Veistu hvað mig dreymdi? Berglind Pétursdóttir skrifar 12. október 2015 07:00 Að segja öðru fólki frá draumum sínum er tilvalin leið til að einangra sig. Flesta dreymir eitthvað skrítið og ekkert er óáhugaverðara en löng saga um eitthvað sem gerðist alls ekki. Hvað þá eitthvað óútskýranlegt eins og drauma sem ekki einu sinni fróðustu vísindamenn botna nokkuð í. Spurningin „veistu hvað mig dreymdi?“ er líka versta spurning allra tíma. Heldur fólk í alvöru að maður viti það? Eðlilegra væri að spyrja hvort viðmælandi hefði áhuga á draumnum, svarið gæti þá verið nei og daglegt amstur allra gæti haldið áfram. En sumt fólk virðist sannfært um að aðrir hafi áhuga á þessum undirmeðvitundar-ævintýrum og geta masað látlaust um þau. Að sjálfsögðu eru þetta stórmerkileg fyrirbæri og að vissu leyti skil ég þörfina fyrir það að þurfa að monta sig af afrekum sínum í hetjulegum draumi eða jafnvel fletta draumförunum upp í draumráðningabók og komast að því að maður á líklegast von á sendibréfi eða snöggu fráfalli náins vinar. Ein ágætis leið til þess að segja frá draumum sínum án þess að hlustendur loki strax eyrunum er að segja „heyrðu, mig dreymdi þig í nótt“ jafnvel þótt viðkomandi hafi þar hvergi komið við sögu. Hann hlustar þá kurteislega á meðan hann bíður spenntur eftir innkomu sinni í söguna. Er svo reyndar illa svekktur þegar þú segir bara frá því að þig hafi dreymt að þú værir að labba allsber á Laugaveginum og þakkar svo fyrir þig. En draumurinn komst til skila og það er það sem skiptir máli. Einu draumar annarra sem ég hef áhuga á að heyra um eru draumar sem fæstir myndu þora að segja frá, eins og til dæmis „mig dreymdi þig í nótt, við vorum að ríða“. OK. Segðu mér meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór
Að segja öðru fólki frá draumum sínum er tilvalin leið til að einangra sig. Flesta dreymir eitthvað skrítið og ekkert er óáhugaverðara en löng saga um eitthvað sem gerðist alls ekki. Hvað þá eitthvað óútskýranlegt eins og drauma sem ekki einu sinni fróðustu vísindamenn botna nokkuð í. Spurningin „veistu hvað mig dreymdi?“ er líka versta spurning allra tíma. Heldur fólk í alvöru að maður viti það? Eðlilegra væri að spyrja hvort viðmælandi hefði áhuga á draumnum, svarið gæti þá verið nei og daglegt amstur allra gæti haldið áfram. En sumt fólk virðist sannfært um að aðrir hafi áhuga á þessum undirmeðvitundar-ævintýrum og geta masað látlaust um þau. Að sjálfsögðu eru þetta stórmerkileg fyrirbæri og að vissu leyti skil ég þörfina fyrir það að þurfa að monta sig af afrekum sínum í hetjulegum draumi eða jafnvel fletta draumförunum upp í draumráðningabók og komast að því að maður á líklegast von á sendibréfi eða snöggu fráfalli náins vinar. Ein ágætis leið til þess að segja frá draumum sínum án þess að hlustendur loki strax eyrunum er að segja „heyrðu, mig dreymdi þig í nótt“ jafnvel þótt viðkomandi hafi þar hvergi komið við sögu. Hann hlustar þá kurteislega á meðan hann bíður spenntur eftir innkomu sinni í söguna. Er svo reyndar illa svekktur þegar þú segir bara frá því að þig hafi dreymt að þú værir að labba allsber á Laugaveginum og þakkar svo fyrir þig. En draumurinn komst til skila og það er það sem skiptir máli. Einu draumar annarra sem ég hef áhuga á að heyra um eru draumar sem fæstir myndu þora að segja frá, eins og til dæmis „mig dreymdi þig í nótt, við vorum að ríða“. OK. Segðu mér meira.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun