Viðskipti innlent

Stefna á að koma með skyr á íslenskan markað fljótlega

Sæunn Gísladóttir skrifar
Laktósafrítt skyr KÚ fær góðar viðtökur í Finnlandi.
Laktósafrítt skyr KÚ fær góðar viðtökur í Finnlandi. Vísir/KÚ
Markaðssetning KÚ á skyri erlendis fer vel af stað. Mikil örtröð var við stand KÚ á vörusýningu í Helsinki um síðustu helgi og vörurnar vöktu athygli að því er segir í tilkynningu. 

KÚ hefur í samstarfi við finnska fyrirtækið Maitokolmio sett á markað laktósafrítt skyr í Finnlandi undir sínu alþjóðlega skráða vörumerki. Er það í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíka vöru í Finnlandi en finnska þjóðin er með mikið mjólkuróþol og því er um kærkomna viðbót á finnska skyrmarkaðinn að ræða.

Frekari landvinningar eru áformaðir í sölu og framleiðslu á skyri á erlendum mörkuðum og hér á landi. Þannig stefnir fyrirtækið á að koma með skyr á íslenskan neytendamarkað fljótlega. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×