Hrein skuld ríkissjóðs verði engin innan áratugar Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2015 10:17 Skuldir ríkisins lækkuðu myndarlega á árinu og var skuldahlutfallið komið niður í 63 prósent af landsframleiðslu í nóvember. Á næsta ári stendur til að greiða niður skuldir ríkisins um 316 milljarða króna og fjármála- og efnahagsráðherra segir stefnt að því að hrein skuld ríkissjóðs verði komin niður í núll innan tíu ára. Eins og sést á þessum tölum (sjá grafík í myndskeiði) hefur skuldastaða ríkissjóðs haldist svipuð á undanförnum árum en vegna aukins hagvaxtar hefur hlutfall skulda af landsframleiðslu farið lækkandi. Á þessu ári lækkuðu skuldirnar myndarlega og heildarskuldir ríkissjóðs námu 1390 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum eða 63,2 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Það þykir bara nokkuð viðunandi en þess má geta að hjá skuldsettasta ríki álfunnar, Grikklandi, er þetta hlutfall tæplega 180 prósent. Þessar skuldir íslenska ríkisins munu svo lækka enn frekar á næsta ári. Í greinargerð fjárlagafrumvarps næsta árs kemur fram að stefnt sé að niðurgreislu skulda um 316 milljarða króna á árinu, einkum vegna stöðugleikaframlaga slitabúa föllnu bankanna. Þegar talað er um hreina skuld ríkisins þá er verið að vísa í skuldir að frádregnum eignum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur áður lýst markmiði um að koma hreinni skuld ríkisins niður í núll innan tíu ára. Hann áréttaði þetta markmið undir lok þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi. „Mín skoðun er sú og ég mun tala fyrir því áfram að Íslendingar eigi möguleika á því innan tíu ára að verða með engar hreinar skuldir, engar. Það eru ríki innan OECD á þeim slóðum. Það er einfaldlega þannig að ef við nýtum þetta tækifæri og höldum okkar striki þá getum við komist í þessa stöðu, engar hreinar skuldir. Ef við verðum með viðvarandi viðskiptajöfnuð mun okkur ganga allt í haginn svo lengi sem vinnumarkaðurinn styður við þá ábyrgu fjármálastjórn,“ sagði Bjarni. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Skuldir ríkisins lækkuðu myndarlega á árinu og var skuldahlutfallið komið niður í 63 prósent af landsframleiðslu í nóvember. Á næsta ári stendur til að greiða niður skuldir ríkisins um 316 milljarða króna og fjármála- og efnahagsráðherra segir stefnt að því að hrein skuld ríkissjóðs verði komin niður í núll innan tíu ára. Eins og sést á þessum tölum (sjá grafík í myndskeiði) hefur skuldastaða ríkissjóðs haldist svipuð á undanförnum árum en vegna aukins hagvaxtar hefur hlutfall skulda af landsframleiðslu farið lækkandi. Á þessu ári lækkuðu skuldirnar myndarlega og heildarskuldir ríkissjóðs námu 1390 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum eða 63,2 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands. Það þykir bara nokkuð viðunandi en þess má geta að hjá skuldsettasta ríki álfunnar, Grikklandi, er þetta hlutfall tæplega 180 prósent. Þessar skuldir íslenska ríkisins munu svo lækka enn frekar á næsta ári. Í greinargerð fjárlagafrumvarps næsta árs kemur fram að stefnt sé að niðurgreislu skulda um 316 milljarða króna á árinu, einkum vegna stöðugleikaframlaga slitabúa föllnu bankanna. Þegar talað er um hreina skuld ríkisins þá er verið að vísa í skuldir að frádregnum eignum. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur áður lýst markmiði um að koma hreinni skuld ríkisins niður í núll innan tíu ára. Hann áréttaði þetta markmið undir lok þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi. „Mín skoðun er sú og ég mun tala fyrir því áfram að Íslendingar eigi möguleika á því innan tíu ára að verða með engar hreinar skuldir, engar. Það eru ríki innan OECD á þeim slóðum. Það er einfaldlega þannig að ef við nýtum þetta tækifæri og höldum okkar striki þá getum við komist í þessa stöðu, engar hreinar skuldir. Ef við verðum með viðvarandi viðskiptajöfnuð mun okkur ganga allt í haginn svo lengi sem vinnumarkaðurinn styður við þá ábyrgu fjármálastjórn,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun