Sonur þjálfarans fékk þriggja milljóna sekt fyrir að kasta púða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2015 09:00 Austin Rivers. Vísir/EPA Austin Rivers, bakvörður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk stóra sekt eftir framkomu sína í fyrsta leik tímabilsins og það þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar um leið. Austin Rivers, sem er sonur þjálfara Clippers-liðsins, Doc Rivers, missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar hlé var á leik Los Angeles Clippers og Sacramento Kings á miðvikudagskvöldið. Rivers kastaði sætispúða aftur fyrir sig og hann flaug lengst upp í stúku og lenti á einum áhorfenda. NBA ákvað að sekta leikmanninn um 25 þúsund dollara eða um 3,2 milljónir íslenskra króna. „Púðinn var léttur og hann flaug langt. Ég horfði ekki á hvert hann fór. Ég stóð síðan upp og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að gera þetta. Ég reyndi að segja NBA þetta," sagði Austin Rivers þegar hann frétti af sektinni. „Svona hefur aldrei gerst áður hjá mér. Ég er ekki þekktur fyrir að kasta hlutum. Þetta er óheppilegt en maður verður bara að læra af þessu og passa upp að taka ekki út reiði sína með þessum hætti," sagði Austin Rivers sem gerði sitt og gott betur til að leiðrétta mistök sín. Austin Rivers hafði nefnilega upp á hinum óheppna áhorfanda sem fékk púðann í sig og bauð henni og fjölskyldu hennar baksviðs þar sem hann bað hana afsökunar og sat síðan fyrir á mynd með þeim öllum. „Engin áhorfandi á þurfa að hafa áhyggjur af því að fá eitthvað í andlitið. Það var ekki ætlun mín að meiða neinn. Hún tók þessu mjög vel. Þetta var slys og ég var ekki að henda neinu í einhvern," sagði Rivers sem var ekki sáttur með upphæðina. "Þessi sekt er hærri en þegar ég var rekinn út í leik fyrir tveimur árum" sagði Rivers að lokum.Video of Austin Rivers tossing a seat cushion into the crowd pic.twitter.com/VwviCwC3Wx— Dan Feldman (@DanFeldmanNBA) October 30, 2015 NBA Tengdar fréttir NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00 NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Austin Rivers, bakvörður Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta, fékk stóra sekt eftir framkomu sína í fyrsta leik tímabilsins og það þrátt fyrir að hafa beðist afsökunar um leið. Austin Rivers, sem er sonur þjálfara Clippers-liðsins, Doc Rivers, missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar hlé var á leik Los Angeles Clippers og Sacramento Kings á miðvikudagskvöldið. Rivers kastaði sætispúða aftur fyrir sig og hann flaug lengst upp í stúku og lenti á einum áhorfenda. NBA ákvað að sekta leikmanninn um 25 þúsund dollara eða um 3,2 milljónir íslenskra króna. „Púðinn var léttur og hann flaug langt. Ég horfði ekki á hvert hann fór. Ég stóð síðan upp og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að gera þetta. Ég reyndi að segja NBA þetta," sagði Austin Rivers þegar hann frétti af sektinni. „Svona hefur aldrei gerst áður hjá mér. Ég er ekki þekktur fyrir að kasta hlutum. Þetta er óheppilegt en maður verður bara að læra af þessu og passa upp að taka ekki út reiði sína með þessum hætti," sagði Austin Rivers sem gerði sitt og gott betur til að leiðrétta mistök sín. Austin Rivers hafði nefnilega upp á hinum óheppna áhorfanda sem fékk púðann í sig og bauð henni og fjölskyldu hennar baksviðs þar sem hann bað hana afsökunar og sat síðan fyrir á mynd með þeim öllum. „Engin áhorfandi á þurfa að hafa áhyggjur af því að fá eitthvað í andlitið. Það var ekki ætlun mín að meiða neinn. Hún tók þessu mjög vel. Þetta var slys og ég var ekki að henda neinu í einhvern," sagði Rivers sem var ekki sáttur með upphæðina. "Þessi sekt er hærri en þegar ég var rekinn út í leik fyrir tveimur árum" sagði Rivers að lokum.Video of Austin Rivers tossing a seat cushion into the crowd pic.twitter.com/VwviCwC3Wx— Dan Feldman (@DanFeldmanNBA) October 30, 2015
NBA Tengdar fréttir NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00 NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
NBA: Jordan stráði salt í sár Mark Cuban og Dirk Nowitzki | Myndbönd Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta og fögnuðu lið Los Angeles Clippers, Atlanta Hawks og Memphis Grizzlies sigri í leikjum sínum. Clippers-liðið er búið að vinna báða leiki sína en hin tvö liðin komu til baka eftir tap í fyrsta leik. 30. október 2015 07:00
NBA: OKC vann San Antonio og bæði Chicago og Detroit byrja 2-0 | Myndbönd Fjölmörg lið hófu NBA-tímabilið sitt í nótt þegar fjórtán leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö þeirra, Chicago Bulls og Detoit Pistons, fögnuðu hinsvegar sigri annað kvöldið í röð. New Orleans Pelicans var aftur á móti fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á þessu tímabili. 29. október 2015 07:00