Það kostar að minnsta kosti tæpar 19 milljónir króna. James er með rúmlega 23 milljónir fylgjenda á Twitter og með mesta verðmæti allra bandarískra íþróttamanna á Twitter.
Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að búa til herferðir fyrir íþróttamenn á Twitter hefur búið til verðmat á tíst íþróttamannanna.
Það verðleggur James þetta hátt en næstur á lista hjá þeim er annar körfuboltamaður, Kevin Durant. Tístin hans eru metin á 9 milljónir króna.
Fyrirtækið segir að það kosti auglýsendur fimm sinnum meira að koma vöru á framfæri í sjónvarpi þar sem það nái sama fjölda og LeBron er með af fylgjendum.
Verðmætustu bandarísku íþróttamennirnir á Twitter:
- LeBron James
- Kevin Durant
- Kobe Bryant
- Floyd Mayweather
- Dwight Howard