Starfaði á skipum í eitt og hálft ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2015 12:00 Erla lærði ferðamálafræði eftir stúdentspróf og vann líka með Ingólfi Guðbrandssyni.f réttablaðið/gva Erla Ósk Ásgeirsdóttir var á dögunum ráðin forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela. Hún segir í samtali við Markaðinn að 22 hótel heyri undir Icelandair hótelin. Það eru Hilton Reykjavík Nordica, níu Icelandair hótel og tólf Edduhótel. Að auki reka Icelandair hótel fimm veitingastaði. Erla segir að starfið sé gríðarlega spennandi, en krefjandi á sama tíma. „Hjá okkur starfa 550 manns sem eru fastráðnir,“ segir Erla Ósk en aðrir starfsmenn séu mun fleiri og svo bætast við 200 manns á hverju sumri. Erla segir að það verði opnuð tvö ný hótel á næsta ári, í miðborg Reykjavíkur. Annað hótelið verður á Hjartareitnum og hitt þar sem Rammagerðin er. „Svo erum við líka að stækka Marína,“ segir hún. Þessi breyting hafi áhrif á hennar starf því það þurfi að ráða fleira starfsfólk. Aðspurð segist Erla telja að það gæti orðið á annað hundrað manns sem yrðu ráðnir, en þó sé erfitt að fullyrða um nákvæma tölu á þessari stundu. Erla bendir á að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað árlega um 20 prósent síðustu þrjú árin og gert sé ráð fyrir yfir 20 prósent fjölgun í ár. „Það sem er krefjandi fyrir okkur er að fjöldi fagmenntaðra hefur ekki haldið í við þennan vöxt,“ segir Erla og bætir við að Icelandair sé í raun stærsti einstaki vinnustaðurinn þegar kemur að starfsnámi á þessu sviði. „Við erum með 71 nema; matreiðslunema, framreiðslunema og bakaranema,“ segir Erla og bætir við að 2/3 af námi þeirra fari fram á hótelunum. Erla Ósk á að baki fjölbreyttan starfsferil, meðal annars úr ferðamennsku. Hún tók alþjóðlegt nám í ferðamálafræðum í Ferðamálaskóla Íslands eftir stúdentspróf. Þá vann hún sem leiðsögumaður hjá Ingólfi heitnum Guðbrandssyni ferðamálafrömuði. Erla bjó líka á skipum í eitt og hálft ár. „Ég vann á tveimur mismunandi skemmtiferðaskipum. Sem eru fljótandi fimm stjörnu hótel í raun og veru,“ segir hún. Það sem hafi verið einstakt við þetta hafi verið það að fólk keypti sér íbúð um borð. „Það átti eina íbúð í New York og aðra íbúð í London og svo eina í skipinu,“ segir Erla Ósk. Þar vann hún sem þerna á báðum skipunum á árunum 2000-2002. Erla hefur líka búið í „Mekka kommúnismans“ í Kína. Á þeim tíma var hún í starfsnámi í sendiráðinu. „Það er eina opinbera starfið sem ég hef unnið,“ segir hún. Fyrir utan vinnuna segist Erla Ósk hafa mestan áhuga á körfubolta. „Ég fer á leiki bæði í kvenna- og karlakörfunni. Ég spilaði sjálf í ellefu ár og nærist á þessu,“ segir Erla Ósk og bætir því við að uppáhaldsleikmaðurinn hennar sé Hildur Sigurðardóttir. Erla á einn dreng, sem er fjögurra ára gamall og heitir Baltasar Máni. „Hann er hress og skemmtilegur drengur. Og svo býr lítill köttur hjá okkur sem heitir Funi,“ segir Erla Ósk. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Erla Ósk Ásgeirsdóttir var á dögunum ráðin forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs Icelandair hótela. Hún segir í samtali við Markaðinn að 22 hótel heyri undir Icelandair hótelin. Það eru Hilton Reykjavík Nordica, níu Icelandair hótel og tólf Edduhótel. Að auki reka Icelandair hótel fimm veitingastaði. Erla segir að starfið sé gríðarlega spennandi, en krefjandi á sama tíma. „Hjá okkur starfa 550 manns sem eru fastráðnir,“ segir Erla Ósk en aðrir starfsmenn séu mun fleiri og svo bætast við 200 manns á hverju sumri. Erla segir að það verði opnuð tvö ný hótel á næsta ári, í miðborg Reykjavíkur. Annað hótelið verður á Hjartareitnum og hitt þar sem Rammagerðin er. „Svo erum við líka að stækka Marína,“ segir hún. Þessi breyting hafi áhrif á hennar starf því það þurfi að ráða fleira starfsfólk. Aðspurð segist Erla telja að það gæti orðið á annað hundrað manns sem yrðu ráðnir, en þó sé erfitt að fullyrða um nákvæma tölu á þessari stundu. Erla bendir á að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað árlega um 20 prósent síðustu þrjú árin og gert sé ráð fyrir yfir 20 prósent fjölgun í ár. „Það sem er krefjandi fyrir okkur er að fjöldi fagmenntaðra hefur ekki haldið í við þennan vöxt,“ segir Erla og bætir við að Icelandair sé í raun stærsti einstaki vinnustaðurinn þegar kemur að starfsnámi á þessu sviði. „Við erum með 71 nema; matreiðslunema, framreiðslunema og bakaranema,“ segir Erla og bætir við að 2/3 af námi þeirra fari fram á hótelunum. Erla Ósk á að baki fjölbreyttan starfsferil, meðal annars úr ferðamennsku. Hún tók alþjóðlegt nám í ferðamálafræðum í Ferðamálaskóla Íslands eftir stúdentspróf. Þá vann hún sem leiðsögumaður hjá Ingólfi heitnum Guðbrandssyni ferðamálafrömuði. Erla bjó líka á skipum í eitt og hálft ár. „Ég vann á tveimur mismunandi skemmtiferðaskipum. Sem eru fljótandi fimm stjörnu hótel í raun og veru,“ segir hún. Það sem hafi verið einstakt við þetta hafi verið það að fólk keypti sér íbúð um borð. „Það átti eina íbúð í New York og aðra íbúð í London og svo eina í skipinu,“ segir Erla Ósk. Þar vann hún sem þerna á báðum skipunum á árunum 2000-2002. Erla hefur líka búið í „Mekka kommúnismans“ í Kína. Á þeim tíma var hún í starfsnámi í sendiráðinu. „Það er eina opinbera starfið sem ég hef unnið,“ segir hún. Fyrir utan vinnuna segist Erla Ósk hafa mestan áhuga á körfubolta. „Ég fer á leiki bæði í kvenna- og karlakörfunni. Ég spilaði sjálf í ellefu ár og nærist á þessu,“ segir Erla Ósk og bætir því við að uppáhaldsleikmaðurinn hennar sé Hildur Sigurðardóttir. Erla á einn dreng, sem er fjögurra ára gamall og heitir Baltasar Máni. „Hann er hress og skemmtilegur drengur. Og svo býr lítill köttur hjá okkur sem heitir Funi,“ segir Erla Ósk.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira