Við þurfum kerfi til að leysa skuldavanda ríkja Lars Christensen skrifar 14. október 2015 09:15 Íslenska ríkið var mjög nálægt því að lenda í greiðslufalli 2008-2009 og síðustu mánuði hefur hættan á greiðslufalli Grikkja verið í brennidepli. En Grikkland er ekki eina landið þar sem nú er mikil hætta á greiðslufalli. Það er augljóst að hugsanlegt greiðslufall Grikklands og Úkraínu eykur þá óvissu sem umlykur, sérstaklega, evrópska hagkerfið og það er ljóst að þetta stuðlar að auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins. Helsta óvissan í sambandi við greiðslufall ríkja er óvissa um hvenær það verður og hvaða lánardrottna það snertir. Ef við berum saman greiðslufall ríkja og gjaldþrot fyrirtækja eða banka, þá er það tilfellið að í flestum þróuðum hagkerfum heimsins eru tiltölulega skýrar reglur um það hvernig taka skal á gjaldþrotum samkvæmt lögum. Yfirleitt er það þannig að fyrirtæki í fjárhagserfiðleikum getur, við ákveðin skilyrði, farið í greiðslustöðvun á meðan athugað er hvort hægt sé að bjarga fyrirtækinu. Og ef þessi björgunartilraun mistekst þá eru skýrar reglur um hvaða skuldareigendur eru fremstir í röðinni þegar þrotabúið er gert upp. Slíkt verklag tryggir aðallega að skipuleg og yfirveguð endurskipulagning, eða gjaldþrotameðferð, fyrirtækisins geti átt sér stað og um leið tryggt mesta mögulega gegnsæi um það á hverjum tjónið lendir. Því miður höfum við ekki svipaðar reglur og kerfi þegar kemur að greiðslufalli ríkja. Afleiðingin er sú að jafnvel minni háttar hætta á hugsanlegu greiðslufalli ríkis veldur óþarfa óstöðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. En þetta þarf ekki að vera svona og maður veltir fyrir sér af hverju við í Evrópusambandinu höfum varla rætt möguleikann á að skipuleggja kerfi innan Evrópusambandsins, eða að minnsta kosti innan evrusvæðisins, sem getur tryggt gegnsærri og betri afgreiðslu á yfirvofandi greiðslufalli ríkja. Árið 2010 lögðu fjórir hagfræðingar – þeirra á meðal var Anne Krueger, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans – fram raunhæfar tillögur um evrópskt kerfi til lausnar á skuldavanda ríkja (A European Mechanism for Sovereign Debt Crisis Resolution). Áætlunin gerði til dæmis ráð fyrir sérstökum evrópskum dómstól til að hafa umsjón með skuldasamningum og skuldbreytingum. Slíkur dómstóll og skýrar reglur um skuldbreytingar kæmu að góðum notum og þá yrði meðhöndlun á skuldavanda ríkja síður að pólitísku bitbeini eins og nú er. Því miður hefur tillagan ekki fengið mikla athygli hjá stjórnendum Evrópusambandsins, og maður getur bara látið sig dreyma um hve miklu auðveldari meðferðin á skuldavanda Grikkja – og reyndar þeim íslenska! – hefði verið ef við hefðum haft slíkar reglur og kerfi fyrir skipulegar skuldbreytingar á undanförnum árum. Fyrirtæki verða gjaldþrota. Og það verða ríkisstjórnir líka. Þess vegna ríður á að við komum upp stofnunum og kerfi til að takast á við greiðslufall ríkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun
Íslenska ríkið var mjög nálægt því að lenda í greiðslufalli 2008-2009 og síðustu mánuði hefur hættan á greiðslufalli Grikkja verið í brennidepli. En Grikkland er ekki eina landið þar sem nú er mikil hætta á greiðslufalli. Það er augljóst að hugsanlegt greiðslufall Grikklands og Úkraínu eykur þá óvissu sem umlykur, sérstaklega, evrópska hagkerfið og það er ljóst að þetta stuðlar að auknum óstöðugleika á fjármálamörkuðum heimsins. Helsta óvissan í sambandi við greiðslufall ríkja er óvissa um hvenær það verður og hvaða lánardrottna það snertir. Ef við berum saman greiðslufall ríkja og gjaldþrot fyrirtækja eða banka, þá er það tilfellið að í flestum þróuðum hagkerfum heimsins eru tiltölulega skýrar reglur um það hvernig taka skal á gjaldþrotum samkvæmt lögum. Yfirleitt er það þannig að fyrirtæki í fjárhagserfiðleikum getur, við ákveðin skilyrði, farið í greiðslustöðvun á meðan athugað er hvort hægt sé að bjarga fyrirtækinu. Og ef þessi björgunartilraun mistekst þá eru skýrar reglur um hvaða skuldareigendur eru fremstir í röðinni þegar þrotabúið er gert upp. Slíkt verklag tryggir aðallega að skipuleg og yfirveguð endurskipulagning, eða gjaldþrotameðferð, fyrirtækisins geti átt sér stað og um leið tryggt mesta mögulega gegnsæi um það á hverjum tjónið lendir. Því miður höfum við ekki svipaðar reglur og kerfi þegar kemur að greiðslufalli ríkja. Afleiðingin er sú að jafnvel minni háttar hætta á hugsanlegu greiðslufalli ríkis veldur óþarfa óstöðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. En þetta þarf ekki að vera svona og maður veltir fyrir sér af hverju við í Evrópusambandinu höfum varla rætt möguleikann á að skipuleggja kerfi innan Evrópusambandsins, eða að minnsta kosti innan evrusvæðisins, sem getur tryggt gegnsærri og betri afgreiðslu á yfirvofandi greiðslufalli ríkja. Árið 2010 lögðu fjórir hagfræðingar – þeirra á meðal var Anne Krueger, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans – fram raunhæfar tillögur um evrópskt kerfi til lausnar á skuldavanda ríkja (A European Mechanism for Sovereign Debt Crisis Resolution). Áætlunin gerði til dæmis ráð fyrir sérstökum evrópskum dómstól til að hafa umsjón með skuldasamningum og skuldbreytingum. Slíkur dómstóll og skýrar reglur um skuldbreytingar kæmu að góðum notum og þá yrði meðhöndlun á skuldavanda ríkja síður að pólitísku bitbeini eins og nú er. Því miður hefur tillagan ekki fengið mikla athygli hjá stjórnendum Evrópusambandsins, og maður getur bara látið sig dreyma um hve miklu auðveldari meðferðin á skuldavanda Grikkja – og reyndar þeim íslenska! – hefði verið ef við hefðum haft slíkar reglur og kerfi fyrir skipulegar skuldbreytingar á undanförnum árum. Fyrirtæki verða gjaldþrota. Og það verða ríkisstjórnir líka. Þess vegna ríður á að við komum upp stofnunum og kerfi til að takast á við greiðslufall ríkja.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun