Tækniþróunarsjóður úthlutar sex hundruð milljónum í desember Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Medilync sem þróar búnað fyrir sykursjúka fær líka styrk. NordicPhotos/Getty Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur valið þá aðila sem eiga kost á úthlutun úr sjóðnum núna í desember. Úthlutað er úr honum tvisvar sinnum á ári og í þetta skiptið er búist við því að 600 milljónir verði veittar í styrki. Verkefnisstjórum sem hafa sótt um úthlutun er boðið að ganga til viðræðna um úthlutun áður en fjármagnið er veitt. Heildarúthlutun í ár nemur þá um 1.400 milljónum en mun aukast um tæpan milljarð á næsta ári. Samkvæmt vefsíðu Rannís, sem rekur Tækniþróunarsjóð, er gengið til samningaviðræðna vegna 48 verkefna. Sigurður Björnsson, sviðstjóri á rannsóknar- og nýsköpunarsviði hjá Rannís, segir að þetta séu um 30 prósent af þeim sem sóttu um. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, það er frumherjastyrkur, verkefnastyrkur og markaðsstyrkur og fer flokkunin eftir því hvar verkefnin eru stödd. Frumherjastyrkur er veittur aðilum sem eru komnir tiltölulega stutt á veg með verkefni sín. „Verkefnastyrkur, þá eru menn bara komnir í fullan kraft. Og í markaðsstyrk þá erum við að aðstoða við að koma vörunni á markað og undirbyggja fyrirtækið. Oft eru menn að styrkja undirstöðurnar þegar menn fara á markað með vöruna. Það er hlutverk þessa styrks,“ segir Sigurður. Á meðal þeirra sem eiga kost á styrk eru Mjólkursamsalan, sem þróar vín úr mysu, Medilync fyrir tæki og hugbúnað fyrir sykursjúka og Kerecis. Þá fær Trappa, félag í eigu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, styrk vegna þjálfunar og meðferðar með heilbrigðistækni og Digon Games fyrir markaðssetningu tekjumódels í tölvuleikum. Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur valið þá aðila sem eiga kost á úthlutun úr sjóðnum núna í desember. Úthlutað er úr honum tvisvar sinnum á ári og í þetta skiptið er búist við því að 600 milljónir verði veittar í styrki. Verkefnisstjórum sem hafa sótt um úthlutun er boðið að ganga til viðræðna um úthlutun áður en fjármagnið er veitt. Heildarúthlutun í ár nemur þá um 1.400 milljónum en mun aukast um tæpan milljarð á næsta ári. Samkvæmt vefsíðu Rannís, sem rekur Tækniþróunarsjóð, er gengið til samningaviðræðna vegna 48 verkefna. Sigurður Björnsson, sviðstjóri á rannsóknar- og nýsköpunarsviði hjá Rannís, segir að þetta séu um 30 prósent af þeim sem sóttu um. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, það er frumherjastyrkur, verkefnastyrkur og markaðsstyrkur og fer flokkunin eftir því hvar verkefnin eru stödd. Frumherjastyrkur er veittur aðilum sem eru komnir tiltölulega stutt á veg með verkefni sín. „Verkefnastyrkur, þá eru menn bara komnir í fullan kraft. Og í markaðsstyrk þá erum við að aðstoða við að koma vörunni á markað og undirbyggja fyrirtækið. Oft eru menn að styrkja undirstöðurnar þegar menn fara á markað með vöruna. Það er hlutverk þessa styrks,“ segir Sigurður. Á meðal þeirra sem eiga kost á styrk eru Mjólkursamsalan, sem þróar vín úr mysu, Medilync fyrir tæki og hugbúnað fyrir sykursjúka og Kerecis. Þá fær Trappa, félag í eigu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, styrk vegna þjálfunar og meðferðar með heilbrigðistækni og Digon Games fyrir markaðssetningu tekjumódels í tölvuleikum.
Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent