Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2015 07:00 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að ráðning tveggja nýrra saksóknara myndi kosta 26 milljónir. vísir/pjetur Gert er ráð fyrir að fjárheimildir til ríkissaksóknara lækki um 31,8 milljón króna að raungildi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Lögð er til 50 milljóna króna lækkun vegna verkefna sem færast frá ríkissaksóknara til nýs embættis héraðssaksóknara með breyttri skipan ákæruvalds. Í öðru lagi er gert ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi sem lýtur að eflingu embættisins með tveimur nýjum stöðugildum, meðal annars vegna eftirlits með rannsóknum og meðferð ákæruvalds, eftirlits með hlustunum og sérstökum rannsóknaraðferðum, vinnslu tölfræðiupplýsinga ákæruvaldsins, menntunar og þjálfunar ákærenda og alþjóðlegra samskipta. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að önnur af tveimur meginforsendum með stofnun embættis héraðssaksóknara hafi verið að efla embætti ríkissaksóknara. „Ríkisendurskoðun var búin að skoða málin hjá okkur og komst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að það væri varhugavert að skera niður,“ segir Sigríður. Í umræddri skýrslu gagnrýnir Ríkisendurskoðun að á árunum 2009 til 2015 hafi sérstakur saksóknari fengið fimmfalt hærri upphæð af fárlögum en ríkissaksóknari , eða 5,5 milljarða á móti 1,1 milljarði. Nánast öll sakamál í landinu séu á könnu ríkissaksóknara, auk þess sem embættið gegni umfangsmiklu eftirlits- og samræmingarhlutverki. Sigríður Friðjónsdóttir segir að með tilkomu héraðssaksóknaraembættisins muni stór hluti af verkefnum frá ríkissaksóknara fara til nýja embættisins. Á móti komi að mörg ný verkefni bætist við. Til dæmis í formi kærumála sem verða mörg hundruð. Hún býst til dæmis við því að stór hluti þeirra kynferðisbrotamála sem héraðssaksóknari kemur til með að fella niður verði kærður til ríkissaksóknara. „Það er mjög mikil vinna í þeim málum.“ Þá bendir Sigríður á að gert sé ráð fyrir því í fjárlögunum að 20 milljóna framlag verði nýtt til þess að ráða í tvö ný stöðugildi. „En málið er það að tveir starfsmenn kosta 26 milljónir,“ segir hún og vonast til að þarna hafi bara orðið reiknivilla sem verði leiðrétt á meðan fjárlagafrumvarpið er í meðförum þingsins. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gert er ráð fyrir að fjárheimildir til ríkissaksóknara lækki um 31,8 milljón króna að raungildi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Lögð er til 50 milljóna króna lækkun vegna verkefna sem færast frá ríkissaksóknara til nýs embættis héraðssaksóknara með breyttri skipan ákæruvalds. Í öðru lagi er gert ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi sem lýtur að eflingu embættisins með tveimur nýjum stöðugildum, meðal annars vegna eftirlits með rannsóknum og meðferð ákæruvalds, eftirlits með hlustunum og sérstökum rannsóknaraðferðum, vinnslu tölfræðiupplýsinga ákæruvaldsins, menntunar og þjálfunar ákærenda og alþjóðlegra samskipta. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að önnur af tveimur meginforsendum með stofnun embættis héraðssaksóknara hafi verið að efla embætti ríkissaksóknara. „Ríkisendurskoðun var búin að skoða málin hjá okkur og komst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að það væri varhugavert að skera niður,“ segir Sigríður. Í umræddri skýrslu gagnrýnir Ríkisendurskoðun að á árunum 2009 til 2015 hafi sérstakur saksóknari fengið fimmfalt hærri upphæð af fárlögum en ríkissaksóknari , eða 5,5 milljarða á móti 1,1 milljarði. Nánast öll sakamál í landinu séu á könnu ríkissaksóknara, auk þess sem embættið gegni umfangsmiklu eftirlits- og samræmingarhlutverki. Sigríður Friðjónsdóttir segir að með tilkomu héraðssaksóknaraembættisins muni stór hluti af verkefnum frá ríkissaksóknara fara til nýja embættisins. Á móti komi að mörg ný verkefni bætist við. Til dæmis í formi kærumála sem verða mörg hundruð. Hún býst til dæmis við því að stór hluti þeirra kynferðisbrotamála sem héraðssaksóknari kemur til með að fella niður verði kærður til ríkissaksóknara. „Það er mjög mikil vinna í þeim málum.“ Þá bendir Sigríður á að gert sé ráð fyrir því í fjárlögunum að 20 milljóna framlag verði nýtt til þess að ráða í tvö ný stöðugildi. „En málið er það að tveir starfsmenn kosta 26 milljónir,“ segir hún og vonast til að þarna hafi bara orðið reiknivilla sem verði leiðrétt á meðan fjárlagafrumvarpið er í meðförum þingsins.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira