Morgunverðarfundur um gæðakerfi 16. nóvember 2015 13:04 Haraldur Þorbjörnsson, öryggisstjóri RB, og Sigurður Örn Gunnarsson, þjónustustjóri RB, fjalla um reynsluna af sameiningu gæðakerfa RB og Teris á morgunverðarfundi næsta fimmtudag. MYND/VILHELM KYNNING: Reiknistofa bankanna (RB) heldur morgunverðarfund næsta fimmtudag, 19. nóvember, í húsakynnum sínum við Höfðatorg í Reykjavík. Þar munu Haraldur Þorbjörnsson, öryggisstjóri RB, og Sigurður Örn Gunnarsson, þjónustustjóri RB, fjalla um reynsluna af sameiningu gæðakerfa RB og Teris en fyrirtækin sameinuðust árið 2012. Bæði fyrirtækin voru fyrir samrunann með ISO/IEC 27001 öryggisvottun að sögn Sigurðar en þó með mjög ólíka útfærslu á öryggisstjórnkerfinu. „Fyrirtækin tvö voru með ólíka nálgun á því hvernig öryggisstjórnkerfið var byggt upp og því var stóra verkefnið að sameina þau í einfalt og skilvirkt stjórnkerfi.“ Haraldur bætir við að ferlið hjá þeim hafi tekið tæp tvö ár. „Við samrunann þurfti að taka á mörgum áskorunum, s.s. samþættingu fyrirtækjamenningar og lausnaframboðs en uppbygging gæðakerfisins gengdi lykilhlutverki í samrunaferlinu.“ Sigurður og Haraldur munu báðir flytja erindi á fundinum og segja þar frá helstu áskorunum sem starfsmenn stóðu frammi fyrir, lýsa ferlinu sem stóð yfir í tæp tvö ár og ekki síst segja frá þeim lærdómi sem starfsmenn drógu af ferlinu. Fundurinn er ætlaður öllu áhugafólki um gæða- og öryggismál, staðla, gæðakerfi og gæðamenningu. Morgunverðarfundurinn stendur yfir frá kl. 8.45-10.15. Skráning fer fram á rb.is. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
KYNNING: Reiknistofa bankanna (RB) heldur morgunverðarfund næsta fimmtudag, 19. nóvember, í húsakynnum sínum við Höfðatorg í Reykjavík. Þar munu Haraldur Þorbjörnsson, öryggisstjóri RB, og Sigurður Örn Gunnarsson, þjónustustjóri RB, fjalla um reynsluna af sameiningu gæðakerfa RB og Teris en fyrirtækin sameinuðust árið 2012. Bæði fyrirtækin voru fyrir samrunann með ISO/IEC 27001 öryggisvottun að sögn Sigurðar en þó með mjög ólíka útfærslu á öryggisstjórnkerfinu. „Fyrirtækin tvö voru með ólíka nálgun á því hvernig öryggisstjórnkerfið var byggt upp og því var stóra verkefnið að sameina þau í einfalt og skilvirkt stjórnkerfi.“ Haraldur bætir við að ferlið hjá þeim hafi tekið tæp tvö ár. „Við samrunann þurfti að taka á mörgum áskorunum, s.s. samþættingu fyrirtækjamenningar og lausnaframboðs en uppbygging gæðakerfisins gengdi lykilhlutverki í samrunaferlinu.“ Sigurður og Haraldur munu báðir flytja erindi á fundinum og segja þar frá helstu áskorunum sem starfsmenn stóðu frammi fyrir, lýsa ferlinu sem stóð yfir í tæp tvö ár og ekki síst segja frá þeim lærdómi sem starfsmenn drógu af ferlinu. Fundurinn er ætlaður öllu áhugafólki um gæða- og öryggismál, staðla, gæðakerfi og gæðamenningu. Morgunverðarfundurinn stendur yfir frá kl. 8.45-10.15. Skráning fer fram á rb.is.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira