Viðskipti innlent

Stefna á að koma með skyr á íslenskan markað fljótlega

Sæunn Gísladóttir skrifar
Laktósafrítt skyr KÚ fær góðar viðtökur í Finnlandi.
Laktósafrítt skyr KÚ fær góðar viðtökur í Finnlandi. Vísir/KÚ

Markaðssetning KÚ á skyri erlendis fer vel af stað. Mikil örtröð var við stand KÚ á vörusýningu í Helsinki um síðustu helgi og vörurnar vöktu athygli að því er segir í tilkynningu. 

KÚ hefur í samstarfi við finnska fyrirtækið Maitokolmio sett á markað laktósafrítt skyr í Finnlandi undir sínu alþjóðlega skráða vörumerki. Er það í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíka vöru í Finnlandi en finnska þjóðin er með mikið mjólkuróþol og því er um kærkomna viðbót á finnska skyrmarkaðinn að ræða.

Frekari landvinningar eru áformaðir í sölu og framleiðslu á skyri á erlendum mörkuðum og hér á landi. Þannig stefnir fyrirtækið á að koma með skyr á íslenskan neytendamarkað fljótlega. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
2,53
12
184.232
ICEAIR
2
25
218.726
TM
1,64
3
40.650
SYN
1,48
8
74.284
ORIGO
1,12
4
39.306

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,09
2
14.507
REGINN
-0,99
4
62.307
EIM
-0,81
1
173
HEIMA
-0,79
2
42.030
SIMINN
-0,68
3
11.947
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.