Íslendingaliðin Sönderjyske og Aalborg unnu bæði leiki sína í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag en ekkert íslenskt mark leit dagsins ljós.
Daníel Freyr Andrésson, Árni Steinn Steinþórsson og félagar í Sönderjyske unnu 4 marka sigur á botnliði Skive á heimavelli í dag.
Liðin fóru jöfn inn í hálfleikinn en góður seinni hálfleikur gerði útslagið fyrir Sönderjyske sem skaust upp í 8. sætið með sigrinum.
Þá unnu Aron Rafn Eðvarsson og félagar í Aalborg mikilvægan sigur á GOG á útivelli í dag en Ólafur Gústafsson, leikmaður Aalborg, er enn frá vegna meiðsla.
Með sigrinum skaust Aalborg upp í efsta sætið að sjö leikjum loknum en eftir að hafa verið marki undir í hálfleik tókst leikmönnum Aalborg að snúa taflinu við í seinni hálfleik.
Íslendingaliðin með sigra
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn




Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti