Selur gleraugu á fimmtán mínútum Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2015 08:00 Optical Studio er fyrsta verslunin sem tekur til starfa í flugstöðinni. Endurbætur halda áfram. Fyrsta áfanga við endurnýjun á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er lokið. Þar hafa þegar verið opnaðir tveir veitingastaðir og ein verslun. Það er gleraugnaverslunin Optical Studio. Verslunin hefur starfað í flugstöðinni allt frá árinu 1998, eða í 17 ár. Verslunin hefur þá sérstöðu að bjóða upp á sjónmælingar sem framkvæmdar eru af löggiltum sjóntækjafræðingum og styrkleikagleraugu afgreidd á innan við fimmtán mínútum. Kjartan Kristjánsson, eigandi verslunarinnar, segist telja að það sé einstakt að boðið sé upp á slíka þjónustu í alþjóðlegri flugstöð og það eigi sér enga fyrirmynd. Auk þess að reka Optical Studio í flugstöðinni rekur Kjartan verslun í Smáralind og hefur einnig rekið verslun í Keflavík í 32 ár. Hann segist hafa rennt dálítið blint í sjóinn þegar hann ákvað að hefja reksturinn í flugstöðinni fyrir sautján árum. „Það lá náttúrlega ekki fyrir hvernig viðskiptavinurinn myndi bregðast við í flugstöð þar sem verslunarumhverfið er allt öðruvísi en utan svæðisins. Ég setti þá upp þetta konsept sem snerist þá um það að útbúa styrkleikagleraugu, sérsmíðuð gleraugu, á aðeins fimmtán mínútum. Það var fjárfest í fullkomnustu vélum svo þetta væri mögulegt. Það tók dálítinn tíma að fá fólk til að trúa því sem við lögðum fram og buðum upp á,“ segir Kjartan. „Útlendingarnir þurfa að heyra það tvisvar eða þrisvar og trúa því varla að við séum að útbúa styrkleikagleraugu á innan við fimmtán mínútum. Því fólk er ekki vant þessu,“ segir hann. Viðskiptavinurinn sé vanur því fyrirkomulagi að koma og skoða, koma svo aftur og panta og koma svo kannski í þriðja sinn að sækja vöruna. Lausnin í Optical Studio byggist hins vegar á einni heimsókn á fríhafnarsvæðið, gleraugun, linsurnar eða sólgleraugun fara með viðskiptavininum í flugið og ferðalagið. „En auðvitað skal það tekið fram að fólk var fljótt að átta sig á því að það gat heimsótt okkar verslanir í bænum og undirbúið val á vörunni þar. Og það eru auðvitað margir sem gera það,“ segir Kjartan. Kjartan segir að til þess að geta boðið upp á gleraugnaþjónustu af þessu tagi hnökralaust í umhverfi sem oft er hlaðið eftirvæntingu og spennu þeirra sem um svæðið fara þurfi hann að hafa vel þjálfað starfsfólk sem kann sitt fag vel. Þar eigi hann láni að fagna. „Einnig verð ég að hafa tvöfaldan vélakost, því ef ein vélin bilar eða eitthvað kemur upp á þá þarf að hafa aðra til taks,“ segir Kjartan. Hann sé líka með mikla lagerumsetningu af styrkleikagleraugum til að geta þjónustað fólk með ólíkar þarfir, til dæmis ef einhver kemur með sjaldgæfa sjónskekkju eða annað slíkt. „Þetta hef ég náð að þróa á löngum tíma,“ segir Kjartan. Kjartan segir að enn séu það aðallega Íslendingar sem kaupi gleraugu í versluninni en útlendingum fari þó fjölgandi. „Útlendingar, þar vil ég nefna Asíubúa, eru að flykkjast til okkar. Þeir kaupa merkjavöruna en svo hafa Skandínavar áttað sig á því hvað það er miklu hagstæðara fyrir þá að versla við okkur heldur en í heimalandi sínu,“ segir Kjartan. