Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður vaxtahækkun

Samúel Karl Ólason skrifar
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/GVA
Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti sína um 0,5 prósentustig. Stýrivextir eru því nú 5,5 prósent. Auk þess segir Seðlabankinn að verðbólguhorfur hafi versnað vegna nýgerðra kjarasamninga og að verðbólguvæntingar hafi hækkað.

Muni verðbólga hækka boðar peningastefnunefnd frekari vaxtahækkanir.

Á kynningu Seðlabankans klukkan tíu mun Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, gera grein fyrir þeirri vaxtaákvörðun peningastefnunefndar sem kynnt var í morgun. Jafnframt mun Þórarinn G. Pétursson, meðlimur í peningastefnunefnd og aðalhagfræðingur Seðlabankans, gera grein fyrir rökum fyrir ákvörðuninni og efni Peningamála.

Útsendinguna má einnig sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×