Kauphöllin setur First North 25 vísitöluna á laggirnar ingvar haraldsson skrifar 1. október 2015 11:16 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands Vísitalan mun ná yfir þau 25 félög sem verða stærst og mest viðskipti er átt með á Nasdaq First North og Nasdaq First North Premier. Vísitalan verður sett á laggirnar og henni dreift frá og með 15. október, 2015. Vísitalan er sögð mikilvæg viðbót í áframhaldandi viðleitni Kauphallarinnar við að vera leiðandi viðskiptavettvangur fyrir fyrirtæki í vexti. „Að styðja við smá og meðalstór fyrirtæki er grundvallarþáttur í starfi okkar hjá Nasdaq”, segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Með því að bjóða upp á First North 25 vísitöluna vekjum við athygli á auknum fjárfestingartækifærum á Nasdaq First North fyrir stærri hóp fjárfesta og með auknum sýnileika fyrirtækja í vísitölunni. Það er okkar von að nýja vísitalan verði hvatning fyrir núverandi félög á First North Iceland en ekki síður fyrir önnur félög til að nýta sér markaðinn sem fjármögnunarvettvang,” bætir Páll við. Val á þeim 25 félögum sem verða í First North 25 mun fara fram í tveimur skrefum. Fyrst verða fundin 30 stærstu félögin eftir markaðsvirði og síðan verða 25 þeirra sem mest verður átt viðskipti með valin í vísitöluna, en þar verður litið til samanlagðar heildarfjárhæðar viðskipta yfir sex mánaða tímabil. First North 25 vísitalan verður endurskoðuð tvisvar á ári og mun teka ný samsetning gildi á fyrsta viðskiptadegi í janúar og júlí. Á sama tíma og First North 25 vísitalan verður kynnt, koma til sögunnar fjórar nýjar landsvísitölur á norrænu mörkuðunum; First North Sweden, First North Finland, First North Denmark og First North Iceland. Þessar fjórar vísitölur munu innihalda hlutabréf sem átt verður viðskipti með á hverjum markaði fyrir sig og er ætlað að auka sýnileika Nasdaq First North á Norðurlöndunum. „Síðan að Nasdaq First North markaðurinn kom fyrst til sögunnar árið 2005 hefur hann vaxið mikið og þjónað vel smærri fyrirtækjum og fjárfestum á Norðurlöndunum”, segir Páll. „Nasdaq First North markaðurinn á Íslandi hefur alla burði til að verða eins blómlegur markaður og annars staðar, enda mörg góð fyrirtæki hér sem bæði þurfa fjármagn og geta eflaust gert mjög vel á markaði. Rannsóknir sýna að flest ný störf verða til í smáum og meðalstórum fyrirtækjum og fjölgar mikið eftir skráningu. Það er því beinlínis nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að veita þessum félögum sýnileika og góðan vettvang til að fjármagna sig á.” Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Vísitalan mun ná yfir þau 25 félög sem verða stærst og mest viðskipti er átt með á Nasdaq First North og Nasdaq First North Premier. Vísitalan verður sett á laggirnar og henni dreift frá og með 15. október, 2015. Vísitalan er sögð mikilvæg viðbót í áframhaldandi viðleitni Kauphallarinnar við að vera leiðandi viðskiptavettvangur fyrir fyrirtæki í vexti. „Að styðja við smá og meðalstór fyrirtæki er grundvallarþáttur í starfi okkar hjá Nasdaq”, segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Með því að bjóða upp á First North 25 vísitöluna vekjum við athygli á auknum fjárfestingartækifærum á Nasdaq First North fyrir stærri hóp fjárfesta og með auknum sýnileika fyrirtækja í vísitölunni. Það er okkar von að nýja vísitalan verði hvatning fyrir núverandi félög á First North Iceland en ekki síður fyrir önnur félög til að nýta sér markaðinn sem fjármögnunarvettvang,” bætir Páll við. Val á þeim 25 félögum sem verða í First North 25 mun fara fram í tveimur skrefum. Fyrst verða fundin 30 stærstu félögin eftir markaðsvirði og síðan verða 25 þeirra sem mest verður átt viðskipti með valin í vísitöluna, en þar verður litið til samanlagðar heildarfjárhæðar viðskipta yfir sex mánaða tímabil. First North 25 vísitalan verður endurskoðuð tvisvar á ári og mun teka ný samsetning gildi á fyrsta viðskiptadegi í janúar og júlí. Á sama tíma og First North 25 vísitalan verður kynnt, koma til sögunnar fjórar nýjar landsvísitölur á norrænu mörkuðunum; First North Sweden, First North Finland, First North Denmark og First North Iceland. Þessar fjórar vísitölur munu innihalda hlutabréf sem átt verður viðskipti með á hverjum markaði fyrir sig og er ætlað að auka sýnileika Nasdaq First North á Norðurlöndunum. „Síðan að Nasdaq First North markaðurinn kom fyrst til sögunnar árið 2005 hefur hann vaxið mikið og þjónað vel smærri fyrirtækjum og fjárfestum á Norðurlöndunum”, segir Páll. „Nasdaq First North markaðurinn á Íslandi hefur alla burði til að verða eins blómlegur markaður og annars staðar, enda mörg góð fyrirtæki hér sem bæði þurfa fjármagn og geta eflaust gert mjög vel á markaði. Rannsóknir sýna að flest ný störf verða til í smáum og meðalstórum fyrirtækjum og fjölgar mikið eftir skráningu. Það er því beinlínis nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að veita þessum félögum sýnileika og góðan vettvang til að fjármagna sig á.”
Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira