærstu banka heims. Skoðaðir voru bankar sem voru nálægt íslensku bönkunum í stærð, með efnahagsreikninga á bilinu 450-2.300 milljarða króna. Umræðan um mikinn vaxtamun íslensku bankanna hefur verið áberandi á síðustu árum. Hann kom síðast til tals eftir að bankarnir birtu ársreikninga fyrir árið 2014 og þar áður í janúar, þegar hagfræðingur VR benti á í fjölmiðlum að vaxtamunurinn hefði aukist þegar vextir Seðlabanka Íslands voru lækkaðir í nóvember.Höskuldur ÓlafssonEf vaxtamunurinn er borinn saman við stærstu banka á Norðurlöndunum er hann sláandi. Þannig kemur til dæmis fram í kynningu Íslandsbanka á afkomu síðasta árs að vaxtamunur bankans hafi verið 3,0 prósent, en hjá SEB 1,0 prósent, hjá Swedbank var hann 1,3 prósent, hjá Danske Bank 0,7 prósent og hjá Nordea var hann 0,9 prósent. Vaxtamunurinn hjá Íbúðalánasjóði er 0,3 prósent. Hjá Landsbankanum er hann 2,4 prósent samkvæmt ársreikningi fyrir 2014 og hjá Arion er hann 2,8 prósent. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion, segir óraunhæft að bera saman vaxtamun íslensku bankanna við þessa áðurnefndu banka á Norðurlöndunum. Stóru bankarnir á Norðurlöndunum eru allir á lista yfir 100 stærstu banka í Evrópu en íslensku bankarnir komast ekki á þann lista. Í úrtaki því sem Greiningardeild Arion styðst við í rannsókninni eru fjórir íslenskir bankar, Arion, Íslandsbanki, Landsbankinn og Íbúðalánasjóður, bornir saman við banka á Norðurlöndunum, í Evrópu og Bandaríkjunum sem eru af svipaðri stærð. Í samanburði við önnur Norðurlönd sést að vaxtamunur er mestur á Íslandi eða um 2,3 prósent. Hann er næstmestur í Danmörku eða um tvö prósent en minnstur í Finnlandi, eða 1,1 prósent. Að sama skapi er eiginfjárhlutfall íslensku bankanna hærra, vanskil eru meiri og hlutfall áhættuveginna eigna er hærra. Sé vaxtamunurinn borinn saman við vaxtamun í öðrum löndum sést að hann er 2,3, prósent í Þýskalandi og 2,2 prósent í Hollandi. Vaxtamunurinn er öllu minni í Portúgal eða 1,4 prósent og 1,2 prósent í Belgíu. Á Spáni er hann 0,8 prósent. Samkvæmt niðurstöðum Greiningardeildarinnar er vaxtamunur í Bretlandi 2,3 prósent, í Kanada er hann 2,2 prósent og í Bandaríkjunum 3,1 prósent.
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira