Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Benfica 26-28 | Eyjamenn töpuðu fyrri leiknum Guðmundur Tómas Sigfússon í Lissabon skrifar 27. nóvember 2015 22:45 Eyjamenn eiga erfitt verkefni fyrir höndum á morgun. VÍSIR/gts ÍBV tapaði fyrri leiknum gegn portúgalska liðinu Benfica, 28-26, í 3. umferð Áskorendabikars Evrópu í handbolta, en liðin mættust í Lissabon í kvöld. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur, en sá síðari fer fram á morgun. Það lið sem stendur betur að vígi eftir tvo leiki fer áfram í 16 liða úrslitin. Eyjamenn voru 14-13 yfir í hálfleik eftir að ná mest fimm marka forystu, 12-7, í fyrri hálfleiknum. Benfica jafnaði metin í 22-22 þegar tíu mínútur voru eftir og voru sterkari á endasprettinum. Einar Sverrisson fór hamförum fyrir ÍBV og skoraði 12 mörk úr 18 skotum, en Kári Kristján Kristjánsson skoraði fjögur mörk, þar af þrjú úr vítum. ÍBV fékk ekki mikla markvörslu í kvöld. Stephen Nielsen varði níu skot en Kolbeinn Aron Arnarson eitt vítakast. Markverðir Benfica voru með vel ríflega 40 prósent hlutfallsmarkvörslu. Eyjamenn eru enn án síns besta manns, Theodórs Sigurbjörnssonar, en ÍBV skoraði engu að síður fimm mörk úr hraðaupphlaupum í kvöld. Þökk sé góðri markvörslu fengu Benfica-menn nokkuð af auðveldum mörkum. Brasilíumaðurinn Uelington Da Silva var markahæstur heimamanna í kvöld þó um heimaleik ÍBV hafi verið að ræða, en hann skoraði sjö mörk úr ellefu skotum. Alls skoruðu ellefu leikmenn eitt mark eða fleiri fyrir portúgalska liðsins í kvöld og var skotnýting liðsins mjög góð. Verkefni morgundagsins verður erfitt fyrir Eyjamenn en þeir þurfa þriggja marka sigur til að komast áfram í sextán liða úrslitin.Arnar Pétursson: Komum þeim í opna skjöldu „Ég get sagt svo margt, ég er svekktur að hafa tapað þessu en fannst við spila ógeðslega vel lengi vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir tveggja marka tap sinna manna gegn Benfica. „Við gerum þeim svolítið erfitt fyrir, þetta var hörkuleikur en ég er gríðarlega stoltur af strákunum. Við spiluðum virklega góðan leik.“ Fyrstu mínúturnar hjá ÍBV voru rosalega góðar, þar spiluðu allir leikmenn vel og vörnin var rosaleg. Heldur Arnar að þeir hafi komið Benfica í opna skjöldu? „Ég held að þeir hafi verið værukærir, lenda í töluverðum vandræðum með okkar varnarleik og það var mikil stemning í strákunum. Þeir voru virkilega vel stemmdir og tilbúnir í þennan leik.“ „Við komum þeim kannski í opna skjöldu, við vorum flottir, spiluðum okkar bolta og strákarnir voru staðráðnir í að gera sitt besta.“ Einar Sverrisson átti algjöran stórleik hjá Eyjamönnum en hann dró vagninn sóknarlega, hann skoraði tólf mörk í leiknum og hvert öðru fallegra. „Hann var mjög flottur, er frábær leikmaður, við vitum að hann er góður leikmaður og þetta er akkúrat það sem hann getur.“ Eyjamenn fóru með fjöldamörg dauðafæri í fyrri hálfleik, sem vega nú þungt. „Við förum með algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem hefðu hugsanlega þegar uppi er staðið getað gert útslagið í þessu, hefðum getað brotið þá á bak aftur ef við hefðum nýtt eitthvað af þessu.“ Geta Eyjamenn unnið seinni leikinn með þremur mörkum? „Já ég held það, ég held að við höfum sýnt það í kvöld að við getum vel unnið seinni leikinn með þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að horfa aðeins á leikinn í kvöld og skoða þetta aðeins, sjá ákveðna hluti sem við lendum í vandræðum með.“ „Það var mjög flottur miðjumaður sem var að valda okkur vandræðum, við getum vonandi mætt jafnvel stemmdir á morgun þá eigum við séns í þetta,“ sagði Arnar að lokum en hann horfir björtum augum fram á veginn.Einar Sverrisson: Eru stórir og líta út fyrir að vera sterkir. „Já ég er mjög sáttur, ég bjóst við þeim sterkari en við vorum bara að leysa vörnina þeirra mjög vel,“ sagði Einar Sverrisson, leikmaður Eyjamanna, eftir tveggja marka tap gegn Benfica í Áskorendakeppni Evrópu. Einar átti frábæran leik en hann skoraði tólf mörk, þar af átta í fyrri hálfleik. „Við komumst alltaf í færi og nýttum þau þokkalega vel. Í seinni hálfleik held ég að það sé aðeins farið að draga af okkur, sjálfur var ég að fá krampa í kálfana, ég þarf að drekka meira vatn og svona.“ „Það voru nokkur dauðafæri sem mættu detta, ég held að munurinn liggi aðallega þar,“ sagði Einar en Eyjamenn fóru með nokkur dauðafæri í fyrri hálfleik, sem vega þungt þegar upp er staðið. „Ég er mjög sáttur með minn leik, ég fann í upphitun að ég var að hitna vel, þegar það leið á leikinn þá var allt inni. Þá hugsaði ég með mér að þessir markmenn gætu ekki blautan, ég lét bara vaða áfram á markið, það er það eina sem virkar í þessu.“ Eyjamenn byrjuðu leikinn alveg frábærlega, komust meðal annars fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en þá skoruðu Benfica-menn fjögur mörk í röð. Á þeim kafla fengu Eyjamenn tvisvar sinnum tveggja mínútna brottvísun og klikkuðu á vítakasti. Hvað þurfa Eyjamenn að gera til að eiga séns í þessu einvígi? „Ég held að við þurfum að spila eins, við fáum þarna nokkur dauðafæri sem við megum nýta betur. Við þyrftum kannski að vera aðeins klókari á nokkrum tímapunktum, ef við spilum svona og komum eins stemmdir og við komum í þennan leik verði þetta hörkuleikur.“ „Þeir eru stórir, líta út fyrir að vera sterkir en eru það ekki, þeir eru ekkert að taka neitt gríðarlega hart á okkur ég hugsa að þetta sé svipuð geta og heima.“ „Auðvitað eru þeir aðeins betri samt.“ Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
ÍBV tapaði fyrri leiknum gegn portúgalska liðinu Benfica, 28-26, í 3. umferð Áskorendabikars Evrópu í handbolta, en liðin mættust í Lissabon í kvöld. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur, en sá síðari fer fram á morgun. Það lið sem stendur betur að vígi eftir tvo leiki fer áfram í 16 liða úrslitin. Eyjamenn voru 14-13 yfir í hálfleik eftir að ná mest fimm marka forystu, 12-7, í fyrri hálfleiknum. Benfica jafnaði metin í 22-22 þegar tíu mínútur voru eftir og voru sterkari á endasprettinum. Einar Sverrisson fór hamförum fyrir ÍBV og skoraði 12 mörk úr 18 skotum, en Kári Kristján Kristjánsson skoraði fjögur mörk, þar af þrjú úr vítum. ÍBV fékk ekki mikla markvörslu í kvöld. Stephen Nielsen varði níu skot en Kolbeinn Aron Arnarson eitt vítakast. Markverðir Benfica voru með vel ríflega 40 prósent hlutfallsmarkvörslu. Eyjamenn eru enn án síns besta manns, Theodórs Sigurbjörnssonar, en ÍBV skoraði engu að síður fimm mörk úr hraðaupphlaupum í kvöld. Þökk sé góðri markvörslu fengu Benfica-menn nokkuð af auðveldum mörkum. Brasilíumaðurinn Uelington Da Silva var markahæstur heimamanna í kvöld þó um heimaleik ÍBV hafi verið að ræða, en hann skoraði sjö mörk úr ellefu skotum. Alls skoruðu ellefu leikmenn eitt mark eða fleiri fyrir portúgalska liðsins í kvöld og var skotnýting liðsins mjög góð. Verkefni morgundagsins verður erfitt fyrir Eyjamenn en þeir þurfa þriggja marka sigur til að komast áfram í sextán liða úrslitin.Arnar Pétursson: Komum þeim í opna skjöldu „Ég get sagt svo margt, ég er svekktur að hafa tapað þessu en fannst við spila ógeðslega vel lengi vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir tveggja marka tap sinna manna gegn Benfica. „Við gerum þeim svolítið erfitt fyrir, þetta var hörkuleikur en ég er gríðarlega stoltur af strákunum. Við spiluðum virklega góðan leik.“ Fyrstu mínúturnar hjá ÍBV voru rosalega góðar, þar spiluðu allir leikmenn vel og vörnin var rosaleg. Heldur Arnar að þeir hafi komið Benfica í opna skjöldu? „Ég held að þeir hafi verið værukærir, lenda í töluverðum vandræðum með okkar varnarleik og það var mikil stemning í strákunum. Þeir voru virkilega vel stemmdir og tilbúnir í þennan leik.“ „Við komum þeim kannski í opna skjöldu, við vorum flottir, spiluðum okkar bolta og strákarnir voru staðráðnir í að gera sitt besta.“ Einar Sverrisson átti algjöran stórleik hjá Eyjamönnum en hann dró vagninn sóknarlega, hann skoraði tólf mörk í leiknum og hvert öðru fallegra. „Hann var mjög flottur, er frábær leikmaður, við vitum að hann er góður leikmaður og þetta er akkúrat það sem hann getur.“ Eyjamenn fóru með fjöldamörg dauðafæri í fyrri hálfleik, sem vega nú þungt. „Við förum með algjör dauðafæri í fyrri hálfleik sem hefðu hugsanlega þegar uppi er staðið getað gert útslagið í þessu, hefðum getað brotið þá á bak aftur ef við hefðum nýtt eitthvað af þessu.“ Geta Eyjamenn unnið seinni leikinn með þremur mörkum? „Já ég held það, ég held að við höfum sýnt það í kvöld að við getum vel unnið seinni leikinn með þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að horfa aðeins á leikinn í kvöld og skoða þetta aðeins, sjá ákveðna hluti sem við lendum í vandræðum með.“ „Það var mjög flottur miðjumaður sem var að valda okkur vandræðum, við getum vonandi mætt jafnvel stemmdir á morgun þá eigum við séns í þetta,“ sagði Arnar að lokum en hann horfir björtum augum fram á veginn.Einar Sverrisson: Eru stórir og líta út fyrir að vera sterkir. „Já ég er mjög sáttur, ég bjóst við þeim sterkari en við vorum bara að leysa vörnina þeirra mjög vel,“ sagði Einar Sverrisson, leikmaður Eyjamanna, eftir tveggja marka tap gegn Benfica í Áskorendakeppni Evrópu. Einar átti frábæran leik en hann skoraði tólf mörk, þar af átta í fyrri hálfleik. „Við komumst alltaf í færi og nýttum þau þokkalega vel. Í seinni hálfleik held ég að það sé aðeins farið að draga af okkur, sjálfur var ég að fá krampa í kálfana, ég þarf að drekka meira vatn og svona.“ „Það voru nokkur dauðafæri sem mættu detta, ég held að munurinn liggi aðallega þar,“ sagði Einar en Eyjamenn fóru með nokkur dauðafæri í fyrri hálfleik, sem vega þungt þegar upp er staðið. „Ég er mjög sáttur með minn leik, ég fann í upphitun að ég var að hitna vel, þegar það leið á leikinn þá var allt inni. Þá hugsaði ég með mér að þessir markmenn gætu ekki blautan, ég lét bara vaða áfram á markið, það er það eina sem virkar í þessu.“ Eyjamenn byrjuðu leikinn alveg frábærlega, komust meðal annars fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en þá skoruðu Benfica-menn fjögur mörk í röð. Á þeim kafla fengu Eyjamenn tvisvar sinnum tveggja mínútna brottvísun og klikkuðu á vítakasti. Hvað þurfa Eyjamenn að gera til að eiga séns í þessu einvígi? „Ég held að við þurfum að spila eins, við fáum þarna nokkur dauðafæri sem við megum nýta betur. Við þyrftum kannski að vera aðeins klókari á nokkrum tímapunktum, ef við spilum svona og komum eins stemmdir og við komum í þennan leik verði þetta hörkuleikur.“ „Þeir eru stórir, líta út fyrir að vera sterkir en eru það ekki, þeir eru ekkert að taka neitt gríðarlega hart á okkur ég hugsa að þetta sé svipuð geta og heima.“ „Auðvitað eru þeir aðeins betri samt.“
Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira