Borgarráð í viðræðum við RVK Studios um byggingu kvikmyndavers Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 14:56 Baltasar Kormákur og stjórnendur RVK Studios óskuðu í sumar eftir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. Vísir/getty Borgarráð samþykkti í dag tillögu borgarstjóra um að ganga til viðræðna við RVK Studios um alhliða kvikmyndaver sem verður hluti af framtíðarmynd Gufuness og ein af forsendum í skipulagssamkeppni sem efnt verður til. Ákvörðunin tekur jafnframt mið af tillögum stýrihóps um nýtingu svæðisins og viðbrögðum við auglýsingu Reykjavíkurborgar frá í sumar, segir í tilkynningu. Baltasar Kormákur og stjórnendur RVK Studios óskuðu í sumar eftir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. „Kvikmyndaver í Reykjavík mun stuðla að fjölgun verkefna og efla reynslu íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Með fleiri verkefnum eflist stöðugleiki í iðnaðinum, auk þess að til verður áhugaverður kostur fyrir hæfileikafólk sem hingað til hefur að mestu fundið verkefni við hæfi erlendis. Kvikmyndaver í Reykjavík mun þannig styrkja stoðir íslenskrar kvikmyndagerðar og framleiðslu sjónvarpsefnis og auka samkeppni á alþjóðlegum markaði,“ segir í erindinu. „Við erum með þessu að vinna að því að öll þessi stóru kvikmyndaverkefni sem Baltasar Kormákur tengist, sem gæti verið önnur verkefni til viðbótar komi alfarið heim og verði bæði tekin upp hér á landi og fullunninn hér á landi. Þetta gæti verið vinnustaður fyrir 200 manns,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi. „Við fengum erindið frá RVK Studios í sumar og auglýstum eftir hugmyndum frá alls konar aðilum að því hvað mætti gera í gufunesinu og höfum verið að fjalla um þetta og höfum fengið mat tveggja fasteignasala og erum að hefja viðræður á þeim grunni,“ segir Dagur. Borgarráð samþykkti að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til viðræðna við RVK Studios á grundvelli fyrirliggjandi mats á verðmæti eignanna. Samhliða verða teknar upp viðræður við Íslenska gámafélagið um flutning þess af svæðinu og er það í samræmi við ákvæði í leigusamningi. Leitað verður að lausn sem hentar báðum aðilum og er til skoðunar að Esjumelar á Kjalarnesi verði athafnasvæði Íslenska gámafélagsins þegar leigutími þess rennur út í lok árs 2018. Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag tillögu borgarstjóra um að ganga til viðræðna við RVK Studios um alhliða kvikmyndaver sem verður hluti af framtíðarmynd Gufuness og ein af forsendum í skipulagssamkeppni sem efnt verður til. Ákvörðunin tekur jafnframt mið af tillögum stýrihóps um nýtingu svæðisins og viðbrögðum við auglýsingu Reykjavíkurborgar frá í sumar, segir í tilkynningu. Baltasar Kormákur og stjórnendur RVK Studios óskuðu í sumar eftir viðræðum um kaup á hluta af gömlu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og úthlutun lóðar við húsið með það fyrir augum að byggja upp aðstöðu fyrir kvikmyndastarfsemi. „Kvikmyndaver í Reykjavík mun stuðla að fjölgun verkefna og efla reynslu íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Með fleiri verkefnum eflist stöðugleiki í iðnaðinum, auk þess að til verður áhugaverður kostur fyrir hæfileikafólk sem hingað til hefur að mestu fundið verkefni við hæfi erlendis. Kvikmyndaver í Reykjavík mun þannig styrkja stoðir íslenskrar kvikmyndagerðar og framleiðslu sjónvarpsefnis og auka samkeppni á alþjóðlegum markaði,“ segir í erindinu. „Við erum með þessu að vinna að því að öll þessi stóru kvikmyndaverkefni sem Baltasar Kormákur tengist, sem gæti verið önnur verkefni til viðbótar komi alfarið heim og verði bæði tekin upp hér á landi og fullunninn hér á landi. Þetta gæti verið vinnustaður fyrir 200 manns,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi. „Við fengum erindið frá RVK Studios í sumar og auglýstum eftir hugmyndum frá alls konar aðilum að því hvað mætti gera í gufunesinu og höfum verið að fjalla um þetta og höfum fengið mat tveggja fasteignasala og erum að hefja viðræður á þeim grunni,“ segir Dagur. Borgarráð samþykkti að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til viðræðna við RVK Studios á grundvelli fyrirliggjandi mats á verðmæti eignanna. Samhliða verða teknar upp viðræður við Íslenska gámafélagið um flutning þess af svæðinu og er það í samræmi við ákvæði í leigusamningi. Leitað verður að lausn sem hentar báðum aðilum og er til skoðunar að Esjumelar á Kjalarnesi verði athafnasvæði Íslenska gámafélagsins þegar leigutími þess rennur út í lok árs 2018.
Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira