Leiguverð á húsnæðismarkaði hækkaði um 40,2% á fjórum árum Sæunn Gísladóttir skrifar 23. september 2015 12:00 Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti stöðuna á húsnæðismarkaði í gær. Vísir/Vilhelm Frá ársbyrjun 2011 til loka júlí 2015 hefur leiguverð á húsnæðismarkaði hækkað um 40,2%. Á sama tíma hefur verð á íbúðarhúsnæði hækkað um 41,8%. Árið 2008 til 2010 var hlutfall fyrstu íbúðakaupa lægra en 10% en frá þeim tíma hefur kaupsamningum fjölgað og samhliða hefur hlutfall fyrstu íbúðakaupa hækkað verulega. Hlutfall þeirra sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð af heildarfjölda húsnæðiskaupenda var komið yfir 20% af öllum kaupsamningum á fyrsta ársfjórðungi 2015. Þetta kemur fram á vefi Velferðarráðuneytisins í samantekt sem byggð er á minnisblaði sem Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær. Stöðug fjölgun var á hinum almenna leigumarkaði frá árinu 2007. Árið 2007 voru um 17% íslenskra heimila á leigumarkaði og var hlutfallið nær 27% árið 2013. Mest var fjölgunin meðal fólks á aldursbilinu 25 til 34 ára sem og tekjulágum og einstæðum foreldrum. Í kjölfar efnahagshrunsins gjörbreyttist staðan á almennum leigumarkaði, markaðsaðstæður versnuðu og verulega dró úr aðgengi að lánsfjármagni þannig að aukinn fjöldi þeirra sem komu nýir inn á húsnæðismarkað leituðu á leigumarkaðinn. Byrði húsnæðiskostnaðar hækkaði hjá leigjendum eftir efnahagshrun en lækkaði hjá fólki sem bjó í eigin húsnæði. Samkvæmt greiningardeild Arion banka þarf það samt sem áður ekki að endurspegla hækkun húsnæðiskostnaðar, heldur gæti samsetning hópanna hafa breyst þannig að hlutfall fólks með lágar tekjur hafi hækkað meðal leigjenda. Þrátt fyrir þessa sýn er ljóst að leiguverð hefur hækkað talsvert umfram hækkun kaupverðs frá byrjun árs 2012. Þessi mikla hækkun er talin vera tilkomin vegna mun meiri eftirspurnar eftir leiguhúsnæði í kjölfar efnahagshrunsins og að mjög hægði á fjölgun íbúða þar sem verulega dró úr íbúðaframkvæmdum.Íslenskum heimilum á leigumarkaði fjölgaði um 13 þúsundÍslenskum heimilum á leigumarkaði fjölgaði um 13.000 frá árinu 2007 til 2013. Á sama tímabili fjölgaði heimilum um rúmlega 6.000, svo fjölgun heimila á leigumarkaði umfram fjölgun heimila var 7.000. Ekki liggur fyrir með ákveðinni vissu hvað olli þessari þróun en líkur eru á að fjölgun ferðamanna, strangari lánsskilmálar og erfið skuldastaða heimilanna í kjölfar efnahagserfiðleikanna haustið 2008 hafi haft samverkandi áhrif. Á árinu 2015 hefur dregið úr þessari miklu eftirspurn á leigumarkaði og hefur leiguverð einungis hækkað um 0,6% frá janúar til júlí 2015. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Frá ársbyrjun 2011 til loka júlí 2015 hefur leiguverð á húsnæðismarkaði hækkað um 40,2%. Á sama tíma hefur verð á íbúðarhúsnæði hækkað um 41,8%. Árið 2008 til 2010 var hlutfall fyrstu íbúðakaupa lægra en 10% en frá þeim tíma hefur kaupsamningum fjölgað og samhliða hefur hlutfall fyrstu íbúðakaupa hækkað verulega. Hlutfall þeirra sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð af heildarfjölda húsnæðiskaupenda var komið yfir 20% af öllum kaupsamningum á fyrsta ársfjórðungi 2015. Þetta kemur fram á vefi Velferðarráðuneytisins í samantekt sem byggð er á minnisblaði sem Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnar í gær. Stöðug fjölgun var á hinum almenna leigumarkaði frá árinu 2007. Árið 2007 voru um 17% íslenskra heimila á leigumarkaði og var hlutfallið nær 27% árið 2013. Mest var fjölgunin meðal fólks á aldursbilinu 25 til 34 ára sem og tekjulágum og einstæðum foreldrum. Í kjölfar efnahagshrunsins gjörbreyttist staðan á almennum leigumarkaði, markaðsaðstæður versnuðu og verulega dró úr aðgengi að lánsfjármagni þannig að aukinn fjöldi þeirra sem komu nýir inn á húsnæðismarkað leituðu á leigumarkaðinn. Byrði húsnæðiskostnaðar hækkaði hjá leigjendum eftir efnahagshrun en lækkaði hjá fólki sem bjó í eigin húsnæði. Samkvæmt greiningardeild Arion banka þarf það samt sem áður ekki að endurspegla hækkun húsnæðiskostnaðar, heldur gæti samsetning hópanna hafa breyst þannig að hlutfall fólks með lágar tekjur hafi hækkað meðal leigjenda. Þrátt fyrir þessa sýn er ljóst að leiguverð hefur hækkað talsvert umfram hækkun kaupverðs frá byrjun árs 2012. Þessi mikla hækkun er talin vera tilkomin vegna mun meiri eftirspurnar eftir leiguhúsnæði í kjölfar efnahagshrunsins og að mjög hægði á fjölgun íbúða þar sem verulega dró úr íbúðaframkvæmdum.Íslenskum heimilum á leigumarkaði fjölgaði um 13 þúsundÍslenskum heimilum á leigumarkaði fjölgaði um 13.000 frá árinu 2007 til 2013. Á sama tímabili fjölgaði heimilum um rúmlega 6.000, svo fjölgun heimila á leigumarkaði umfram fjölgun heimila var 7.000. Ekki liggur fyrir með ákveðinni vissu hvað olli þessari þróun en líkur eru á að fjölgun ferðamanna, strangari lánsskilmálar og erfið skuldastaða heimilanna í kjölfar efnahagserfiðleikanna haustið 2008 hafi haft samverkandi áhrif. Á árinu 2015 hefur dregið úr þessari miklu eftirspurn á leigumarkaði og hefur leiguverð einungis hækkað um 0,6% frá janúar til júlí 2015.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira