Helmingur Íslendinga vill nota aðra mynt Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Helmingur Íslendinga vill taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna, án tillits til inngöngu í Evrópusambandið. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 53 prósent vilja aðra mynt en 47 prósent vilja ekki aðra mynt. Séu svör allra skoðuð sést að 42 prósent vilja taka upp aðra mynt, 38 prósent vilja ekki taka upp aðra mynt, 17 prósent er óákveðin og þrjú prósent svara ekki. Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Landsmenn hafa skipst nokkuð í tvo hópa í viðhorfi sínu til krónunnar. Vinsældir íslensku krónunnar fylgja dálítið hagsveiflunni og dala við vaxtahækkanir Seðlabankans eða gengisfall. Ég man eftir mjög ákveðinni evruumræðu upp úr 2000, 2006 og síðan eftir 2008. Fólk væntanlega horfir nú til vaxtamunarins við Evrópu þannig að þetta kemur ekki á óvart,“ segir Ásgeir. Íslenska myntsvæðið er eitt það minnsta sem þekkist. Ásgeir segir því eðlilegt að umræða um framtíðargjaldmiðil komi reglulega upp. „Krónan hefur verið í höftum meira og minna síðan hún varð sjálfstæð frá fullveldisárinu 1918. Tímabilið frá 2001 til 2008 er svolítið einstakt í sögu þjóðarinnar, þar sem krónan er fljótandi á frjálsum gjaldeyrismarkaði. Og mér sýnist að fáir vilji beinlínis endurtaka þá tilraun,“ segir Ásgeir. Eina leiðin til að stjórna verðlagi á Íslandi sé að hafa taumhald á genginu og það sé í raun aðeins hægt með einhvers konar höftum.Ásgeir segir raunhæfasta möguleikann til að taka upp aðra mynt sé í myntbandalagi við evruríkin. „Þá myndi Seðlabankinn okkar breytast í útibú frá Evrópska bankanum. Við myndum þá missa vaxtaákvörðunarvaldið en myndum fá rétt til þess að prenta evrur í veðlánaviðskipum sem myndi gefa okkur meira vald yfir fjármálastöðugleika og greiðslujöfnuði landsins,“ segir Ásgeir. „Þar sem krónan er örmynt er til að mynda erfitt fyrir Seðlabankann að þjóna sem lánveitandi til þrautavara og útvega bönkunum lausafé með peningaprentun án þess að skapa gjaldeyriskreppu.“ Ásgeir segir að upptaka nýrrar myntar fæli í sér mikla kerfisbreytingu. „Það felur í sér að það þurfi að taka upp annað vinnulag í ansi mörgu, eins og til dæmis í kjarasamningum þar sem það er ekki hægt að „leiðrétta“ of dýra kjarasamninga með því að lækka gengið. Einnig yrði að huga mjög grannt að því að stjórna eftirspurn með öðrum leiðum en hækkun vaxta. Þannig að þetta myndi þýða algjörlega breyttar hegðunarforsendur,“ segir Ásgeir. Stjórnvöld hafa áform um lausn á vanda slitabúanna og aflandskróna en minna er rætt um það hvað tekur við því ferli. „Nýtt haftalosunarplan hefur ekki enn komið fram og ekki heldur vegakort yfir það hvernig íslenska myntkerfið verður rekið til framtíðar. Það liggur fyrir að við munum notast við krónuna um eitthvert árabil, sama hvað mönnum finnst um evruna. Og það vantar miklu meiri og jákvæðari umræðu um það hvernig við getum rekið íslenska myntkerfið betur,“ segir Ásgeir. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Helmingur Íslendinga vill taka upp annan gjaldmiðil en íslensku krónuna, án tillits til inngöngu í Evrópusambandið. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 53 prósent vilja aðra mynt en 47 prósent vilja ekki aðra mynt. Séu svör allra skoðuð sést að 42 prósent vilja taka upp aðra mynt, 38 prósent vilja ekki taka upp aðra mynt, 17 prósent er óákveðin og þrjú prósent svara ekki. Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Landsmenn hafa skipst nokkuð í tvo hópa í viðhorfi sínu til krónunnar. Vinsældir íslensku krónunnar fylgja dálítið hagsveiflunni og dala við vaxtahækkanir Seðlabankans eða gengisfall. Ég man eftir mjög ákveðinni evruumræðu upp úr 2000, 2006 og síðan eftir 2008. Fólk væntanlega horfir nú til vaxtamunarins við Evrópu þannig að þetta kemur ekki á óvart,“ segir Ásgeir. Íslenska myntsvæðið er eitt það minnsta sem þekkist. Ásgeir segir því eðlilegt að umræða um framtíðargjaldmiðil komi reglulega upp. „Krónan hefur verið í höftum meira og minna síðan hún varð sjálfstæð frá fullveldisárinu 1918. Tímabilið frá 2001 til 2008 er svolítið einstakt í sögu þjóðarinnar, þar sem krónan er fljótandi á frjálsum gjaldeyrismarkaði. Og mér sýnist að fáir vilji beinlínis endurtaka þá tilraun,“ segir Ásgeir. Eina leiðin til að stjórna verðlagi á Íslandi sé að hafa taumhald á genginu og það sé í raun aðeins hægt með einhvers konar höftum.Ásgeir segir raunhæfasta möguleikann til að taka upp aðra mynt sé í myntbandalagi við evruríkin. „Þá myndi Seðlabankinn okkar breytast í útibú frá Evrópska bankanum. Við myndum þá missa vaxtaákvörðunarvaldið en myndum fá rétt til þess að prenta evrur í veðlánaviðskipum sem myndi gefa okkur meira vald yfir fjármálastöðugleika og greiðslujöfnuði landsins,“ segir Ásgeir. „Þar sem krónan er örmynt er til að mynda erfitt fyrir Seðlabankann að þjóna sem lánveitandi til þrautavara og útvega bönkunum lausafé með peningaprentun án þess að skapa gjaldeyriskreppu.“ Ásgeir segir að upptaka nýrrar myntar fæli í sér mikla kerfisbreytingu. „Það felur í sér að það þurfi að taka upp annað vinnulag í ansi mörgu, eins og til dæmis í kjarasamningum þar sem það er ekki hægt að „leiðrétta“ of dýra kjarasamninga með því að lækka gengið. Einnig yrði að huga mjög grannt að því að stjórna eftirspurn með öðrum leiðum en hækkun vaxta. Þannig að þetta myndi þýða algjörlega breyttar hegðunarforsendur,“ segir Ásgeir. Stjórnvöld hafa áform um lausn á vanda slitabúanna og aflandskróna en minna er rætt um það hvað tekur við því ferli. „Nýtt haftalosunarplan hefur ekki enn komið fram og ekki heldur vegakort yfir það hvernig íslenska myntkerfið verður rekið til framtíðar. Það liggur fyrir að við munum notast við krónuna um eitthvert árabil, sama hvað mönnum finnst um evruna. Og það vantar miklu meiri og jákvæðari umræðu um það hvernig við getum rekið íslenska myntkerfið betur,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira