Bensín á aðventunni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Bíllinn minn fær litla ást. Eða hann fær mikið af fallegum hugsunum og þakklæti í hjarta en það er eitthvað minna um að ástin sé sýnd í verki. Sem ku ekki vera farsæl formúla í nánum samböndum. Að þrífa bíl. Óhæf. Að fara með hann á réttum tíma í skoðun. Gerist ekki. Að láta skipta um framrúðu sem er með sprungu yfir hana þvera. Get það bara ekki. Þessi játning gefur ágæta mynd af ástandi bílsins. Fyrir utan að mamma hringi í mig mánaðarlega og tékki á stöðunni á smurningu. Og afi spyrji út í dekkjakostinn með ótta í augum. Og bananann sem er blásvartur í sætisvasanum aftur í. Þá hefur þessi vangeta mín valdið því að mér dettur aldrei nokkurn tíma í hug að dæla sjálf bensíni á bílinn minn. Þrátt fyrir fimm krónu sparnað. Og það er ekki af því að ég sé löt eða kunni það ekki eða sé kalt. Nei, það er af því að ég er logandi hrædd um að bensínafgreiðslumenn missi vinnuna sína. Bensínafgreiðslumenn eru nefnilega uppáhalds. Þeir brosa góðlátlega þegar ég spyr hvort frostlögur fari í bensín eða vatn. Og benda mér á að það vanti peru í framljósið og setja brúsa eftir brúsa af olíu á uppþornaðan jálkinn. Þeir hrista hausinn yfir framrúðusprungunni og benda á góð verkstæði. Svona eins og þeir hafi alvöru áhyggjur af því. En aldrei hroki. Bara þjónustulund, hlýja og lausn á öllum vandamálum. Svör við öllum mínum spurningum. Svo segja þeir „vina mín“ og „eitthvað fleira sem ég get gert fyrir þig?“ og „keyrðu varlega“. Ég verð fimm ára og áhyggjulaus í korter. Svo ekki sé talað um góðu áhrifin sem þeir hafa á frekar flókið samband mitt við Fordinn. Á annasamri aðventunni er gott að njóta manneskjutöfranna. Sem leynast víða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun
Bíllinn minn fær litla ást. Eða hann fær mikið af fallegum hugsunum og þakklæti í hjarta en það er eitthvað minna um að ástin sé sýnd í verki. Sem ku ekki vera farsæl formúla í nánum samböndum. Að þrífa bíl. Óhæf. Að fara með hann á réttum tíma í skoðun. Gerist ekki. Að láta skipta um framrúðu sem er með sprungu yfir hana þvera. Get það bara ekki. Þessi játning gefur ágæta mynd af ástandi bílsins. Fyrir utan að mamma hringi í mig mánaðarlega og tékki á stöðunni á smurningu. Og afi spyrji út í dekkjakostinn með ótta í augum. Og bananann sem er blásvartur í sætisvasanum aftur í. Þá hefur þessi vangeta mín valdið því að mér dettur aldrei nokkurn tíma í hug að dæla sjálf bensíni á bílinn minn. Þrátt fyrir fimm krónu sparnað. Og það er ekki af því að ég sé löt eða kunni það ekki eða sé kalt. Nei, það er af því að ég er logandi hrædd um að bensínafgreiðslumenn missi vinnuna sína. Bensínafgreiðslumenn eru nefnilega uppáhalds. Þeir brosa góðlátlega þegar ég spyr hvort frostlögur fari í bensín eða vatn. Og benda mér á að það vanti peru í framljósið og setja brúsa eftir brúsa af olíu á uppþornaðan jálkinn. Þeir hrista hausinn yfir framrúðusprungunni og benda á góð verkstæði. Svona eins og þeir hafi alvöru áhyggjur af því. En aldrei hroki. Bara þjónustulund, hlýja og lausn á öllum vandamálum. Svör við öllum mínum spurningum. Svo segja þeir „vina mín“ og „eitthvað fleira sem ég get gert fyrir þig?“ og „keyrðu varlega“. Ég verð fimm ára og áhyggjulaus í korter. Svo ekki sé talað um góðu áhrifin sem þeir hafa á frekar flókið samband mitt við Fordinn. Á annasamri aðventunni er gott að njóta manneskjutöfranna. Sem leynast víða.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun