KR-liðið hefur unnið alla leiki sína í DHL-höllinni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2015 15:30 Helgi Már Magnússon og félagar eru ósigraðir í DHL-höllinni í vetur. Vísir/Ernir KR-ingar hafa unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu en Íslands- og bikarmeistararnir taka í kvöld á móti Njarðvík í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Njarðvíkingar, sem unnu sextán stiga sigur á KR-liðinu í síðasta leik, þurfa því að gera það sem engu liði hefur tekist í vetur, ætli Ljónin sér að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn frá 2007. KR-liðið hefur spilað 21 leik í DHL-höllinni á leiktíðinni og unnið þá alla. Fjórir leikjanna hafa verið á móti Njarðvík, einn í Lengjubikarinn, einn í deildinni og tveir í úrslitakeppninni. KR hefur unnið 2 af 3 leikjum sínum á hlutlausum velli og þá hefur liðið fagnað sigri í 12 af 16 útileikjum sínum á leiktíðinni. KR-ingar unnu jafnframt tvo síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í fyrra og hafa því unnið 23 keppnisleiki í röð í DHL-höllinni. Síðasta liðið til að fagna sigri á móti KR í Frostaskjólinu voru Stjörnumenn sem unnu þriðja leik undanúrslitanna í fyrra 95-76. Teitur Örlygsson var þá þjálfari Stjörnunnar en hann er aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í dag.KR-ingar á heimavelli tímabilið 2014-15: Deildin: 11 sigrar í 11 leikjum Úrslitakeppnin: 4 sigrar í 4 leikjum Bikarinn: 3 sigrar í 3 leikjum Fyrirtækjabikarinn: 2 sigrar í 2 leikjum Meistarakeppnin: 1 sigur í 1 leikLeikir Njarðvíkinga í DHL-höllinni tímabilið 2014-15:Lengjubikarinn, 23.september KR vann með 11 stigum, 92-81Dominos-deildin, 9. október KR vann með 14 stigum, 92-78Dominos-úrslitakeppnin, 6. apríl KR vann með 17 stigum, 79-62Dominos-úrslitakeppnin, 12. apríl KR vann með 8 stigum, 83-75 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar: Man ekki eftir að hafa mætt jafn öflugum íþróttamanni og Bonneau Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, bíður spenntur eftir oddaleiknum við Njarðvík í kvöld þar sem allt er undir. 17. apríl 2015 06:30 Njarðvíkingar í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra Njarðvíkingar sækja heima Íslands- og deildarmeistara KR taka í kvöld í fimmta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en í boði er sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 17. apríl 2015 14:30 Fyrsti oddaleikur KR-inga frá 2011 Íslands- og deildarmeistarar KR taka í kvöld á móti Njarðvík í fimmta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en í boði er sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 17. apríl 2015 12:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
KR-ingar hafa unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu en Íslands- og bikarmeistararnir taka í kvöld á móti Njarðvík í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Njarðvíkingar, sem unnu sextán stiga sigur á KR-liðinu í síðasta leik, þurfa því að gera það sem engu liði hefur tekist í vetur, ætli Ljónin sér að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn frá 2007. KR-liðið hefur spilað 21 leik í DHL-höllinni á leiktíðinni og unnið þá alla. Fjórir leikjanna hafa verið á móti Njarðvík, einn í Lengjubikarinn, einn í deildinni og tveir í úrslitakeppninni. KR hefur unnið 2 af 3 leikjum sínum á hlutlausum velli og þá hefur liðið fagnað sigri í 12 af 16 útileikjum sínum á leiktíðinni. KR-ingar unnu jafnframt tvo síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í fyrra og hafa því unnið 23 keppnisleiki í röð í DHL-höllinni. Síðasta liðið til að fagna sigri á móti KR í Frostaskjólinu voru Stjörnumenn sem unnu þriðja leik undanúrslitanna í fyrra 95-76. Teitur Örlygsson var þá þjálfari Stjörnunnar en hann er aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í dag.KR-ingar á heimavelli tímabilið 2014-15: Deildin: 11 sigrar í 11 leikjum Úrslitakeppnin: 4 sigrar í 4 leikjum Bikarinn: 3 sigrar í 3 leikjum Fyrirtækjabikarinn: 2 sigrar í 2 leikjum Meistarakeppnin: 1 sigur í 1 leikLeikir Njarðvíkinga í DHL-höllinni tímabilið 2014-15:Lengjubikarinn, 23.september KR vann með 11 stigum, 92-81Dominos-deildin, 9. október KR vann með 14 stigum, 92-78Dominos-úrslitakeppnin, 6. apríl KR vann með 17 stigum, 79-62Dominos-úrslitakeppnin, 12. apríl KR vann með 8 stigum, 83-75
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar: Man ekki eftir að hafa mætt jafn öflugum íþróttamanni og Bonneau Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, bíður spenntur eftir oddaleiknum við Njarðvík í kvöld þar sem allt er undir. 17. apríl 2015 06:30 Njarðvíkingar í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra Njarðvíkingar sækja heima Íslands- og deildarmeistara KR taka í kvöld í fimmta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en í boði er sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 17. apríl 2015 14:30 Fyrsti oddaleikur KR-inga frá 2011 Íslands- og deildarmeistarar KR taka í kvöld á móti Njarðvík í fimmta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en í boði er sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 17. apríl 2015 12:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Brynjar: Man ekki eftir að hafa mætt jafn öflugum íþróttamanni og Bonneau Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, bíður spenntur eftir oddaleiknum við Njarðvík í kvöld þar sem allt er undir. 17. apríl 2015 06:30
Njarðvíkingar í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra Njarðvíkingar sækja heima Íslands- og deildarmeistara KR taka í kvöld í fimmta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en í boði er sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 17. apríl 2015 14:30
Fyrsti oddaleikur KR-inga frá 2011 Íslands- og deildarmeistarar KR taka í kvöld á móti Njarðvík í fimmta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en í boði er sæti í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 17. apríl 2015 12:30