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Fyrsta áfanga við endurnýjun á verslunar- og veitingasvæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er lokið. Þar hafa þegar verið opnaðir tveir veitingastaðir og ein verslun. Það er gleraugnaverslunin Optical Studio. Verslunin hefur starfað í flugstöðinni allt frá árinu 1998, eða í 17 ár. Verslunin hefur þá sérstöðu að bjóða upp á sjónmælingar sem framkvæmdar eru af löggiltum sjóntækjafræðingum og styrkleikagleraugu afgreidd á innan við fimmtán mínútum. Kjartan Kristjánsson, eigandi verslunarinnar, segist telja að það sé einstakt að boðið sé upp á slíka þjónustu í alþjóðlegri flugstöð og það eigi sér enga fyrirmynd. Auk þess að reka Optical Studio í flugstöðinni rekur Kjartan verslun í Smáralind og hefur einnig rekið verslun í Keflavík í 32 ár. Hann segist hafa rennt dálítið blint í sjóinn þegar hann ákvað að hefja reksturinn í flugstöðinni fyrir sautján árum. „Það lá náttúrlega ekki fyrir hvernig viðskiptavinurinn myndi bregðast við í flugstöð þar sem verslunarumhverfið er allt öðruvísi en utan svæðisins. Ég setti þá upp þetta konsept sem snerist þá um það að útbúa styrkleikagleraugu, sérsmíðuð gleraugu, á aðeins fimmtán mínútum. Það var fjárfest í fullkomnustu vélum svo þetta væri mögulegt. Það tók dálítinn tíma að fá fólk til að trúa því sem við lögðum fram og buðum upp á,“ segir Kjartan. „Útlendingarnir þurfa að heyra það tvisvar eða þrisvar og trúa því varla að við séum að útbúa styrkleikagleraugu á innan við fimmtán mínútum. Því fólk er ekki vant þessu,“ segir hann. Viðskiptavinurinn sé vanur því fyrirkomulagi að koma og skoða, koma svo aftur og panta og koma svo kannski í þriðja sinn að sækja vöruna. Lausnin í Optical Studio byggist hins vegar á einni heimsókn á fríhafnarsvæðið, gleraugun, linsurnar eða sólgleraugun fara með viðskiptavininum í flugið og ferðalagið. „En auðvitað skal það tekið fram að fólk var fljótt að átta sig á því að það gat heimsótt okkar verslanir í bænum og undirbúið val á vörunni þar. Og það eru auðvitað margir sem gera það,“ segir Kjartan. Kjartan segir að til þess að geta boðið upp á gleraugnaþjónustu af þessu tagi hnökralaust í umhverfi sem oft er hlaðið eftirvæntingu og spennu þeirra sem um svæðið fara þurfi hann að hafa vel þjálfað starfsfólk sem kann sitt fag vel. Þar eigi hann láni að fagna. „Einnig verð ég að hafa tvöfaldan vélakost, því ef ein vélin bilar eða eitthvað kemur upp á þá þarf að hafa aðra til taks,“ segir Kjartan. Hann sé líka með mikla lagerumsetningu af styrkleikagleraugum til að geta þjónustað fólk með ólíkar þarfir, til dæmis ef einhver kemur með sjaldgæfa sjónskekkju eða annað slíkt. „Þetta hef ég náð að þróa á löngum tíma,“ segir Kjartan. Kjartan segir að enn séu það aðallega Íslendingar sem kaupi gleraugu í versluninni en útlendingum fari þó fjölgandi. „Útlendingar, þar vil ég nefna Asíubúa, eru að flykkjast til okkar. Þeir kaupa merkjavöruna en svo hafa Skandínavar áttað sig á því hvað það er miklu hagstæðara fyrir þá að versla við okkur heldur en í heimalandi sínu,“ segir Kjartan.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira