Glamour

Pottaklippingin það heitasta næsta sumar?

Ritstjórn skrifar

Það er alltaf sagt að tískan fari í hringi og sannaðist það á sýningu Gucci í gær.

Það var ekki bara litríkur og skrautlegur fatnaður þeirra sem heillaði ritstjórn Glamour, heldur var það þessi dásamlega klipping í anda Prins Valiant sem greip athygli okkar.

Skyldi vera að þessi sérstaka klipping, sem var gríðarlega vinsæl á áttunda áratugnum, sé að snúa aftur með hækkandi sól?

Upp með hárblásarann, krulluburstann og hárspreyið fyrir næsta sumar.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.