Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 14:30 Fjárfestir í Tælandi fylgist með ástandi markaða. Vísir/EPA Dagurinn hefur verið rauður í kauphöllum víða um heim og hafa hlutabréf lækkað mikið í verði. Vísitala Kína, Shanghai Composite, hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent. Það er versti dagur vísitölunnar frá 2007. Fjölmiðlar ytra kalla daginn: „The Great Fall of China“. Í kjölfar þess hafa markaðir í Evrópu einnig lækkað. Vísitalan FTSE 100 í London hefur lækkað um rúm fimm prósent og stærstu markaðir Frakklands og Þýskalands hafa lækkað um sjö og sex prósent. Á Keldunni má einnig sjá að dagurinn í dag hefur verið rauður í kauphöllinni hér heima. Fjárfestar hafa áhyggjur af hagvexti í Kína, öðru stærsta hagkerfi heimsins, en þar er beðið eftir aðgerðum frá ríkisstjórn Kína. Sérfræðingar höfðu búist við því að Seðlabanki Kína myndi lækka vexti en það hefur ekki verið gert. Í kjölfar verðlækkana í Asíu hafa hlutabréf í Bandaríkjunum hríðfallið í verði. Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag en viðskiptadeginum er ekki lokið þar. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Dagurinn hefur verið rauður í kauphöllum víða um heim og hafa hlutabréf lækkað mikið í verði. Vísitala Kína, Shanghai Composite, hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent. Það er versti dagur vísitölunnar frá 2007. Fjölmiðlar ytra kalla daginn: „The Great Fall of China“. Í kjölfar þess hafa markaðir í Evrópu einnig lækkað. Vísitalan FTSE 100 í London hefur lækkað um rúm fimm prósent og stærstu markaðir Frakklands og Þýskalands hafa lækkað um sjö og sex prósent. Á Keldunni má einnig sjá að dagurinn í dag hefur verið rauður í kauphöllinni hér heima. Fjárfestar hafa áhyggjur af hagvexti í Kína, öðru stærsta hagkerfi heimsins, en þar er beðið eftir aðgerðum frá ríkisstjórn Kína. Sérfræðingar höfðu búist við því að Seðlabanki Kína myndi lækka vexti en það hefur ekki verið gert. Í kjölfar verðlækkana í Asíu hafa hlutabréf í Bandaríkjunum hríðfallið í verði. Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag en viðskiptadeginum er ekki lokið þar.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira