Þjálfari NBA-meistaranna þarf að taka sér frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2015 10:30 Steve Kerr í leik með Golden State Warriors liðinu í fyrra. Vísir/Getty Steve Kerr gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni en fyrsta sumarið sem NBA-meistaraþjálfari hefur reynst honum erfitt. Steve Kerr þurfti að gangast undir tvær aðgerðir á baki eftir að hafa slasað sig í leik fimm í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Cleveland Cavaliers. Fyrri aðgerðin var 28. júlí og sú síðari 4. september. Steve Kerr var hinsvegar mættur til starfa hjá Golden State Warriors en undirbúningstímabilið hófst í þessari viku. Þegar á reyndi þá sá Kerr hinsvegar að það besta í stöðunni væri að gefa sér lengri tíma til að jafna sig á aðgerðinni. „Ég áttaði mig á því eftir fyrstu tvo daga æfingabúðanna að það rétta í stöðunni væri að stíga til baka og einbeita mér að fullu að endurhæfingunni svo að ég verði orðinn góður þegar tímabilið byrjar," sagði Steve Kerr í fréttatilkynningu til ESPN. Steve Kerr ákvað því að taka sér frí á næstunni og mun því ekki koma meira að þjálfun Golden State liðsins á undirbúningstímabilinu sem mun taka um fjórar vikur. Hvorki forráðamenn Golden State Warriors né Steve Kerr eru tilbúnir að gefa það út hvenær þjálfarinn kemur aftur út leyfinu en á meðan hann er í burtu þá mun Luke Walton sinna starfi aðalþjálfara. Það er þó almennt búist við því að Steve Kerr verði kominn til starfa þegar Golden State Warriors hefur tilvörn sína á móti New Orleans Pelicans 27. október næstkomandi. Golden State Warriors vann 67 af 82 deildarleikjum og 16 af 21 leik í úrslitakeppninni á fyrsta tímabili Steve Kerr. Steve Kerr varð þarna NBA-meistari í sjötta sinn en hann vann titilinn fimm sinnum sem leikmaður Chicago Bulls (3, 1996–1998) og San Antonio Spurs (2, 1999 og 2003). NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Steve Kerr gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni en fyrsta sumarið sem NBA-meistaraþjálfari hefur reynst honum erfitt. Steve Kerr þurfti að gangast undir tvær aðgerðir á baki eftir að hafa slasað sig í leik fimm í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Cleveland Cavaliers. Fyrri aðgerðin var 28. júlí og sú síðari 4. september. Steve Kerr var hinsvegar mættur til starfa hjá Golden State Warriors en undirbúningstímabilið hófst í þessari viku. Þegar á reyndi þá sá Kerr hinsvegar að það besta í stöðunni væri að gefa sér lengri tíma til að jafna sig á aðgerðinni. „Ég áttaði mig á því eftir fyrstu tvo daga æfingabúðanna að það rétta í stöðunni væri að stíga til baka og einbeita mér að fullu að endurhæfingunni svo að ég verði orðinn góður þegar tímabilið byrjar," sagði Steve Kerr í fréttatilkynningu til ESPN. Steve Kerr ákvað því að taka sér frí á næstunni og mun því ekki koma meira að þjálfun Golden State liðsins á undirbúningstímabilinu sem mun taka um fjórar vikur. Hvorki forráðamenn Golden State Warriors né Steve Kerr eru tilbúnir að gefa það út hvenær þjálfarinn kemur aftur út leyfinu en á meðan hann er í burtu þá mun Luke Walton sinna starfi aðalþjálfara. Það er þó almennt búist við því að Steve Kerr verði kominn til starfa þegar Golden State Warriors hefur tilvörn sína á móti New Orleans Pelicans 27. október næstkomandi. Golden State Warriors vann 67 af 82 deildarleikjum og 16 af 21 leik í úrslitakeppninni á fyrsta tímabili Steve Kerr. Steve Kerr varð þarna NBA-meistari í sjötta sinn en hann vann titilinn fimm sinnum sem leikmaður Chicago Bulls (3, 1996–1998) og San Antonio Spurs (2, 1999 og 2003).
NBA Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira