Kauphöllin setur First North 25 vísitöluna á laggirnar ingvar haraldsson skrifar 1. október 2015 11:16 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands Vísitalan mun ná yfir þau 25 félög sem verða stærst og mest viðskipti er átt með á Nasdaq First North og Nasdaq First North Premier. Vísitalan verður sett á laggirnar og henni dreift frá og með 15. október, 2015. Vísitalan er sögð mikilvæg viðbót í áframhaldandi viðleitni Kauphallarinnar við að vera leiðandi viðskiptavettvangur fyrir fyrirtæki í vexti. „Að styðja við smá og meðalstór fyrirtæki er grundvallarþáttur í starfi okkar hjá Nasdaq”, segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Með því að bjóða upp á First North 25 vísitöluna vekjum við athygli á auknum fjárfestingartækifærum á Nasdaq First North fyrir stærri hóp fjárfesta og með auknum sýnileika fyrirtækja í vísitölunni. Það er okkar von að nýja vísitalan verði hvatning fyrir núverandi félög á First North Iceland en ekki síður fyrir önnur félög til að nýta sér markaðinn sem fjármögnunarvettvang,” bætir Páll við. Val á þeim 25 félögum sem verða í First North 25 mun fara fram í tveimur skrefum. Fyrst verða fundin 30 stærstu félögin eftir markaðsvirði og síðan verða 25 þeirra sem mest verður átt viðskipti með valin í vísitöluna, en þar verður litið til samanlagðar heildarfjárhæðar viðskipta yfir sex mánaða tímabil. First North 25 vísitalan verður endurskoðuð tvisvar á ári og mun teka ný samsetning gildi á fyrsta viðskiptadegi í janúar og júlí. Á sama tíma og First North 25 vísitalan verður kynnt, koma til sögunnar fjórar nýjar landsvísitölur á norrænu mörkuðunum; First North Sweden, First North Finland, First North Denmark og First North Iceland. Þessar fjórar vísitölur munu innihalda hlutabréf sem átt verður viðskipti með á hverjum markaði fyrir sig og er ætlað að auka sýnileika Nasdaq First North á Norðurlöndunum. „Síðan að Nasdaq First North markaðurinn kom fyrst til sögunnar árið 2005 hefur hann vaxið mikið og þjónað vel smærri fyrirtækjum og fjárfestum á Norðurlöndunum”, segir Páll. „Nasdaq First North markaðurinn á Íslandi hefur alla burði til að verða eins blómlegur markaður og annars staðar, enda mörg góð fyrirtæki hér sem bæði þurfa fjármagn og geta eflaust gert mjög vel á markaði. Rannsóknir sýna að flest ný störf verða til í smáum og meðalstórum fyrirtækjum og fjölgar mikið eftir skráningu. Það er því beinlínis nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að veita þessum félögum sýnileika og góðan vettvang til að fjármagna sig á.” Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Vísitalan mun ná yfir þau 25 félög sem verða stærst og mest viðskipti er átt með á Nasdaq First North og Nasdaq First North Premier. Vísitalan verður sett á laggirnar og henni dreift frá og með 15. október, 2015. Vísitalan er sögð mikilvæg viðbót í áframhaldandi viðleitni Kauphallarinnar við að vera leiðandi viðskiptavettvangur fyrir fyrirtæki í vexti. „Að styðja við smá og meðalstór fyrirtæki er grundvallarþáttur í starfi okkar hjá Nasdaq”, segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Með því að bjóða upp á First North 25 vísitöluna vekjum við athygli á auknum fjárfestingartækifærum á Nasdaq First North fyrir stærri hóp fjárfesta og með auknum sýnileika fyrirtækja í vísitölunni. Það er okkar von að nýja vísitalan verði hvatning fyrir núverandi félög á First North Iceland en ekki síður fyrir önnur félög til að nýta sér markaðinn sem fjármögnunarvettvang,” bætir Páll við. Val á þeim 25 félögum sem verða í First North 25 mun fara fram í tveimur skrefum. Fyrst verða fundin 30 stærstu félögin eftir markaðsvirði og síðan verða 25 þeirra sem mest verður átt viðskipti með valin í vísitöluna, en þar verður litið til samanlagðar heildarfjárhæðar viðskipta yfir sex mánaða tímabil. First North 25 vísitalan verður endurskoðuð tvisvar á ári og mun teka ný samsetning gildi á fyrsta viðskiptadegi í janúar og júlí. Á sama tíma og First North 25 vísitalan verður kynnt, koma til sögunnar fjórar nýjar landsvísitölur á norrænu mörkuðunum; First North Sweden, First North Finland, First North Denmark og First North Iceland. Þessar fjórar vísitölur munu innihalda hlutabréf sem átt verður viðskipti með á hverjum markaði fyrir sig og er ætlað að auka sýnileika Nasdaq First North á Norðurlöndunum. „Síðan að Nasdaq First North markaðurinn kom fyrst til sögunnar árið 2005 hefur hann vaxið mikið og þjónað vel smærri fyrirtækjum og fjárfestum á Norðurlöndunum”, segir Páll. „Nasdaq First North markaðurinn á Íslandi hefur alla burði til að verða eins blómlegur markaður og annars staðar, enda mörg góð fyrirtæki hér sem bæði þurfa fjármagn og geta eflaust gert mjög vel á markaði. Rannsóknir sýna að flest ný störf verða til í smáum og meðalstórum fyrirtækjum og fjölgar mikið eftir skráningu. Það er því beinlínis nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að veita þessum félögum sýnileika og góðan vettvang til að fjármagna sig á.”
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira