Viðskipti innlent

Hneyksli hefur lítil áhrif á sölu

Ingvar Haraldsson skrifar
Uppgefinn miðlari í Kauphöllinni í Frankfurt í gær. Hlutabréf í Volkswagen féllu um 10 prósent á miðvikudaginn.
Uppgefinn miðlari í Kauphöllinni í Frankfurt í gær. Hlutabréf í Volkswagen féllu um 10 prósent á miðvikudaginn. nordicphotos/afp
Útblásturshneyksli þýska bílaframleiðandans Volkswagen virðist ekki hafa teljandi áhrif á sölu bílanna hér á landi. Málið kom upp í síðari hluta september en markaðshlutdeild Volkswagen í október jókst milli ára. „Í október í fyrra þá vorum við með markaðshlutdeild sem var rétt um 7 prósent en hún er yfir 10 prósent í október í ár svo hún hefur aukist verulega,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, umboðs Volkswagen á Íslandi.



83 nýir Volkswagen-fólksbílar voru seldir í október á þessu ári miðað við 37 í október fyrir ári. Þó er vert að benda á að heildarbílasala í október jókst um 44,6 prósent milli ára.



Í Bandaríkjunum jókst sala á Volkswagen-bifreiðum 0,2 prósent milli mánaða. Volkswagen hefur boðið bíla á talsverðum afslætti vestanhafs eftir að hneykslið kom upp.

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu
Volkswagen viðurkenndi á þriðjudaginn að uppgefnar útblásturstölur væru rangar fyrir 800 þúsund bifreiðar til viðbótar við þær 11 milljónir bíla sem bílaframleiðandinn hafði þegar viðurkennt að hneykslið næði til. Hlutabréfaverð í Volkswagen lækkaði á miðvikudag um 10 prósent og hefur því lækkað um helming frá því um miðjan september.



Þá hafa færri sett sig í samband við Heklu eftir að hneykslið komst upp en búast mætti við. „Það hefur verið furðulítið,“ segir Friðbert. „En við tökum á móti öllu fólki sem hefur áhyggjur af þessu og reynum að leiðbeina því,“ bætir hann við.



Þá bendir forstjórinn á að Volkswagen hafi gefið út að bílaframleiðandinn muni taka ábyrgð á öllum málunum sem snúa að hneykslinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.