Einkaaðilar komi að fjármögnun sæstrengs Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2015 07:00 Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, vill sjá fleiri framkvæmdir fjármagnaðar með þátttöku einkaaðila. Fréttablaðið/GVA Á Íslandi eru nokkur stór verkefni sem vel myndu falla að kostum einkafjármögnunar, að mati Gísla Haukssonar, framkvæmdastjóra verðbréfafyrirtækisins GAMMA. Hann segir líklegt að erlendir aðilar, til dæmis erlendir sjóðir sem eru sérhæfðir í fjárfestingum í innviðum, hafi áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Bæði með eigið fé og lánsfé. Gísli segir að eitt slíkt hentugt verkefni væri sæstrengur, sem rætt er um að leggja til Bretlands. „Og það er mjög líklegt að það yrðu stórir alþjóðlegir innviðafjárfestar, og hugsanlega íslenskir líka, sem kæmu að því að leggja þann streng, hanna, byggja og mögulega reka, segir Gísli. Hann nefnir fleiri verkefni, svo sem stækkun á Leifsstöð og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem til stendur að ráðast í. Einnig Sundabraut. „Það er verkefni sem hefur verið metið í gegnum tíðina þjóðhagslega arðbært og skorar gríðarlega hátt á öllum kostnaðar- og ábatagreiningum sem gerðar eru á forgangsröðun samgöngumannvirkja en hefur ekki verið talin ástæða að ráðast í,“ segir Gísli. Þá megi jafnframt nefna stækkun Hvalfjarðarganga. Gísli hélt ræðu um einkafjármögnun innviða á ráðstefnu hjá Sjávarklasanum á dögunum. „Í þessari ræðu tala ég ekki eingöngu frá samgöngusviðinu, heldur almennt um innviði yfirhöfuð. Það er verið að tala um veitufyrirtæki og félagslega innviði. Við erum aftar á merinni heldur en fjölmörg önnur ríki sem við berum okkur að jafnaði saman við þegar kemur að slíkum verkefnum. Ég held að við ættum að læra af reynslu annarra þjóða sem víðast hvar hefur verið góð,“ segir Gísli. En með félagslegum innviðum á hann við skóla og aðrar menntastofnanir, mannvirki og þjónustu tengda heilbrigðisgeiranum, mannvirki og þjónustu tengda dómstólum, fangelsi og íþróttaleikvanga. Gísli bendir á að þörfin fyrir fjárfestingu í innviðum á Íslandi sé gríðarleg, enda hafi úthlutun framkvæmdafjár til samgöngumála dregist saman um 70% frá hruni. GAMMA metur að uppsöfnuð fjárfestingarþörf í hefðbundnum og félagslegum innviðum sé um 250 milljarðar króna, og að fjárfestingarþörf i innviðum næstu 7-10 árin verði að minnsta kosti 500 milljarðar. Gísli veltir fyrir sér hvort uppbygging verkefna á borð við hátæknisjúkrahús og Sundabraut hefði ekki gengið hraðar fyrir sig ef einkaaðilar hefðu komið að þeim. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Á Íslandi eru nokkur stór verkefni sem vel myndu falla að kostum einkafjármögnunar, að mati Gísla Haukssonar, framkvæmdastjóra verðbréfafyrirtækisins GAMMA. Hann segir líklegt að erlendir aðilar, til dæmis erlendir sjóðir sem eru sérhæfðir í fjárfestingum í innviðum, hafi áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Bæði með eigið fé og lánsfé. Gísli segir að eitt slíkt hentugt verkefni væri sæstrengur, sem rætt er um að leggja til Bretlands. „Og það er mjög líklegt að það yrðu stórir alþjóðlegir innviðafjárfestar, og hugsanlega íslenskir líka, sem kæmu að því að leggja þann streng, hanna, byggja og mögulega reka, segir Gísli. Hann nefnir fleiri verkefni, svo sem stækkun á Leifsstöð og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem til stendur að ráðast í. Einnig Sundabraut. „Það er verkefni sem hefur verið metið í gegnum tíðina þjóðhagslega arðbært og skorar gríðarlega hátt á öllum kostnaðar- og ábatagreiningum sem gerðar eru á forgangsröðun samgöngumannvirkja en hefur ekki verið talin ástæða að ráðast í,“ segir Gísli. Þá megi jafnframt nefna stækkun Hvalfjarðarganga. Gísli hélt ræðu um einkafjármögnun innviða á ráðstefnu hjá Sjávarklasanum á dögunum. „Í þessari ræðu tala ég ekki eingöngu frá samgöngusviðinu, heldur almennt um innviði yfirhöfuð. Það er verið að tala um veitufyrirtæki og félagslega innviði. Við erum aftar á merinni heldur en fjölmörg önnur ríki sem við berum okkur að jafnaði saman við þegar kemur að slíkum verkefnum. Ég held að við ættum að læra af reynslu annarra þjóða sem víðast hvar hefur verið góð,“ segir Gísli. En með félagslegum innviðum á hann við skóla og aðrar menntastofnanir, mannvirki og þjónustu tengda heilbrigðisgeiranum, mannvirki og þjónustu tengda dómstólum, fangelsi og íþróttaleikvanga. Gísli bendir á að þörfin fyrir fjárfestingu í innviðum á Íslandi sé gríðarleg, enda hafi úthlutun framkvæmdafjár til samgöngumála dregist saman um 70% frá hruni. GAMMA metur að uppsöfnuð fjárfestingarþörf í hefðbundnum og félagslegum innviðum sé um 250 milljarðar króna, og að fjárfestingarþörf i innviðum næstu 7-10 árin verði að minnsta kosti 500 milljarðar. Gísli veltir fyrir sér hvort uppbygging verkefna á borð við hátæknisjúkrahús og Sundabraut hefði ekki gengið hraðar fyrir sig ef einkaaðilar hefðu komið að þeim.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira